Mynd af okkur i dabbanum!
Sorry, hvað það er langt síðan ég skrifaði! Nú kemur frekar langt blogg. Vonandi gefið þið ykkur tíma í að lesa bullið frá mér!
Þriðjudagurinn 26.apríl
Ég hef ekki séð einn skóla hérna fyrir utan minn eigin. En ég ákvað að fara að heimsækja einn, bara svona til að sjá hvernig þetta er hérna! Til þess að finna einn slíkan þá fékk ég Fabrizo með mér í lið. Jú, við fórum og heimsóttum mömmu hans.
Hvað er málið. Þegar ég kom að byggingunni þá spurði ég hann hvort þetta væri virkilega skóli. Þetta líktist frekar fangelsi en skóla nema að það vantaði girðinguna. Við gengum í gengum lóðina sem var hreint út sagt viðbjóður og annað eins tók á móti okkur þegar við komum inn. Á skólalóðinni eru enginn leiktæki. Það er ekki tilgangur í því vegna þess að börnin mega ekki fara út úr skólanum. Engar frímínútur enginn pása ekki neitt! En svo fékk ég áfall þegar ég kom inn í kennslustofuna Í fyrsta lagi þá stóðu öll börnin upp þegar ég kom inn og buðu mér góðan daginn. Í öðru lagi vegna þess að veggirnir voru ekki með neinu skrauti né verkefnum eftir börnin. Versta við veggina var að þeir voru ekki einu sinni hvítir...gul..eitthvað, og það vantaði málingu sumstaðar! Og í þriðja lagi þá var kennslan fyrir neðan allar hellur, ég átti ekki til orð yfir því að börnin fengu ekki að tala þegar þau vildu og loksins þegar litlu skinnin fengu að tjá sig þá hló kennarinn af þeim! Uffff...gott að ég bý á íslandi!
Miðvikudagurinn 27.apríl
Foreldrar hans Fredriks voru hérna. Og við stelpurnar heimtuðum að þau myndu nú elda eitthvað holt og gott fyrir okkur. Og, jú jú! Pabbi hans er alveg svaka kokkur! Við fengum laxasúpu...eða lax með smá súpu! Mjög gott, æðislegt að fá eitthvað annað en pizzu og pasta, góð tilbreyting!
Fimmtudagurinn 28.apríl
Við fóru í ferð með háskólanum hérna. Öllum Erasmus nemum var boðið út í sveit, í einhvern grasagarð......já, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var gaman! Einmitt, jafn gaman og það hljómar. En það besta eða á ég að segja það versta vara kórinn sem söng á setningunni. Guð minn góður, ég gat varla verið þarna! Ég átti svo bát með að springa ekki út hlátri....ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins. Meira segja ég hefði geta gert betur og þá er nú mikið sagt! Jà, vid vorum ad sjàlfsogdu myndarlegasti hopurinn a svaedinu svo bladamadurinn smellti mynd af okkur og setti i dagbladid herna....và hòvaerin ad segja til sin aftur!
En þegar ég kom heim þá voru sambýlingarnir að elda mat. Eftir smá tíma byrjaði fólk að streyma inn og undir lokinn þá var þetta bara orðið ágætis partý. Við matarborðið drittuðu þau á mig alls konar spurningum um land og þjóð. Ég gat varla boðað því ég var alltaf að svara einhverjum bull spurningum....halda þau í alvörunni að við búum í snjóhúsum og að við séum með mörgæsir í garðinum, séum ekki með umferðarljós og að við getum tekið lest hingað! Hvað er málið! Eru snjóhús með garð...nei, bara að spá!
Föstudagurinn 29.apríl
Nú var haldið Erasmus Partý á Times Caffee. Fullt af Erasmus mættu á svæðið og eftir partyið gerðum við það sem Erasmus eru frægir fyrir hérna. Eða að birta aðeins upp á næturlífið hérna og við getum með sanni sagt að við máluðum bæinn rauðann!
Laugardagurinn 30.apríl
Finnsku píurnar Heiný og Lísa héldu party vegna einhverrar hefðar í Finnlandi. Við mættum sjálfsögðu öll á svæðið. Þetta er orðin svakalega stór hópur sem er alltaf saman. Fyrir áramótun þá skiptist þetta meira í minni hópa en núna þá skiptir eiginlega ekki málið hvað við gerum við erum alltaf um 30.manns.
Sunnudagurinn 1.maí
Já, allir fóru heim að sofa og svo hittumst við á ströndinni um 1 leytið. Nema krakkarnir frá Portúgal, veit ekki hvernig þeim tókst það en þeir komu þegar við vorum að fara heim eða um 5 leytið. Það tekur bara 20 mín að fara með lestinni en þeim tókst að vera í 2 tíma....þeir eru verri en ég í að ferðast með þessum lestum! Og kannski voru þeir eitthvað dasaðir eftir helgina!
Mánudagurinn 2.maí
Það hringdi í mig leikstjóri og bauð mér að koma á æfingu hjá þeim. Þeir eru að setja upp leikrit sem heitir ,,Ég heiti Ísbjörg”. Þetta átti bara að vera stuttheimsókn að minni hálfu en ekki að hans. Ég fékk að fara heim eftir 5 klukkutíma. Hann bauð mér að koma aftur í vikunni og svo bauð hann mér líka á frumsýninguna hjá þeim! Held að ég láti frumsýninguna nægja! Svona er að vera Íslendingur í Genova!
