fimmtudagur, mars 31, 2005

Vændi, lögreglan og perrar!

Miðvikudagurinn 23.mars
Mín hoppaði upp í strætó 20 mín eftir síðustu skrif. Og ég var svo heppin að strætóinn minn kom strax þannig að ég bjóst við því að ég hefði nú nægan tíma. Gott að vera tímalega! En, nei! Vitlaus strætó....helv...gula apparatið fór um alla borgina. Eftir að hafa litið á klukkuna svona 100 sinnum og 2 mínutum áður en lestin fór þá loksins komst hann á áfanga stað og bílstjórinn öskraði á mig ,,hlauptu”. Næs bílstjóri...bæ tö veijj!

Já, í lestina vorum við komin! Og við vorum svo sniðug að panta okkur sæti að þessu sinni þar sem 10 klukkutímaferðalag er ekki mjög næs á ganginum. En, við vorum svo heppin að vera með viðskiptakonur í klefanum hjá okkur. Uff....tvær mjög huggulegar og mjög fáklæddar konur tóku á móti okkur. Þegar þær áttuðu sig á því að við vorum nú ekki mikið í viðskipta hugleiðingum þá færðu þær sig yfir í næsta klefa! Góð þjónusta um borð í Tren Ítalia!

Fimmtudagurinn 24.mars
Eftir 10 tíma óþægilegt ferðalag lentum við í höfuðstöðvum mafíunnar eða Napoli! Fyrsta manneskjan sem við hittum var gamall karl sem vildi endilega hjálpa okkur. Við vorum búin að heyra að fólk fyrir sunnan væri mjög opið og elskulegt svo við þáðum hjálp gamla mannsins. En rétt áður en við stigum upp í lestina heimtaði hann af okkur peninga. Við erum jú, svo vitlaus að við gáfum honum fullt! Við vorum hösluð einu sinni enn...þeir eru góðir í að hösla túrista þessir ítalir! Þetta er búið að gerast svo oft að ég er næstum orðin vön þessu! Hihi...

Við ætluðum nú ekki að stoppa lengi í mafíósaborginni svo við tókum bát yfir til Ischia. Við stelpurnar erum nú ekki frægar fyrir það að lesa smáaletrið þegar við erum að bóka okkur hótel en á leiðinni í bátnum tókum við upp pappíranna og lásum aðeins! Ú....mjög fallegur bær, ekki langt í ströndina, fullt af stöðum til að skoða og fullt af samkynhneigðu fólki. Hvað ætlað þessi samkynhneigð að elta mig lengi!

Vá.....við vorum lent í hnakka paradís. Golf, Polo, Audi, BMV, Smart....gel í hárinu, strípur, snjáðar gallabuxur, stuttermabolur og risa sólgleraugu og að sjálfsögðu... Fm 957 dúff, dúff, dúff!

Já, við lentum í smá veseni í Ischia! Eins og allt var nú fallegt og skemmtilegt og það voru nú einu sinni páskar og við héldum að allir ættu að vera vinir um pákanna! Nei, nei...ekki löggu maðurinn....hann á örugglega enga vini! Já, við fórum í strætó og þegar við vorum að stimpla miðana okkar komu tveir löggukarlar inn í strætóinn. Við vorum búin að stimpla 2 þegar miðarnir voru rifnir úr hendinni á okkur og okkur hent út. Jeijjj...löggu fæt! Skemmtilegt! Eftir að hafa rifist við lögguna sem gerði ekkert annað en að snúa út úr og vera leiðinleg í um 20 mín þá ákváðum við að fara með henni á löggustöðina. Ekki sjéns að ég ætlaði að borga þessum manni 9000.- fyrir að hafa rifið miðann af mér! Sendið mér reikning takk! Já, við gengum í gengum miðbæ Ischia í lögreglu fylgd, mér fannst þetta mjög gaman og var við það að springa úr hlátri allan tímann, en ég vissi að það myndi þýða ennþá meira vesen svo ég reyndi eins og ég gat að halda kjafti! Maðurinn misskildi eða vildi ekki skilja, allt sem við sögðum! Undir lokin þá var ég orðin ólétt, við öll orðin íslendingar og allt þar frameftir götunum! Hvar fékk hann það í höfuðið að ég væri ólétt! Ég er farin í megrun! En já, fyrir utan löggustöðina þá ákvað hann að vera ekkert að standa í þessu veseni og sagði okkur að drulla okkur burt og muna að stimpla miðana!

Föstudagurinn 25.mars
Við flúðum ekki þessa fallegu eyju þrátt fyrir smá ævintýri. Nú var komin tími til að fara í sjóinn. En þar sem það var skýjað og sjórinn ískaldur ákváðum við að fara á stað þar sem heitt vatn rennur út í sjóinn. Vá...ekkert smá notalegt. Maður liggur í köldum sjónum en undir manni kemur heitt vatn vegna þess að það er gamalt eldfjall þarna við hliðina og vatnið sem kemur úr því er enn sjóðandi heitt.

