mánudagur, apríl 25, 2005

Smá fréttir af skátanum!

Föstudagurinn 22.apríl
Dagurinn var tekin frekar snemma vegna þess að ég þurfti að ná strætó á réttum tíma svo ég myndi nú ná lestinni sem ég var að fara í. Ég veit ekki hvernig ég fór að því ég vaknaði frekar gáfuð þennan morguninn. Ég ákvað að prufa að fara á lestarstöðin sem er 5 mín frá húsinu mínu og taka lest á hina lestarstöðina. Þetta tók aðeins 15 mín allt í allt í staðin fyrir að fá næstum taugaráfall í 35 mín strætóferð eins og vanalega. Gott að maður uppgötvi hlutina svona seint....betra er seint en aldrei!

Ferðinni var heitið til Siena. Sem er frekar lítil borg milli Flórenz og Písa að mér skilst! Við fórum í skoðanaferð um bæinn. Það er merkilegt hvað það er mikið að kirkjum í þessu landi. Nú er ég búin að sjá svo margar kirkjur að þetta er allt komið í einn hrærigraut í hausnum á mér. Man ekkert hver var sú fallegast en sú ljótast ef svo má segja um guðshús er án efa í Siena! Amen...!

Laugardagurinn 23.apríl
Ræs....klukkan 9! Síminn hringdi ,,Boun giorno” frá lobbyinu og svo skellt á. Hvað var þetta? Það hefur örugglega einhver fyndin beðið um að láta vekja sig og sagt herbergisnúmerið okkar! Hahha....muna þetta næst! En þá var farið í smá veslerí og seinni partinn í vínsmökkun. Við fórum á vínekru einhverstaðar lengst út í sveit. Fengum að útskýringu á því hvernig vín er búið til frá A-Ö! Svo var farið í vínkjallarann og þar á eftir fórum við í vínsmökkun. Þar sem ég er bara lærlingur í þessum málum þá fannst mér flest öll vínin bara vond nema það síðasta...eflaust vegna áhrifa hinna! Hehe....en þetta var mjög gaman!

Það er komin einn Dani í hópinn. Og ég ætli nú aldeilis að spreyta mig í dönskunni þegar ég sendi henni sms. Ætlunin var að spyrja hana hvort hún væri farin heim að sofa. En mér tókst ekki betur en svo að hitta á setningu sem þau nota til að spyrja hvort þú sért farin heim að njóta ástar! Gott að ég fór ekki sem Erasmus til Danmerkur!

Sunnudagurinn 24.apríl
Bíða og bíða og bíða og bíða....vá, ef það er eitthvað sem litla ofvirka skátastelpan þolir ekki er bið! Bíða eftir strætó, bíða eftir lest, bíða eftir hópnum.....! En við fórum og skoðuðum bæ sem var með fullt af einhverjum turnum, túristum og mjög skrýtnum skátum.

Í dag átti Sísí svísí afmæli og hún varð hvorki meira né minna en 24 ára! Hún er elst í vínkonu hópnum svo ég ætla ekki að gera mikið grín af henni því ég fæ það eflaust í hausinn seinna. En hún verður samt alltaf elst! Hihi!!! Til hamingu með afmælið elskan mín.

Mánudagurinn 25.apríl
Hún Sísí er samt ekki eini ellismellurinn sem ég þekki. Hermann bróðir minn á afmæli í dag. Hann er líka 24 ára. Kannski geta þau fengið hóp afslátt þegar þau sækja um á Grund! Hemmi til hamingju með afmælið, njóttu dagsins og gerðu eitthvað skemmtilegt! Þið Sísí getið kannski farið saman í skoðanaferð á Hrafnistu og Grund til að sjá hvernig þetta er!
Og, já Hemmi! Hérna eru allir að fagna afmælinu þínu! Mikil hátíð í gangi, því það er 25 ára eitthvað...út af seinni heimstyrjöldinni! Skildi ekki alveg hvað sambýlingurinn minn var að segja áðan!

Ok, nóg af bulli í bili! Hafið það gott og farið vel með ykkur dúllurnar mínar! Ástar og saknaðarkveðja frá Ítalíunni!
Senjorina Sigúrdardottttir

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gledilegt sumar!

Midvikudagurinn 20.april
Andadist naestum ur leidindum i thessum skola og for svo heim ad laera. En svo kom nyji litli sambylingurinn minn og bjargadi mer fra laerdòm. Hann taladi svo m ikid ad thad var nog fyrir mig af nokka kollinum ymist upp og nidur eda til hlidar til ad halda uppi samraedum. Finn gutti!
Lanid leikur vid mer! Eg var eitthvad upptekin af dvi ad na simanum ur vasanum hja mer thvi eg var ad fa sms. Nema hvad ad eg steik alveg feitt i hundaskit....og thegar eg las sms-id tha var thad ekki merkilegt....thad eins sem stod var... hahaha...! Thad atti vel vid!
Fimmtudagurinn 21.april
Nu er eg i tima hja honum Marko besta vini minum. Hann er alltaf ad koma og klappa mer a hausnum eda struka yfir harid a mer. Frekar skritinn kennari...en madur laetur sig hafa ymislegt fyrir einingarnar! hihi...
Gledilegt sumar elskurnar minar, hafid thad gott. Love and miss you all...mile baci!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Endalausar heimsóknir! Ú...ég hlýt að vera skemmtileg!

