Útkall afturkallað!
Útkall!
Tvær ungar stúlkur hurfu á aðfaranótt laugardags! Önnur er ekki há í vexti og með ljóst hár og skærblá augu....mjög eftirsótt útlit hérna á Ítalíunni. Hin er örlítið hærri en sú stutta. Hún er hinsvegar með brún augu, dökkan hörund og dökkt hár...svo það getur verið erfitt að finna hana inn á milli ítalanna. Ferða plan ungu stúlknanna var eitthvað á þessa leið. Fara til Milano og svo að elta sólina. Eins og þið heyrið þá eru þetta stelpur sem eru með allt á hreinu...eða ekki alveg. En ekkert hefur heyrst frá þeim frá því á föstudagskvöld en einhver málrómur er um að þær séu komnar til Genova. Og að ljóskan hafi flúið land og sé komin til London....það er nú meira flakkið á þessum píum.
Nei, þið þurfið ekki að leita lengur. Við erum fundnar! Mig langar til að biðja þá sem voru að leita að mér um helgina innilegar afsökunar. Það var ekki ætlunin að hræða einn eða neinn. Ég týndi símanum mínum og hugsaði ekki út í að láta neinn vita! En ég verð með sama símanúmer á morgun!
Miðvikudagurinn 6.apríl
Strandarpartý! Við erum alltaf með mat á miðvikudögum og svo förum við út að skemmta okkur. En að þessu sinni þá var planinu breytt og við fengum okkur pízzu sem nóta bene var á stærð við heilan fótbolta völl. Eftir allt átið var svo farið niður á strönd. Mjög næs! Ég og Dóra fundum fyrir okkar fyrsta elli merki. Við vorum á leiðinni á skemmtistað þegar við ákváðum að snúa við og fara heim! Úfff...hvað er það!
Fimmtudagurinn 7.apríl
Dagurinn var tekin frekar snemma sökum þess að við þurftum ekki að sofa út! Já, ferðinni var heitið til Milano. Það rigndi endalaust og Dóra greiðið var bara með einhverja London pæjuskó með sér! En hún lét það nú ekki á sig fá og við þræddum hverja búðina á fætur annarri og fundum ekki neitt! Biddu...er þetta ekki einhver tískuborg!
Föstudagurinn 8.apríl
Eltum sólina planið var ekki að virka þar sem það var rigning allsstaðar. Svo við völdum okkur tvo staði og köstuðum uppá hvert við færum næst. Það var Bologna! Þar lentum við í fullt af ævintýrum t.d varð ljóskan fyrir kynferðislegri áreitni í lestinni, týndum síma og þar að leiðandi okkur sjálfu, fengum ,,góða nótt miða og hringingu á herbergið okkar og svo mætti lengi telja.
Laugardagurinn 9.apríl
Við tókum miðbæ Bologna í naflaskoðun! En þó aðalega fólkið sem var á torginu í miðbænum. Okkur leiddist ekki að sitja þarna, drekka bjór og dissa fólkið í kringum okkur. Oj, hvað við erum vondar!
Já, við erum vondar. Það kom til okkar lítil stelpa, hún var að betla peninga. Og víst við vildum ekki gefa henni neitt þá tók hún sig til og stal vaseline dósinni hennar Dóru! Oj, perri, ekki stelpan samt hún veit ekkert hvað þetta er! En guð hvað ég sá eftir því að hafa ekki gefið þessari stelpu pening, hún var algjör snillingur. Valhoppaði þarna út um allt, var með nefið ofan í öllu sem fólk var með, hoppandi yfir fólk sem lá á stéttinni, stal blöðru og var hreint út sagt mjög pirrandi en snilldar krakki.
Nei, þið þurfið ekki að leita lengur. Við erum fundnar! Mig langar til að biðja þá sem voru að leita að mér um helgina innilegar afsökunar. Það var ekki ætlunin að hræða einn eða neinn. Ég týndi símanum mínum og hugsaði ekki út í að láta neinn vita! En ég verð með sama símanúmer á morgun!
