Lán í óláni!
Mánudagurinn 4.apríl
Dóran mín kom í heimsókn. Hún ætlar að vera hjá mér í viku. Við auðvitað skelltum okkur í smá skoðunarferð um bæinn og settumst svo við sjóinn og tókum því rólega. Okkur var svo boðið í mat til Inesar um kvöldið.
Hey, ég gleymi alveg að segja ykkur slæmu fréttirnar. Ég var rænd um helgina....æææ...allt í veskinu! Þá er ekkert annað að gera en að loka öllum kortunum. Demitt...en lán í óláni! Já, það hringdi í mig kona frá Video leigunni sem ég á kort á og hún sagði mér að hitta einhvern mann því hann væri með veskið mitt! Vá...svo það er líka til gott fólk! Ég fór og sótti veskið og fékk eitthvað af dótinu mínu aftur en ekki allt. En ég er samt mjög þakklát þessum heiðarlega manni.
Allt er gott sem endar vel, og núna er Dóra hérna svo hún er bankinn minn eins og er! Og ég myndi segja að það væri bara góður endir...ekki er ég að kvarta!
Þriðjudagurinn 5.apríl
Uff...ég vaknaði aðeins á undan Dóru og fór í skólann til að sýna smá lit þó svo að ég hafi gesti. En ég stoppaði bara stutt, smá ljósrit, ensku tími og kennara tjatt. Eftir hádegi fórum við til Arenzano sem er bær hérna rétt hjá. Hann er alveg við sjóinn og er ekkert smá sætur. Það sem það var yndislegt veður þá vorum við bara í bikíni og höfðum það bara reglulega gott!
Já, maður er víst alveg að falla inn í kennara hópinn. Ekki það að ég hafi lært svo mikið hérna að ég haldi að ég geti útskrifast í vor. Nei, nei...ég er komin með gleraugu. Svo nú er ég komin einu skrefi nær mínu framtíðar djobbi! Já, og nú má heldur ekki gera grín af mér lengur! Löggild afsökun....!
Nú ætlum við að fara að fá okkur eitthvað gott að borða í forrétt og eftirrétturinn verður eflaust eitthvað gott að drekka í gamla bænum.
Hafið það gott, elskurnar mínar! Ciao, mile baci!
Dóran mín kom í heimsókn. Hún ætlar að vera hjá mér í viku. Við auðvitað skelltum okkur í smá skoðunarferð um bæinn og settumst svo við sjóinn og tókum því rólega. Okkur var svo boðið í mat til Inesar um kvöldið.
Hey, ég gleymi alveg að segja ykkur slæmu fréttirnar. Ég var rænd um helgina....æææ...allt í veskinu! Þá er ekkert annað að gera en að loka öllum kortunum. Demitt...en lán í óláni! Já, það hringdi í mig kona frá Video leigunni sem ég á kort á og hún sagði mér að hitta einhvern mann því hann væri með veskið mitt! Vá...svo það er líka til gott fólk! Ég fór og sótti veskið og fékk eitthvað af dótinu mínu aftur en ekki allt. En ég er samt mjög þakklát þessum heiðarlega manni.
Allt er gott sem endar vel, og núna er Dóra hérna svo hún er bankinn minn eins og er! Og ég myndi segja að það væri bara góður endir...ekki er ég að kvarta!
Þriðjudagurinn 5.apríl
Uff...ég vaknaði aðeins á undan Dóru og fór í skólann til að sýna smá lit þó svo að ég hafi gesti. En ég stoppaði bara stutt, smá ljósrit, ensku tími og kennara tjatt. Eftir hádegi fórum við til Arenzano sem er bær hérna rétt hjá. Hann er alveg við sjóinn og er ekkert smá sætur. Það sem það var yndislegt veður þá vorum við bara í bikíni og höfðum það bara reglulega gott!
Já, maður er víst alveg að falla inn í kennara hópinn. Ekki það að ég hafi lært svo mikið hérna að ég haldi að ég geti útskrifast í vor. Nei, nei...ég er komin með gleraugu. Svo nú er ég komin einu skrefi nær mínu framtíðar djobbi! Já, og nú má heldur ekki gera grín af mér lengur! Löggild afsökun....!
Nú ætlum við að fara að fá okkur eitthvað gott að borða í forrétt og eftirrétturinn verður eflaust eitthvað gott að drekka í gamla bænum.
Hafið það gott, elskurnar mínar! Ciao, mile baci!
<< Home