Ohh...ég er líka svo hógvær!

Þriðjudagurinn 12.apríl
Já, maður er víst hérna til að læra. Ég tók lærdóminn með trompi enda komin með smá samviskubit yfir aðgerðarleysinu. Og aðallega svo ég gæti tekið á móti næstu gestum með góðri samvisku.

Miðvikudagurinn 13.apríl
Já, og víst ég var svo dugleg að læra þá ákvað ég að fara með krökkunum á ströndina eftir skóla. Maður verður að nýta góða veðrið....ekki satt!

Fótbolti, fótbolt fótboli, þetta er eitt af trúarbrögðunum hérna! Nú er maður komin inn í að horfa á boltann, þar að segja að fara á pub og fylgjast með gangi mála. Ekki spyrja mig um reglunar, því ég er ekki alveg orðin nógu góð í þessu...ennþá! Stend mig samt helv...vel, þau eru allaveganna ekki en búin að fatta að ég veit ekkert hvað er í gangi þarna! Góð!!!

Fimmtudagurinn 14.apríl
Ásta og Gilli komu í heimsókn. Ég ætlaði að vera svakalega góð og fara út á völl og taka á móti þeim. En sökum íþróttakvöldsins daginn áður fannst mér bara rosalega gott að sofa og ég vaknaði þegar Gilli hringdi og sagðist vera á leiðinni í Taxa. Æ...æ..ekki alveg nógu gott! En við fórum í sýningartúr um Genova, ég þvældi þeim út um allt og að lokum þá voru þau orðin svo rugluð að þau vissu ekki hvort þau voru að koma eða fara!

Föstudagurinn 15.apríl
Við ætluðum okkur að taka lest til Pisa um 11 leytið. En einhver skrúðganga stal athyglinni okkar og við misstum af lestinni. En ég er bara orðin vön því og því segi ég núna að ég ætli að reyna að ná lest klukkan eitthvað ekki ég ætla! Ég veit ekki alveg af hverju þessi skrúðganga var, en það voru bara menn í verkamannagöllum í henni. Ég held að þetta hafi verið karlrembuganga...svona eins og rauðsokkurnar í gamla daga.

Laugardagurinn 16.apríl
Genova ákvað að láta rigna svo lítið á okkur eða ég meina dálítið mikið. Bóbóarnir höfðu frekar átt að vera að selja armakúta heldur en þessar regnhlífar.

Alltaf í boltanum....við komum heim frá Pisa og fórum beint á fótboltaleik. Greyið leikmennirnir frá Palermo voru í bleikum búningum. Þó svo að bleikt sé í tísku þá er það ekki ávísun á velgengni. Hvað voru þeir að spá! Við vorum alveg að verða að íspinnum og ég vildi ekki senda gestina mína veika heim svo við ákváðum að fara 5mín fyrir leikslok. En bammmmm....boltinn í netið! Eru þið ekki að grínast á síðustu mín var skorað og við fyrir utan! Hvað vorum við það spá! En auðvitað var það Samptoria sem vann!

Sunnudagurinn 17.apríl
Við vissum eiginlega ekki hvað við áttum að gera af okkur svona framan af degi. Svo ákveðið var að fara niður á höfn á uppáhalds kaffihúsið mitt, spila aðeins og drekka bjór! Gilla til mikilla ánægju! Um kvöldið fórum við svo á nýjan kínastað. Hann var mjög fínn, en það var samt rosalega skrýtið að allt sem við pöntuðum smakkaðist eins. Hummm....ætli þau hafi verið að klára sósu sem var á síðast söludegi. Mjög spes! Ég treysti aldrei þessum stöðum en ég fer alltaf aftur!

Mánudagurinn 18.apríl
Maður fer ekki til útlanda án þess að versla. Svo við gengum um allt og versluðum alveg heilan helling! Verslunarferðin endaði svo á rosalega fínum veitingarstað. Þar var Gilla alveg nóg boðið og ég get sagt ykkur það að Ítalir eru ekki í uppáhaldi hjá honum. Þjónustan í þessu landi er ekki upp á marga fiska en þetta venst nú samt ótrúlega vel! Við pöntuðum matinn okkar og fengum í fyrsta lagi ekki það sem við pöntuðum. Meðlætið kom langt á eftir og kartöflurnar hafa örugglega farið á eitthvað flakk því við vorum næstum búin að borða þegar þær komu. Mér og Ástu fannst þetta náttúrulega endalaust fyndið en Gilli skildi ekki alveg hvað af þessu gat verið fyndið. Hahahha....góða þjónustan!