Lítill hellir er þarna hjá og þar bjó einn mjög subbulegur en æðilegur maður. Eftir einungis 10 mín þá var hann orðin besti vinur okkar. Það sem við vorum á ferðalagi þá gátum við því miður ekki tekið hann með okkur. Snilldar gæi!

Já, það hefur ekki farið framhjá neinum að það eru páskar. Það er búið að vera frábært að sjá hvernig páskahátíðin er hérna. Þau eru öll rosalega trúuð og því er þetta stór hátíð fyrir þeim. Við borðum páska egg, góðan mat og dettum í það. En hérna er þetta rosalega mikilvægt og fólk er frekar að syrgja en að skemmta sér. Við sáum skrúðgöngu þar og þar voru þeir að setja upp dauða Krists! Skrúðgangan fór um allan bæinn og stoppaði hér og af og til og þá var einhver gjörningur í gangi. Þetta var eins og ferðaleikhús! Ekkert smá flott hjá þeim og ég held að allir í bænum hafi tekið þátt í þessi athöfn. Ufff..já...ég sá fallegast mann í heiminum í skrúð göngunni. Hann var því miður að leika Jesú svo ég gat eiginlega ekki stoppað hann og beðið um númerið hans. Enda Jesú og örugglega ekki með síma eða hvað! Uff...það hlýtur að vera fúll tæm djobb að vera Jesú um páskana!

Laugardagurinn 26.mars
Já, við skildum Jesú, leiðinlegu lögguna og hellisbúann eftir á eyjunni og skelltum okkur til Capri. Þar gengum við næstum af okkur lappirnar því við vildum sjá allt á einungis 5 tímum. Rosalega fallega eyja og þarna er ég alveg til í að búa þegar ég verð gömul kerling.

Við vorum því miður ekki einu manneskjurnar sem vildum taka ferjuna til baka. Ég hélt að unglingar væru pirrandi en guð minn góður þeir eru hátíð miðað við gamalt fólkið! Troðningurinn var svo mikill að ég datt næstum í höfnina. En sem betur fer var einhver sterabolti fyrir aftan mig sem bjargaði mér!

Ævintýrið var ekki búið, leið okkar lá til Sorento. Eftir að hafa leitað af hótelinu okkar í 3 tíma þá gafst íslendingurinn upp og hringdi þangað. Maðurinn sem svaraði í símann hélt örugglega að ég væri blind eða verulega sjónskert því við stóðum við hliðina hótelinu! Úpppssíii!

Sunnudagurinn 27.mars
Pompei, á sína sögu. Við fórum og skoðuðum gamla bæinn sem enn er verið að grafa upp. Það er enginn smá vinna að grafa upp heilann bæ! Rosalega fallegt en eftir að hafa gengið þarna um í 4 tíma þá var þetta allt orðið eins fyrir mér!
Um kvöldið þá fórum við út að borða. En það virðist loða við okkur þegar við erum á ferðalagi að við erum alltaf ein á veitingarstaðnum! Mjög heimilislegur veitingastaður, amma gamla var að elda matinn, mamman þjónaði okkur til borðs, kallinn var á bakvið bjórdæluna og krakkarnir skemmtu okkur konunglega á meðan boðhaldinu stóð!

Mánudagurinn 28.mars
Og þá lá leiðin aftur til Napoli. Við þræddum hvert safnið á eftir öðru! Bíddu, bíddu...vorum við ekki komin til að sjá borgina eða misskildi ég eitthvað! Já, ég misskildi eitthvað. Þið trúið því ekki hvað mér leiðist að labba öll þessi söfn, alveg eins og með Pompei þá er þetta allt það sama eftir smá tíma. En ég komst að því að þetta voru algjörir perrar þarna í gamla daga....kíkið á myndirnar! Eina skemmtilega safnið! Heheh...perri!

Já, eftir öll þessi söfn og allt þetta labb, settumst við niður við höfnina og fengum okkur einn bjór. Ú....loksins eitthvað sem féll mér í geð! Við vorum örugglega að styrkja mafíuna, því við vorum með lífvörð hjá okkur! Af hverju veit ég ekki alveg! En mafían er ekki að gera góða hluti þarna þessa daganna. Svo við vorum heppin í þetta skiptið og komumst lifandi frá Napoli. Þeir segja ,, Vedi Napoli e poi muori” og mín þýðing er sú að þú sérð Napoli bara einu sinni! Heppinn!!!

Þriðjudagurinn 29.mars
Já, klukkan 6 í morgun komum við aftur til Genova! Vá....hvað það er gott að koma heim og sofa í rúminu sínu! Nú er ég búin að hlaða batteríin og ætla aftur í ferðalag á morgun. Já, Ísland – ítalía! Ég er búin að plata krakkana mér til að fara á leikinn á morgun. Svo ævintýrin halda endalaus áfram hérna á ítalíunni!

Ekki meira í bili, en hafið það gott! Áfram Ísland!
Kveðja frá ævintýratröllinu á ítalíunni!