Sísí skíðadrottning kíkti í heimsókn!
Þriðjudagurinn 22.febrúar
Sísí sæta kom að heimsækja mig. Það var ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn og ég tala nú ekki um að fá að tala íslensku í smátíma. Ekki leið langur tími þangað til fólkið hérna var búin búa til nýtt nafn á hana og það CC. Hjómar eins en .....sísí er ekkert rosalega erfitt eða....
Miðvikudagurinn 23.febrúar
Ungfrú CC var ekki búin að vera hérna í sólarhring þegar hún var búin að finna sér nokkra hausa til að klippa. Ástandið var svo slæmt á einum bænum að við lofuðum okkur í að koma og elda og klippa. Við nánast neyddum strák greyin undir skærin, en auðvitað voru þeir mjög ánægðir með útkomuna....veit ekki alveg með matinn því ég sá um þann part af samningnum!
Eftir matinn smelltum við okkur á Grigua og svo á Milk. Sísí þurfti næstum á áfallahjálp að halda þegar hún sá staðinn. Hann er frekar subbulegur og já ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa honum....það mætti líkja honum við Sirkus nema mikið stærri! Ojjj....en allaveganna þá spila þeir góða tónlist og maður hittir mikið af skemmtilegu fólki. Sísí hitti mikið af fólki sem þurfti að snyrta barta, raka skegg eða klippa hár svo ég ákvað að draga hana heim áður en hún væri komin í fullavinnu hérna....þetta átti að vera frí!
Fimmtudagurinn 24.febrúar
Lísa skvísa bauð okkur í mat. Ég var mjög spennt að sjá hvað hún ætlaði að elda fyrir okkur því ég bjó með henni fyrir áramótin og ég veit hvað hún borðar...uuuuu! En hún stóð sig vel og eldaði fyrir okkur hamborgara.
Eftir matinn fórum við á einhvern spænskan stað. En það er eins og með nöfnin á leikurum og bíómyndum...auðvitað man ég ekki hvað hann heitir. En við skemmtum okkur konunglega að sjálfsögðu.
Föstudagurinn 25.febrúar
Túristinn var tekin á hátískuborgina Mílanó. Þræddum hverja búðina á fætur annarri þangað til heimildin leyfið ekki meir. Þegar við komum fyrir utan dómuna þá réðust einhverjir plebbar á okkur, settu popp í hendurnar á okkur svo allur dúfna hópurinn settist á okkur, svo tóku nokkrar myndir og heimtuðu svo pening af okkur. Sísí er svo góð stelpa og með svo hreina og góða samvisku að hún gaf þeim pening...en ég er aftur á móti enginn engill svo ég gekk burt og það með góða samvisku. Talandi um að vera góðir í að hösla túrista! Við vorum höslaðar...hihi!
Laugardagurinn 26.febrúar
Það var ræs um 5 leytið, en þó ekki með pottum og tilheyrandi. Bara mjög ljúft! Og þá var hoppað í skíðadressið og beint á kaffihús til að fá sér morgunmat. Sætabrauð með nutella og kaffi....hvernig geta þeir borðað þetta í morgunmat. En stemmarinn er ótrúlegur á kaffihúsum svona snemma á mornanna.
Eftir orku mikinn morgunmat fórum við á skíðasvæði sem heitir Píla. Yndislegur staður, auðvitað var veðrið æðislegt. Upp á topp gátum við séð yfir allan alpana. Vááá.....ég er alveg ástfangin af þessum fjöllum!
Sunnudagurinn 27.febrúar
Sísí fékk útrás á hausnum á mér svo nú er ég komin með nýja klippingu og er rosa sæt. Góð þjónusta sem Cleó í Garðabænum er með, það er eitt að fá hárgreiðslukonuna heim en allaleið til ítalíu, þetta er æði!
Mánudagurinn 28.febrúar
Við píurnar ætluðum bara að vera rólegar. Byrjuðum á því að fara á veitingastaðin sem er hérna í næsta húsi við mig. Svo ákváðum við að fá okkur einn bjór á hverfisbarnum mínum. En þið vitið oft kallar einn á annan.....en við skulum bara segja að það var mjög gott að við þurftum bara að labba 3 mín og þá vorum við komnar heim.
Þriðjudagurinn 1.mars
Hádegismatur fyrir þýsku senjorinuna Ines og sænka gaurinn hann Fredrik. Svo var komið að því að senda Sísí heim. Ég vildi bara hafa hana hérna hjá mér....en hún talaði um einhvern skóla og vinnu og eitthvað rugl....meiri stelpan. En það var æðislegt að fá hana í heimsókn, takk fyrir komuna.
Miðvikudagurinn 2.mars
Marika ein af finnsku stelpunum átti afmæli. Hún hélt rosa party og svo eftir það var auðvitað farið á Grigua og svo Milk. Ég ákvað að fara út svörtum buxum og þær eru að sjálfsögðu ekki með neinum vösum. Svo maður verður bara að búa til vasa ef maður ætlar ekki að dansa með töskuna sína....skáti káti!
Fimmtudagurinn 3.mars
Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ennþá í sokkunum vegna þess að það er hrikalega kalt í herberginu mínu. Nema hvað þeir voru fullir af drasli.....peningar, miðar og allskonar dót hrundi úr sokkunum þegar ég fór út þeim. Já, og svo fann ég 1 evru í brjóstahaldaranum mínum! Er það nú ástand....!
Þegar ég vaknaði þá hélt ég að ég væri komin heim! Genova er að fenna í kaf! Ég er örugglega eina menneskjan sem fagna þessu veðri. Mér finnst þetta æði! Allir að klessa á alla, enginn skóli og allt í volli....bara gaman!