Þriðjudagurinn 19.apríl
Já, það er víst ekki hægt að hafa gestina endalaust. Svo ég fylgdi þeim út á völl og sendi þau heim. Það var ekkert hrikalega auðvelt! Ég held ég hafi þurft að þerra tárin alla leiðina heim....snuff, snuff!

Ég sakna ykkar rosalega mikið og hlakka til að koma heim og sjá ykkur. Farið varlega og hugsið vel um ykkur.

mánudagur, apríl 11, 2005

Útkall afturkallað!

Útkall!
Tvær ungar stúlkur hurfu á aðfaranótt laugardags! Önnur er ekki há í vexti og með ljóst hár og skærblá augu....mjög eftirsótt útlit hérna á Ítalíunni. Hin er örlítið hærri en sú stutta. Hún er hinsvegar með brún augu, dökkan hörund og dökkt hár...svo það getur verið erfitt að finna hana inn á milli ítalanna. Ferða plan ungu stúlknanna var eitthvað á þessa leið. Fara til Milano og svo að elta sólina. Eins og þið heyrið þá eru þetta stelpur sem eru með allt á hreinu...eða ekki alveg. En ekkert hefur heyrst frá þeim frá því á föstudagskvöld en einhver málrómur er um að þær séu komnar til Genova. Og að ljóskan hafi flúið land og sé komin til London....það er nú meira flakkið á þessum píum.

Nei, þið þurfið ekki að leita lengur. Við erum fundnar! Mig langar til að biðja þá sem voru að leita að mér um helgina innilegar afsökunar. Það var ekki ætlunin að hræða einn eða neinn. Ég týndi símanum mínum og hugsaði ekki út í að láta neinn vita! En ég verð með sama símanúmer á morgun!

Miðvikudagurinn 6.apríl
Strandarpartý! Við erum alltaf með mat á miðvikudögum og svo förum við út að skemmta okkur. En að þessu sinni þá var planinu breytt og við fengum okkur pízzu sem nóta bene var á stærð við heilan fótbolta völl. Eftir allt átið var svo farið niður á strönd. Mjög næs! Ég og Dóra fundum fyrir okkar fyrsta elli merki. Við vorum á leiðinni á skemmtistað þegar við ákváðum að snúa við og fara heim! Úfff...hvað er það!

Fimmtudagurinn 7.apríl
Dagurinn var tekin frekar snemma sökum þess að við þurftum ekki að sofa út! Já, ferðinni var heitið til Milano. Það rigndi endalaust og Dóra greiðið var bara með einhverja London pæjuskó með sér! En hún lét það nú ekki á sig fá og við þræddum hverja búðina á fætur annarri og fundum ekki neitt! Biddu...er þetta ekki einhver tískuborg!

Föstudagurinn 8.apríl
Eltum sólina planið var ekki að virka þar sem það var rigning allsstaðar. Svo við völdum okkur tvo staði og köstuðum uppá hvert við færum næst. Það var Bologna! Þar lentum við í fullt af ævintýrum t.d varð ljóskan fyrir kynferðislegri áreitni í lestinni, týndum síma og þar að leiðandi okkur sjálfu, fengum ,,góða nótt miða og hringingu á herbergið okkar og svo mætti lengi telja.

Laugardagurinn 9.apríl
Við tókum miðbæ Bologna í naflaskoðun! En þó aðalega fólkið sem var á torginu í miðbænum. Okkur leiddist ekki að sitja þarna, drekka bjór og dissa fólkið í kringum okkur. Oj, hvað við erum vondar!

Já, við erum vondar. Það kom til okkar lítil stelpa, hún var að betla peninga. Og víst við vildum ekki gefa henni neitt þá tók hún sig til og stal vaseline dósinni hennar Dóru! Oj, perri, ekki stelpan samt hún veit ekkert hvað þetta er! En guð hvað ég sá eftir því að hafa ekki gefið þessari stelpu pening, hún var algjör snillingur. Valhoppaði þarna út um allt, var með nefið ofan í öllu sem fólk var með, hoppandi yfir fólk sem lá á stéttinni, stal blöðru og var hreint út sagt mjög pirrandi en snilldar krakki.

Sunnudagurinn 10.apríl
Eins og það er nú gaman að ferðast þá er alltaf jafn gott að komast heim. En þá var farið að versla aðeins meira af því að við höfðum gert svo lítið af því í ferðinni. En loksins fundum við eitthvað. Ég keypti mér nýtt peninga veski því ég trúi því að ógæfan búi í því gamla og Dóra fann sér skóg og tösku.

