föstudagur, maí 13, 2005

Ég er alveg að koma heim!

Sunnudagurinn 8.maí
Fór á ströndina og svo um kvöldið þurfti ég að vinna upp lestina um helgina og læra svolítið. Læra og læra...frekar leiðinlegt. En til að gera þetta skemmtilegra þá ákváðum við fjórburarnir að læra saman þau eru að vinna að einhverju verkefni sem ég skil ekkert í. Svo þetta var ekki sem verst....ég var samt alltaf að trufla þau. Þessi dyslexia er mjög pirrandi en hún getur samt verið mjög fyndin.

Mánudagurinn 9.maí
Ég var ekki alveg nógu dugleg svo ég fór í skólann og lagði lokahönd á ritgerðirnar mínar. Svo ufff...núna er þetta búið. Svo ég þarf bara að mæta nokkra tíma en enginn heimalærdómur...ekki að hann hafi verið mikill.

Þriðjudagurinn 10.maí
Mér var boðið á blaðamannafund í leikhúsi hérna í gamlabænum hjá honum Sergio nýja besta Íslandsvini mínum. Það var mjög fínt, hitti þar 3 íslendinga. Eftir fundinn fórum við á veitingarhús og fengum alveg dýrindis mat! Eða ekki! En nóg um það! Við borðið þá voru öll tungumálin mín komin í rugl....íslenska, ítalska og enska! Uff....aðeins of mikið fyrir mig! Eftir matinn sem einungis tók 3 tíma ákvað ég að taka það að mér að vera leiðsögumaður þeirra hérna í bænum.

Miðvikudagurinn 11.maí
Fór á frumsýningu á leikritinu ,, Mi ciamo Isbjörg, sono leone”. Mjög fínt hjá þeim, fullt af nekt og alls konar vitleysu. Mikið rosalega er gott að hitta íslendinga. Ég áttaði mig á því að ég hlakka hrikalega til að koma heim og ég sakna ykkar ekkert smá mikið.


Fimmtudagurinn 12.maí
Maríanna skvís átti afmæli. Vonandi áttir þú góðan dag gullið mitt þrátt fyrir að þú svaraðir ekki sms-inu frá mér.

Ég fór hinsvegar að fagna ritgerðarskilum og fór frá Genova. Ekki langt frá samt sem áður...ég tók samt lest sem tók 2 tíma að fara 80 km. Hefði örugglega verið fljótari á hjóli.

Föstudagurinn 13.maí
Núna er ég að hlusta á Sálmar með Ellen Kristjánsdóttir og ég er með kveikt á kerti og mynd af mömmu hérna hjá mér. Í dag hefði hún ástkæra mamma mín átt afmæli. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja! Nema að ég sakna hennar endalaust mikið og ég vona að hún viti það. Verið góð við foreldra ykkar. Mamma, til hamingju með daginn!

Ástar og saknaðarkveðja