mánudagur, apríl 25, 2005

Smá fréttir af skátanum!

Föstudagurinn 22.apríl
Dagurinn var tekin frekar snemma vegna þess að ég þurfti að ná strætó á réttum tíma svo ég myndi nú ná lestinni sem ég var að fara í. Ég veit ekki hvernig ég fór að því ég vaknaði frekar gáfuð þennan morguninn. Ég ákvað að prufa að fara á lestarstöðin sem er 5 mín frá húsinu mínu og taka lest á hina lestarstöðina. Þetta tók aðeins 15 mín allt í allt í staðin fyrir að fá næstum taugaráfall í 35 mín strætóferð eins og vanalega. Gott að maður uppgötvi hlutina svona seint....betra er seint en aldrei!

Ferðinni var heitið til Siena. Sem er frekar lítil borg milli Flórenz og Písa að mér skilst! Við fórum í skoðanaferð um bæinn. Það er merkilegt hvað það er mikið að kirkjum í þessu landi. Nú er ég búin að sjá svo margar kirkjur að þetta er allt komið í einn hrærigraut í hausnum á mér. Man ekkert hver var sú fallegast en sú ljótast ef svo má segja um guðshús er án efa í Siena! Amen...!

Laugardagurinn 23.apríl
Ræs....klukkan 9! Síminn hringdi ,,Boun giorno” frá lobbyinu og svo skellt á. Hvað var þetta? Það hefur örugglega einhver fyndin beðið um að láta vekja sig og sagt herbergisnúmerið okkar! Hahha....muna þetta næst! En þá var farið í smá veslerí og seinni partinn í vínsmökkun. Við fórum á vínekru einhverstaðar lengst út í sveit. Fengum að útskýringu á því hvernig vín er búið til frá A-Ö! Svo var farið í vínkjallarann og þar á eftir fórum við í vínsmökkun. Þar sem ég er bara lærlingur í þessum málum þá fannst mér flest öll vínin bara vond nema það síðasta...eflaust vegna áhrifa hinna! Hehe....en þetta var mjög gaman!

Það er komin einn Dani í hópinn. Og ég ætli nú aldeilis að spreyta mig í dönskunni þegar ég sendi henni sms. Ætlunin var að spyrja hana hvort hún væri farin heim að sofa. En mér tókst ekki betur en svo að hitta á setningu sem þau nota til að spyrja hvort þú sért farin heim að njóta ástar! Gott að ég fór ekki sem Erasmus til Danmerkur!

Sunnudagurinn 24.apríl
Bíða og bíða og bíða og bíða....vá, ef það er eitthvað sem litla ofvirka skátastelpan þolir ekki er bið! Bíða eftir strætó, bíða eftir lest, bíða eftir hópnum.....! En við fórum og skoðuðum bæ sem var með fullt af einhverjum turnum, túristum og mjög skrýtnum skátum.

Í dag átti Sísí svísí afmæli og hún varð hvorki meira né minna en 24 ára! Hún er elst í vínkonu hópnum svo ég ætla ekki að gera mikið grín af henni því ég fæ það eflaust í hausinn seinna. En hún verður samt alltaf elst! Hihi!!! Til hamingu með afmælið elskan mín.

Mánudagurinn 25.apríl
Hún Sísí er samt ekki eini ellismellurinn sem ég þekki. Hermann bróðir minn á afmæli í dag. Hann er líka 24 ára. Kannski geta þau fengið hóp afslátt þegar þau sækja um á Grund! Hemmi til hamingju með afmælið, njóttu dagsins og gerðu eitthvað skemmtilegt! Þið Sísí getið kannski farið saman í skoðanaferð á Hrafnistu og Grund til að sjá hvernig þetta er!
Og, já Hemmi! Hérna eru allir að fagna afmælinu þínu! Mikil hátíð í gangi, því það er 25 ára eitthvað...út af seinni heimstyrjöldinni! Skildi ekki alveg hvað sambýlingurinn minn var að segja áðan!

Ok, nóg af bulli í bili! Hafið það gott og farið vel með ykkur dúllurnar mínar! Ástar og saknaðarkveðja frá Ítalíunni!
Senjorina Sigúrdardottttir