Fórum svo út að borða á kínaverskan um kvöldið. Vá...ef það er til eitthvað sem er fyndið þá er það kínverji að tala Ítölsku! Maður skilur ekki neitt og vonast bara til að fá eitthvað að éta!

Mánudagurinn 11.apríl
Maður er víst hérna til að vera í skóla, ekki bara til að ferðast. Svo það var komin tími til að taka smá skorpu í lærdómnum áður en næstu gestir koma. Og nú ætla ég meira að segja að fara að læra því ég er búin að taka til, þrífa, skrifa mail og skrifa blogg og hef ekki fleiri afsakanir til að halda mér frá lærdóm.

Hafið það gott elskurnar mínar, ég er búin að finna sjálfan mig svo ekki hafa áhyggjur. Lofa að gera þetta ekki aftur, enda hef ég ekkert til að týna lengur! Ástarkveðjur frá Ítalíunni

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Lán í óláni!

Mánudagurinn 4.apríl
Dóran mín kom í heimsókn. Hún ætlar að vera hjá mér í viku. Við auðvitað skelltum okkur í smá skoðunarferð um bæinn og settumst svo við sjóinn og tókum því rólega. Okkur var svo boðið í mat til Inesar um kvöldið.

Hey, ég gleymi alveg að segja ykkur slæmu fréttirnar. Ég var rænd um helgina....æææ...allt í veskinu! Þá er ekkert annað að gera en að loka öllum kortunum. Demitt...en lán í óláni! Já, það hringdi í mig kona frá Video leigunni sem ég á kort á og hún sagði mér að hitta einhvern mann því hann væri með veskið mitt! Vá...svo það er líka til gott fólk! Ég fór og sótti veskið og fékk eitthvað af dótinu mínu aftur en ekki allt. En ég er samt mjög þakklát þessum heiðarlega manni.

Allt er gott sem endar vel, og núna er Dóra hérna svo hún er bankinn minn eins og er! Og ég myndi segja að það væri bara góður endir...ekki er ég að kvarta!

Þriðjudagurinn 5.apríl
Uff...ég vaknaði aðeins á undan Dóru og fór í skólann til að sýna smá lit þó svo að ég hafi gesti. En ég stoppaði bara stutt, smá ljósrit, ensku tími og kennara tjatt. Eftir hádegi fórum við til Arenzano sem er bær hérna rétt hjá. Hann er alveg við sjóinn og er ekkert smá sætur. Það sem það var yndislegt veður þá vorum við bara í bikíni og höfðum það bara reglulega gott!

Já, maður er víst alveg að falla inn í kennara hópinn. Ekki það að ég hafi lært svo mikið hérna að ég haldi að ég geti útskrifast í vor. Nei, nei...ég er komin með gleraugu. Svo nú er ég komin einu skrefi nær mínu framtíðar djobbi! Já, og nú má heldur ekki gera grín af mér lengur! Löggild afsökun....!

Nú ætlum við að fara að fá okkur eitthvað gott að borða í forrétt og eftirrétturinn verður eflaust eitthvað gott að drekka í gamla bænum.

Hafið það gott, elskurnar mínar! Ciao, mile baci!

sunnudagur, apríl 03, 2005

Allt í plati 1.apríl!

Föstudagurinn 1.apríl
Ég reyni eins og ég gat að láta einhvern hlaupa 1.apríl. um kvöldmatarleitið tókst mér loksins að gabba hana Inesi! Venjulega þegar ég kem til hennar þá hringi ég eins hringingu í símann hennar og hún kemur niður og opnar fyrir mér. En að þessu sinni hringdi ég 10mín áður og hún auðvitað hljóp niður og opnaði. Hahah!! Hún var ekki mjög ánægð þegar ég loksins kom. Prufið að grínast í Þjóðverjum það er hrikalega gaman!

Laugardagurinn 2.apríl
Um 22 þá byrjuðu allar kirkju klukkur á Ítalíu að hringja. Páfinn okkar ákvað yfirgefa þennan heim. Ef það er einhver sem fer til himna þá er það hann. Annað væri nú ósanngjarnt! Blessuð sé minning hans!

Þrátt fyrir sorgar fréttir ákváðum að skella okkur í billjard! Vá...er til eitthvað sport sem ég er góð í! Ég tók það að mér að tapa þetta kvöldið og ég er rosalega góð í því. Einhver verður að tapa!

Sunnudagurinn 3.apríl
Mér er óhætt að segja að sumarið er komið! Við fórum á ströndina og það var meira segja svo heitt að við skelltum okkur í sjóinn. Enn....úúú...þá var ekki heitt lengur! Læt það bíða þangað til í maí!

Hafið það sem allra best! Sakna ykkar rosalega mikið. Koss og knús!