Farið vel með ykkur. Lofa að skrifa oftar! Ciao
Sísí sæta kom að heimsækja mig. Það var ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn og ég tala nú ekki um að fá að tala íslensku í smátíma. Ekki leið langur tími þangað til fólkið hérna var búin búa til nýtt nafn á hana og það CC. Hjómar eins en .....sísí er ekkert rosalega erfitt eða....
Miðvikudagurinn 23.febrúar
Ungfrú CC var ekki búin að vera hérna í sólarhring þegar hún var búin að finna sér nokkra hausa til að klippa. Ástandið var svo slæmt á einum bænum að við lofuðum okkur í að koma og elda og klippa. Við nánast neyddum strák greyin undir skærin, en auðvitað voru þeir mjög ánægðir með útkomuna....veit ekki alveg með matinn því ég sá um þann part af samningnum!
Eftir matinn smelltum við okkur á Grigua og svo á Milk. Sísí þurfti næstum á áfallahjálp að halda þegar hún sá staðinn. Hann er frekar subbulegur og já ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa honum....það mætti líkja honum við Sirkus nema mikið stærri! Ojjj....en allaveganna þá spila þeir góða tónlist og maður hittir mikið af skemmtilegu fólki. Sísí hitti mikið af fólki sem þurfti að snyrta barta, raka skegg eða klippa hár svo ég ákvað að draga hana heim áður en hún væri komin í fullavinnu hérna....þetta átti að vera frí!
Fimmtudagurinn 24.febrúar
Lísa skvísa bauð okkur í mat. Ég var mjög spennt að sjá hvað hún ætlaði að elda fyrir okkur því ég bjó með henni fyrir áramótin og ég veit hvað hún borðar...uuuuu! En hún stóð sig vel og eldaði fyrir okkur hamborgara.
Eftir matinn fórum við á einhvern spænskan stað. En það er eins og með nöfnin á leikurum og bíómyndum...auðvitað man ég ekki hvað hann heitir. En við skemmtum okkur konunglega að sjálfsögðu.
Föstudagurinn 25.febrúar
Túristinn var tekin á hátískuborgina Mílanó. Þræddum hverja búðina á fætur annarri þangað til heimildin leyfið ekki meir. Þegar við komum fyrir utan dómuna þá réðust einhverjir plebbar á okkur, settu popp í hendurnar á okkur svo allur dúfna hópurinn settist á okkur, svo tóku nokkrar myndir og heimtuðu svo pening af okkur. Sísí er svo góð stelpa og með svo hreina og góða samvisku að hún gaf þeim pening...en ég er aftur á móti enginn engill svo ég gekk burt og það með góða samvisku. Talandi um að vera góðir í að hösla túrista! Við vorum höslaðar...hihi!
Laugardagurinn 26.febrúar
Það var ræs um 5 leytið, en þó ekki með pottum og tilheyrandi. Bara mjög ljúft! Og þá var hoppað í skíðadressið og beint á kaffihús til að fá sér morgunmat. Sætabrauð með nutella og kaffi....hvernig geta þeir borðað þetta í morgunmat. En stemmarinn er ótrúlegur á kaffihúsum svona snemma á mornanna.
Eftir orku mikinn morgunmat fórum við á skíðasvæði sem heitir Píla. Yndislegur staður, auðvitað var veðrið æðislegt. Upp á topp gátum við séð yfir allan alpana. Vááá.....ég er alveg ástfangin af þessum fjöllum!
Sunnudagurinn 27.febrúar
Sísí fékk útrás á hausnum á mér svo nú er ég komin með nýja klippingu og er rosa sæt. Góð þjónusta sem Cleó í Garðabænum er með, það er eitt að fá hárgreiðslukonuna heim en allaleið til ítalíu, þetta er æði!
Mánudagurinn 28.febrúar
Við píurnar ætluðum bara að vera rólegar. Byrjuðum á því að fara á veitingastaðin sem er hérna í næsta húsi við mig. Svo ákváðum við að fá okkur einn bjór á hverfisbarnum mínum. En þið vitið oft kallar einn á annan.....en við skulum bara segja að það var mjög gott að við þurftum bara að labba 3 mín og þá vorum við komnar heim.
Þriðjudagurinn 1.mars
Hádegismatur fyrir þýsku senjorinuna Ines og sænka gaurinn hann Fredrik. Svo var komið að því að senda Sísí heim. Ég vildi bara hafa hana hérna hjá mér....en hún talaði um einhvern skóla og vinnu og eitthvað rugl....meiri stelpan. En það var æðislegt að fá hana í heimsókn, takk fyrir komuna.
Miðvikudagurinn 2.mars
Marika ein af finnsku stelpunum átti afmæli. Hún hélt rosa party og svo eftir það var auðvitað farið á Grigua og svo Milk. Ég ákvað að fara út svörtum buxum og þær eru að sjálfsögðu ekki með neinum vösum. Svo maður verður bara að búa til vasa ef maður ætlar ekki að dansa með töskuna sína....skáti káti!
Fimmtudagurinn 3.mars
Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ennþá í sokkunum vegna þess að það er hrikalega kalt í herberginu mínu. Nema hvað þeir voru fullir af drasli.....peningar, miðar og allskonar dót hrundi úr sokkunum þegar ég fór út þeim. Já, og svo fann ég 1 evru í brjóstahaldaranum mínum! Er það nú ástand....!
Þegar ég vaknaði þá hélt ég að ég væri komin heim! Genova er að fenna í kaf! Ég er örugglega eina menneskjan sem fagna þessu veðri. Mér finnst þetta æði! Allir að klessa á alla, enginn skóli og allt í volli....bara gaman!
Farið vel með ykkur. Lofa að skrifa oftar! Ciao
<< Home