Endalausar heimsóknir! Ú...ég hlýt að vera skemmtileg!
Ohh...ég er líka svo hógvær!
Þriðjudagurinn 12.apríl
Já, maður er víst hérna til að læra. Ég tók lærdóminn með trompi enda komin með smá samviskubit yfir aðgerðarleysinu. Og aðallega svo ég gæti tekið á móti næstu gestum með góðri samvisku.
Miðvikudagurinn 13.apríl
Já, og víst ég var svo dugleg að læra þá ákvað ég að fara með krökkunum á ströndina eftir skóla. Maður verður að nýta góða veðrið....ekki satt!
Fótbolti, fótbolt fótboli, þetta er eitt af trúarbrögðunum hérna! Nú er maður komin inn í að horfa á boltann, þar að segja að fara á pub og fylgjast með gangi mála. Ekki spyrja mig um reglunar, því ég er ekki alveg orðin nógu góð í þessu...ennþá! Stend mig samt helv...vel, þau eru allaveganna ekki en búin að fatta að ég veit ekkert hvað er í gangi þarna! Góð!!!
Fimmtudagurinn 14.apríl
Ásta og Gilli komu í heimsókn. Ég ætlaði að vera svakalega góð og fara út á völl og taka á móti þeim. En sökum íþróttakvöldsins daginn áður fannst mér bara rosalega gott að sofa og ég vaknaði þegar Gilli hringdi og sagðist vera á leiðinni í Taxa. Æ...æ..ekki alveg nógu gott! En við fórum í sýningartúr um Genova, ég þvældi þeim út um allt og að lokum þá voru þau orðin svo rugluð að þau vissu ekki hvort þau voru að koma eða fara!
Föstudagurinn 15.apríl
Við ætluðum okkur að taka lest til Pisa um 11 leytið. En einhver skrúðganga stal athyglinni okkar og við misstum af lestinni. En ég er bara orðin vön því og því segi ég núna að ég ætli að reyna að ná lest klukkan eitthvað ekki ég ætla! Ég veit ekki alveg af hverju þessi skrúðganga var, en það voru bara menn í verkamannagöllum í henni. Ég held að þetta hafi verið karlrembuganga...svona eins og rauðsokkurnar í gamla daga.
Laugardagurinn 16.apríl
Genova ákvað að láta rigna svo lítið á okkur eða ég meina dálítið mikið. Bóbóarnir höfðu frekar átt að vera að selja armakúta heldur en þessar regnhlífar.
Alltaf í boltanum....við komum heim frá Pisa og fórum beint á fótboltaleik. Greyið leikmennirnir frá Palermo voru í bleikum búningum. Þó svo að bleikt sé í tísku þá er það ekki ávísun á velgengni. Hvað voru þeir að spá! Við vorum alveg að verða að íspinnum og ég vildi ekki senda gestina mína veika heim svo við ákváðum að fara 5mín fyrir leikslok. En bammmmm....boltinn í netið! Eru þið ekki að grínast á síðustu mín var skorað og við fyrir utan! Hvað vorum við það spá! En auðvitað var það Samptoria sem vann!
Sunnudagurinn 17.apríl
Við vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera af okkur svona framan af degi. Svo ákveðið var að fara niður á höfn á uppáhalds kaffihúsið mitt, spila aðeins og drekka bjór! Gilla til mikilla ánægju! Um kvöldið fórum við svo á nýjan kínastað. Hann var mjög fínn, en það var samt rosalega skrýtið að allt sem við pöntuðum smakkaðist eins. Hummm....ætli þau hafi verið að klára sósu sem var á síðast söludegi. Mjög spes! Ég treysti aldrei þessum stöðum en ég fer alltaf aftur!
Mánudagurinn 18.apríl
Maður fer ekki til útlanda án þess að versla. Svo við gengum um allt og versluðum alveg heilan helling! Verslunarferðin endaði svo á rosalega fínum veitingarstað. Þar var Gilla alveg nóg boðið og ég get sagt ykkur það að Ítalir eru ekki í uppáhaldi hjá honum. Þjónustan í þessu landi er ekki upp á marga fiska en þetta venst nú samt ótrúlega vel! Við pöntuðum matinn okkar og fengum í fyrsta lagi ekki það sem við pöntuðum. Meðlætið kom langt á eftir og kartöflurnar hafa örugglega farið á eitthvað flakk því við vorum næstum búin að borða þegar þær komu. Mér og Ástu fannst þetta náttúrulega endalaust fyndið en Gilli skildi ekki alveg hvað af þessu gat verið fyndið. Hahahha....góða þjónustan!
Þriðjudagurinn 19.apríl
Já, það er víst ekki hægt að hafa gestina endalaust. Svo ég fylgdi þeim út á völl og sendi þau heim. Það var ekkert hrikalega auðvelt! Ég held ég hafi þurft að þerra tárin alla leiðina heim....snuff, snuff!
Ég sakna ykkar rosalega mikið og hlakka til að koma heim og sjá ykkur. Farið varlega og hugsið vel um ykkur.