Miðvikudagurinn 6.apríl
Strandarpartý! Við erum alltaf með mat á miðvikudögum og svo förum við út að skemmta okkur. En að þessu sinni þá var planinu breytt og við fengum okkur pízzu sem nóta bene var á stærð við heilan fótbolta völl. Eftir allt átið var svo farið niður á strönd. Mjög næs! Ég og Dóra fundum fyrir okkar fyrsta elli merki. Við vorum á leiðinni á skemmtistað þegar við ákváðum að snúa við og fara heim! Úfff...hvað er það!
Fimmtudagurinn 7.apríl
Dagurinn var tekin frekar snemma sökum þess að við þurftum ekki að sofa út! Já, ferðinni var heitið til Milano. Það rigndi endalaust og Dóra greiðið var bara með einhverja London pæjuskó með sér! En hún lét það nú ekki á sig fá og við þræddum hverja búðina á fætur annarri og fundum ekki neitt! Biddu...er þetta ekki einhver tískuborg!
Föstudagurinn 8.apríl
Eltum sólina planið var ekki að virka þar sem það var rigning allsstaðar. Svo við völdum okkur tvo staði og köstuðum uppá hvert við færum næst. Það var Bologna! Þar lentum við í fullt af ævintýrum t.d varð ljóskan fyrir kynferðislegri áreitni í lestinni, týndum síma og þar að leiðandi okkur sjálfu, fengum ,,góða nótt miða og hringingu á herbergið okkar og svo mætti lengi telja.
Laugardagurinn 9.apríl
Við tókum miðbæ Bologna í naflaskoðun! En þó aðalega fólkið sem var á torginu í miðbænum. Okkur leiddist ekki að sitja þarna, drekka bjór og dissa fólkið í kringum okkur. Oj, hvað við erum vondar!
Já, við erum vondar. Það kom til okkar lítil stelpa, hún var að betla peninga. Og víst við vildum ekki gefa henni neitt þá tók hún sig til og stal vaseline dósinni hennar Dóru! Oj, perri, ekki stelpan samt hún veit ekkert hvað þetta er! En guð hvað ég sá eftir því að hafa ekki gefið þessari stelpu pening, hún var algjör snillingur. Valhoppaði þarna út um allt, var með nefið ofan í öllu sem fólk var með, hoppandi yfir fólk sem lá á stéttinni, stal blöðru og var hreint út sagt mjög pirrandi en snilldar krakki.
Sunnudagurinn 10.apríl
Eins og það er nú gaman að ferðast þá er alltaf jafn gott að komast heim. En þá var farið að versla aðeins meira af því að við höfðum gert svo lítið af því í ferðinni. En loksins fundum við eitthvað. Ég keypti mér nýtt peninga veski því ég trúi því að ógæfan búi í því gamla og Dóra fann sér skóg og tösku.
Fórum svo út að borða á kínaverskan um kvöldið. Vá...ef það er til eitthvað sem er fyndið þá er það kínverji að tala Ítölsku! Maður skilur ekki neitt og vonast bara til að fá eitthvað að éta!
Mánudagurinn 11.apríl
Maður er víst hérna til að vera í skóla, ekki bara til að ferðast. Svo það var komin tími til að taka smá skorpu í lærdómnum áður en næstu gestir koma. Og nú ætla ég meira að segja að fara að læra því ég er búin að taka til, þrífa, skrifa mail og skrifa blogg og hef ekki fleiri afsakanir til að halda mér frá lærdóm.
Hafið það gott elskurnar mínar, ég er búin að finna sjálfan mig svo ekki hafa áhyggjur. Lofa að gera þetta ekki aftur, enda hef ég ekkert til að týna lengur! Ástarkveðjur frá Ítalíunni
<< Home