sunnudagur, maí 22, 2005

Bitin í tætlur!

Laugardagurinn 21.maí
Núna er endalaust mikið af pöddum hérna og þær eru að gera mig brjálaða. Ég veit ekki af hverju en ég er skíthrædd við þennan viðbjóð. Bestu vinir mínir þessa dagana eru helv... moskido! Þeim finnst blóðið mitt rosalega gott og það sérstaklega í andlitinu. Ég er núna með 4 bit svo ef þið sjáið eitthvað skrímsli með brún augu sem þið kannist við þá er það ég falin undir bólgu bitanna.

Hey, hvaða mórall er það að ítalía er ekki með í eurovision. Þeir sýndu það ekki einu sinni í sjónvarpinu. Okkur datt í hug að hafa okkar eigin keppni þar sem við getum örugglega fundið einn frá hverju landi. En þá vissi ég að Ísland myndi tapa svo ég var fljót að þagga niður þessa hugmynd! Hvernig fór eurovision?

Sunnudagurinn 22.maí
Hey, i morgun þegar ég fór á fætur mætti ég ungri sætri stelpu í íbúðinni. Svo Ale var ekki einn í nótt. Ha ha ha! Núna sitja þau hérna í eldhúsinu hjá mér og eru að fá sér að borða og þetta er allt saman frekar vandræðalegt. Nú var hann að ákveða að þau eru að koma með mér á fótboltaleik sem byrjar eftir klukkutíma. Greyið stelpan fær ekki að segja neitt um það! Þessir ítölsku menn!

Sjáumst eftir 5 daga!