sunnudagur, apríl 03, 2005

Allt í plati 1.apríl!

Föstudagurinn 1.apríl
Ég reyni eins og ég gat að láta einhvern hlaupa 1.apríl. um kvöldmatarleitið tókst mér loksins að gabba hana Inesi! Venjulega þegar ég kem til hennar þá hringi ég eins hringingu í símann hennar og hún kemur niður og opnar fyrir mér. En að þessu sinni hringdi ég 10mín áður og hún auðvitað hljóp niður og opnaði. Hahah!! Hún var ekki mjög ánægð þegar ég loksins kom. Prufið að grínast í Þjóðverjum það er hrikalega gaman!

Laugardagurinn 2.apríl
Um 22 þá byrjuðu allar kirkju klukkur á Ítalíu að hringja. Páfinn okkar ákvað yfirgefa þennan heim. Ef það er einhver sem fer til himna þá er það hann. Annað væri nú ósanngjarnt! Blessuð sé minning hans!

Þrátt fyrir sorgar fréttir ákváðum að skella okkur í billjard! Vá...er til eitthvað sport sem ég er góð í! Ég tók það að mér að tapa þetta kvöldið og ég er rosalega góð í því. Einhver verður að tapa!

Sunnudagurinn 3.apríl
Mér er óhætt að segja að sumarið er komið! Við fórum á ströndina og það var meira segja svo heitt að við skelltum okkur í sjóinn. Enn....úúú...þá var ekki heitt lengur! Læt það bíða þangað til í maí!

Hafið það sem allra best! Sakna ykkar rosalega mikið. Koss og knús!