laugardagur, mars 12, 2005

Ónýtur matur! Hvað er fólk að spá!

Föstudagurinn 11.mars
Við Fredrik skelltum okkur í outlet sem er ekki svo langt í burtu héðan af hans sögn. Eftir einn og hálfan tíma í lest og 30mín í bíl þá vorum við loksins komin á staðinn. Ekkert svo langt...nei, nei, einmitt! Vá, ég var komin í himnaríki og ekki finnst mér gaman að versla! North Face, Nice og Adidas, já, já ...allt endaði þetta í pokanum hjá mér! Derhúfa, sokkar og stuttbuxur...það mætti halda að það væri að koma sumar!

Laugardagurinn 12.mars
Ohhh....þið vitið eflaust hvernig það er að vakna og þið eruð að drepast úr hungri og ykkur langar geðveikt í eitthvað gott að borða. Einmitt þetta kom fyrir mig í morgun, ekki í fyrsta skipti samt...gott að borða! Ég dreif mig inn í eldhús og ætlaði mér að elda eitthvað hrikalega gott, nema hvað ég opnaði ískápinn og þá tók á móti mér þessi líka hræðilegi óþefur....hvað gat þetta verið! Jú, byrjum að athuga mjólkina, nei, ekki hún....svona gekk þetta þangað til ég fann kvikindið sem eyðilagði matarlyst mína. Hart, grænt stykki sem hefði átt að fara í ruslið fyrir seinni heimstyrjöldina! Hvað er þetta að gera í ískápnum mínum...versta við þetta er að þetta er örugglega líka í ykkar ískáp! Þetta gengur undir nafninu gráðostur og lyktar eins og velskorpin og illa sprunginn hæll á gömlum manni. Og fólk er að éta þetta! Er ekki allt í góðu! Ojjj...!!!

Ég ætla að fara og fá mér Pizzu!

Hafið það gott elskurnar mínar, ég er farin að sakna ykkar svolítið! Verið duglegri í commentunum! Ciao, Corvabattaglia! Nýtt nafn!