fimmtudagur, mars 10, 2005

Ný pyntingaraðferð!

Miðvikudagurinn 9.mars
Sól, sól skin á mig ský ský....já, sumarið er alveg að koma hérna. Dagurinn byrjaði vel, smellti mér í skólann um 8 leytið og svo í hádegismat við höfnina. Þar var ég föst þar sem eftir var dagsins svo skólinn varð að bíða...uppss! Stundum er bara ekki hægt annað!

Já, og þar sem það var nú miðvikudagur þá var Erasmus djamm eins og vanalega. Nema hvað að þegar ég var tilbúin þá uppgötvaði ég að ég var með smá aukahár undir höndunum. Og eins og flest allir vita þá eru þetta mjög óþolandi hár og maður þar alltaf að vera raka þau burt. Nei, ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að taka hörkuna á þetta og vaxa þetta burt! Er ekki allt í lagi! Vá, stundum á maður að hugsa áður en maður framkvæmir. Hverjum datt þetta í hug....hefur þetta verið notað sem pyntingaraðferð! Beauty is pain....but come on!

Fimmtudagurinn 10.mars
Hey, í dag er stór dagur! Fullt af afmælisbörnum....þeir eru nú enginn börn lengur! Hvað segir maður þá! Ég veit, afmæliskarlar dagsins eru Sigurður Bjarni bróður minn, Biggi töffari úr kópavoginum og svo auðvitað Bin Laden. Ég ætla ekkert að vera fara í nánar í aldurinn á þessum mönnum sökum þess að það er hryðjuverkamaður í hópnum...maður veit aldrei hvað þeir taka upp á að gera! Til hamingju með daginn strákar mínir, njótið dagsins og gerið eitthvað skemmtilegt.

Kveðja, Bellan á ítalíunni! Ciao!