mánudagur, mars 21, 2005

Krunkan sló heimsmet!

Fimmtudagurinn 17.mars
Já, fyrir einhverjum árum síðan var maður sem gerði eitthvað mjög merkilegt fyrir Írsku þjóðina. Hann hét Saint Patrik að mér skilst! Ég hef aldrei verið góð í sögu svo ég get ekki sagt ykkur meir. En þó svo maður sé ekki góður í sögunni þá getur maður samt fagnað með fólki...ekki satt! Írska mafían fór á kostum hérna í Genova, þennan daginn! Flest voru þau græn í framan, (það er víst hefð) og sauðdrukkinn um miðjan dag(líka hefð)! Við ættum kannski að fara að fagna þessum degi....sleppum samt þessu ræna jukki sem þau voru með í andlitinu!

Föstudagurinn 18.mars
Smá skóli og svo afslappelsi....! Páskafríið planað! Upphaflega ætluðum við bara í stuttferðalag eða i 3 daga. Núna er ferðinni heitið til Napoli í höfuðstöðvar mafíunnar. Og svo eitthvað ferðalag þar í kring! Það er aldrei að vita nema að maður nái sér í alvöru mafíósa þarna niður frá! Sjáum til!

Laugardagurinn 19.mars
Vúhúúú!!! Hrafnhildur Sigurðardóttir fór á kostum í fjallinu!! Eða ekki! Skíði, 20°hiti og glampandi sólskin er ekki alveg að gera góða hluti þó svo að það hljómi vel. Eftir hádegi þá varð maður að hafa sig allan við til að komast niður brekkurnar því snjórinn var orðin svo blautur. Undir lokin þá hefði verið betra að vera á gúmmíbát en á þessum blessuðu skíðum. Ég hugsa að mér sé óhætt að segja að ég hafi slegið heimsmet í að gera mig að fífli. En það er nú ekkert nýtt svo sem! 1. Datt í lyftunni. (come on, þetta var stólalyfta) 2. Sló í rassinn á einhverri stelpu sem ég hélt að væri Anu! Báðar ljóshærðar! 3. Fór á klósettið og þegar ég kom út þá áttaði ég mig á því að ég var með pappír í eftir dragi! Vitið hvað það voru sætir strákar þarna! Stutt stopp! 4. Og undir lok dagsins þá ætlaði ég nú aldeilis að þjóta niður brekkuna til að ná í gegnum stöðuvatnið sem hafði myndast yfir daginn. Nema hvað að það endaði ekki betur en svo að mín flaug á hausinn og auðvitað beint ofan í vatnið. Að sjálfu sér hefði þetta verið allt í lagi....nema hvað að það voru einhver skólaslit í gangi og í augnablik þá tókst mér að stela allri athyglinni. En allt í góðu ég fékk klapp og alles!

Sunnudagurinn 20.mars
Bara rólegheit.....smá íslensku kennsla og DVD! Ufff....góður dagur! Ég þurfti ekki einu sinni að elda Sneiderinan sá um það! En að þessu sinni tókst henni að elda góðan mat!

Mánudagurinn 21.mars
Vá...það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í dag! Næstum eins og venjulegur dagur heima á klakanum! Ég er ekki búin að stoppa, fara í skólann, internet, kenna íslensku, búðin, framköllun....fullt að gera! Og bara gaman!

Hafið það gott elskurnar mínar!