Farið vel með ykkur, ég hlakka til að koma heim sjá ykkur, sakna ykkar geðveikt! Koss og knús frá ítalíunni!
Þriðjudagurinn 26.apríl
Ég hef ekki séð einn skóla hérna fyrir utan minn eigin. En ég ákvað að fara að heimsækja einn, bara svona til að sjá hvernig þetta er hérna! Til þess að finna einn slíkan þá fékk ég Fabrizo með mér í lið. Jú, við fórum og heimsóttum mömmu hans.
Hvað er málið. Þegar ég kom að byggingunni þá spurði ég hann hvort þetta væri virkilega skóli. Þetta líktist frekar fangelsi en skóla nema að það vantaði girðinguna. Við gengum í gengum lóðina sem var hreint út sagt viðbjóður og annað eins tók á móti okkur þegar við komum inn. Á skólalóðinni eru enginn leiktæki. Það er ekki tilgangur í því vegna þess að börnin mega ekki fara út úr skólanum. Engar frímínútur enginn pása ekki neitt! En svo fékk ég áfall þegar ég kom inn í kennslustofuna Í fyrsta lagi þá stóðu öll börnin upp þegar ég kom inn og buðu mér góðan daginn. Í öðru lagi vegna þess að veggirnir voru ekki með neinu skrauti né verkefnum eftir börnin. Versta við veggina var að þeir voru ekki einu sinni hvítir...gul..eitthvað, og það vantaði málingu sumstaðar! Og í þriðja lagi þá var kennslan fyrir neðan allar hellur, ég átti ekki til orð yfir því að börnin fengu ekki að tala þegar þau vildu og loksins þegar litlu skinnin fengu að tjá sig þá hló kennarinn af þeim! Uffff...gott að ég bý á íslandi!
Miðvikudagurinn 27.apríl
Foreldrar hans Fredriks voru hérna. Og við stelpurnar heimtuðum að þau myndu nú elda eitthvað holt og gott fyrir okkur. Og, jú jú! Pabbi hans er alveg svaka kokkur! Við fengum laxasúpu...eða lax með smá súpu! Mjög gott, æðislegt að fá eitthvað annað en pizzu og pasta, góð tilbreyting!
Fimmtudagurinn 28.apríl
Við fóru í ferð með háskólanum hérna. Öllum Erasmus nemum var boðið út í sveit, í einhvern grasagarð......já, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það var gaman! Einmitt, jafn gaman og það hljómar. En það besta eða á ég að segja það versta vara kórinn sem söng á setningunni. Guð minn góður, ég gat varla verið þarna! Ég átti svo bát með að springa ekki út hlátri....ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins. Meira segja ég hefði geta gert betur og þá er nú mikið sagt! Jà, vid vorum ad sjàlfsogdu myndarlegasti hopurinn a svaedinu svo bladamadurinn smellti mynd af okkur og setti i dagbladid herna....và hòvaerin ad segja til sin aftur!
En þegar ég kom heim þá voru sambýlingarnir að elda mat. Eftir smá tíma byrjaði fólk að streyma inn og undir lokinn þá var þetta bara orðið ágætis partý. Við matarborðið drittuðu þau á mig alls konar spurningum um land og þjóð. Ég gat varla boðað því ég var alltaf að svara einhverjum bull spurningum....halda þau í alvörunni að við búum í snjóhúsum og að við séum með mörgæsir í garðinum, séum ekki með umferðarljós og að við getum tekið lest hingað! Hvað er málið! Eru snjóhús með garð...nei, bara að spá!
Föstudagurinn 29.apríl
Nú var haldið Erasmus Partý á Times Caffee. Fullt af Erasmus mættu á svæðið og eftir partyið gerðum við það sem Erasmus eru frægir fyrir hérna. Eða að birta aðeins upp á næturlífið hérna og við getum með sanni sagt að við máluðum bæinn rauðann!
Laugardagurinn 30.apríl
Finnsku píurnar Heiný og Lísa héldu party vegna einhverrar hefðar í Finnlandi. Við mættum sjálfsögðu öll á svæðið. Þetta er orðin svakalega stór hópur sem er alltaf saman. Fyrir áramótun þá skiptist þetta meira í minni hópa en núna þá skiptir eiginlega ekki málið hvað við gerum við erum alltaf um 30.manns.
Sunnudagurinn 1.maí
Já, allir fóru heim að sofa og svo hittumst við á ströndinni um 1 leytið. Nema krakkarnir frá Portúgal, veit ekki hvernig þeim tókst það en þeir komu þegar við vorum að fara heim eða um 5 leytið. Það tekur bara 20 mín að fara með lestinni en þeim tókst að vera í 2 tíma....þeir eru verri en ég í að ferðast með þessum lestum! Og kannski voru þeir eitthvað dasaðir eftir helgina!
Mánudagurinn 2.maí
Það hringdi í mig leikstjóri og bauð mér að koma á æfingu hjá þeim. Þeir eru að setja upp leikrit sem heitir ,,Ég heiti Ísbjörg”. Þetta átti bara að vera stuttheimsókn að minni hálfu en ekki að hans. Ég fékk að fara heim eftir 5 klukkutíma. Hann bauð mér að koma aftur í vikunni og svo bauð hann mér líka á frumsýninguna hjá þeim! Held að ég láti frumsýninguna nægja! Svona er að vera Íslendingur í Genova!
Farið vel með ykkur, ég hlakka til að koma heim sjá ykkur, sakna ykkar geðveikt! Koss og knús frá ítalíunni!
<< Home