Þriðjudagurinn 12.apríl
Já, maður er víst hérna til að læra. Ég tók lærdóminn með trompi enda komin með smá samviskubit yfir aðgerðarleysinu. Og aðallega svo ég gæti tekið á móti næstu gestum með góðri samvisku.
Miðvikudagurinn 13.apríl
Já, og víst ég var svo dugleg að læra þá ákvað ég að fara með krökkunum á ströndina eftir skóla. Maður verður að nýta góða veðrið....ekki satt!
Fótbolti, fótbolt fótboli, þetta er eitt af trúarbrögðunum hérna! Nú er maður komin inn í að horfa á boltann, þar að segja að fara á pub og fylgjast með gangi mála. Ekki spyrja mig um reglunar, því ég er ekki alveg orðin nógu góð í þessu...ennþá! Stend mig samt helv...vel, þau eru allaveganna ekki en búin að fatta að ég veit ekkert hvað er í gangi þarna! Góð!!!
Fimmtudagurinn 14.apríl
Ásta og Gilli komu í heimsókn. Ég ætlaði að vera svakalega góð og fara út á völl og taka á móti þeim. En sökum íþróttakvöldsins daginn áður fannst mér bara rosalega gott að sofa og ég vaknaði þegar Gilli hringdi og sagðist vera á leiðinni í Taxa. Æ...æ..ekki alveg nógu gott! En við fórum í sýningartúr um Genova, ég þvældi þeim út um allt og að lokum þá voru þau orðin svo rugluð að þau vissu ekki hvort þau voru að koma eða fara!
Föstudagurinn 15.apríl
Við ætluðum okkur að taka lest til Pisa um 11 leytið. En einhver skrúðganga stal athyglinni okkar og við misstum af lestinni. En ég er bara orðin vön því og því segi ég núna að ég ætli að reyna að ná lest klukkan eitthvað ekki ég ætla! Ég veit ekki alveg af hverju þessi skrúðganga var, en það voru bara menn í verkamannagöllum í henni. Ég held að þetta hafi verið karlrembuganga...svona eins og rauðsokkurnar í gamla daga.
Laugardagurinn 16.apríl
Genova ákvað að láta rigna svo lítið á okkur eða ég meina dálítið mikið. Bóbóarnir höfðu frekar átt að vera að selja armakúta heldur en þessar regnhlífar.
Alltaf í boltanum....við komum heim frá Pisa og fórum beint á fótboltaleik. Greyið leikmennirnir frá Palermo voru í bleikum búningum. Þó svo að bleikt sé í tísku þá er það ekki ávísun á velgengni. Hvað voru þeir að spá! Við vorum alveg að verða að íspinnum og ég vildi ekki senda gestina mína veika heim svo við ákváðum að fara 5mín fyrir leikslok. En bammmmm....boltinn í netið! Eru þið ekki að grínast á síðustu mín var skorað og við fyrir utan! Hvað vorum við það spá! En auðvitað var það Samptoria sem vann!
Sunnudagurinn 17.apríl
Við vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera af okkur svona framan af degi. Svo ákveðið var að fara niður á höfn á uppáhalds kaffihúsið mitt, spila aðeins og drekka bjór! Gilla til mikilla ánægju! Um kvöldið fórum við svo á nýjan kínastað. Hann var mjög fínn, en það var samt rosalega skrýtið að allt sem við pöntuðum smakkaðist eins. Hummm....ætli þau hafi verið að klára sósu sem var á síðast söludegi. Mjög spes! Ég treysti aldrei þessum stöðum en ég fer alltaf aftur!
Mánudagurinn 18.apríl
Maður fer ekki til útlanda án þess að versla. Svo við gengum um allt og versluðum alveg heilan helling! Verslunarferðin endaði svo á rosalega fínum veitingarstað. Þar var Gilla alveg nóg boðið og ég get sagt ykkur það að Ítalir eru ekki í uppáhaldi hjá honum. Þjónustan í þessu landi er ekki upp á marga fiska en þetta venst nú samt ótrúlega vel! Við pöntuðum matinn okkar og fengum í fyrsta lagi ekki það sem við pöntuðum. Meðlætið kom langt á eftir og kartöflurnar hafa örugglega farið á eitthvað flakk því við vorum næstum búin að borða þegar þær komu. Mér og Ástu fannst þetta náttúrulega endalaust fyndið en Gilli skildi ekki alveg hvað af þessu gat verið fyndið. Hahahha....góða þjónustan!
Þriðjudagurinn 19.apríl
Já, það er víst ekki hægt að hafa gestina endalaust. Svo ég fylgdi þeim út á völl og sendi þau heim. Það var ekkert hrikalega auðvelt! Ég held ég hafi þurft að þerra tárin alla leiðina heim....snuff, snuff!
Ég sakna ykkar rosalega mikið og hlakka til að koma heim og sjá ykkur. Farið varlega og hugsið vel um ykkur.
<< Home