fimmtudagur, mars 31, 2005

Ísland - Ítalía!

Miðvikudagurinn 30.mars
Já, við vorum komin á leikinn mjög tímalega til að tryggja okkur miða. Maðurinn í miðasölunni náði næstum ekki andanum þegar við sögðumst vera íslendingar. Vá, komu þið með lest eða flugi! Auðvitað með lest.....!

Við vorum tvö frá Íslandi í stúkunni sem við vorum í. Það var ég og svo strákur sem heitir Haukur og er úr Mosó! Fínn gutti! Það var líka gott að vera ekki alveg eini íslendingurinn á svæðinu. Annars voru 5 aðrir stuðningsmenn og 3 af þeim eru Erasmus sem ákváðu að vera íslendingar einn dag. Þau eru öll ljóshærð og frekar ljós og þau gætu alveg verið íslendingar. Þau stóðu sig mjög vel í að svara spurninga flóði ítalanna um land og þjóð. Og þegar þau voru beðin um að tala íslensku þá sögðust þau búa á þeim stað á íslandi þar sem bara væri töluð enska! Algjörir snillingar! Hinir tveir voru einhverjir skrýtnir ítalir sem vita örugglega ekki hvar Ísland er. Á leiknum voru um 30.000 manns svo það var frekar ójafnt í liðunum!

Ég var svo upptekin af því hvað það var gaman þarna að ég gleymdi næstum að horfa á leikinn. Ég held að það hafi verið um 20 mín liðnar af leiknum þegar ég uppgötvaði að við vorum að spila í hvítu en ekki bláu! Vááá....ég er svo góð í fótbolta! Hehe he!

Heimamenn voru mjög góðir við okkur. Hlógu bara að okkur og undir lokin þá voru nokkrir farnir að taka undir með okkur! Ohhh....þetta var ekkert smá gaman!

Fimmtudagurinn 31.mars
Úuuuu...gistiheimili. Vakna klukkan 7! Morgunmatur klukkan 8! Vera farin út klukkan 9! Er ekki allt í lagi....er enginn í fríi hérna! En þar sem við vorum komin út úr blessaða gistiheimilinu um 9 þá skoðuðum við restina af borginni og ákváðum sökum veðurs að skella okkur að Gardavatni. Jú, einmitt þar sem hann Kristján nokkur Jóhannsson býr. Helv....melurinn bauð mér ekki í kaffi! Man það næst þegar hann kemur heim til Íslands!

Hafið það gott dúllurnar mínar! Farið vel með ykkur! Ég ætlað að koma mér í bælið svo ég geti mætt spræk í tíma á morgun að læra um ýmiskonar bakteríur og sýkla!