mánudagur, mars 07, 2005

Komdu til dyranna eins og þú er klæddur!

Föstudagurinn 4.mars
Já, já, allt lokað. Það er óskrifuð regla að þegar það snjóar þá má og á að loka öllu. Allir fara út í götu að fagna snjókomunni. Þessir regla er hinsvegar sára sjaldan notuð eða hún hefur ekki verið notuð í 30 ár. Gott að það snjóar ekki oft hérna...mér finnst að við ættum að taka upp þessa reglu hjá okkur. Eða snúa henni við og þegar hitinn fer yfir 25° þá mega allir vera í fríi....já, nema sundlaugar fólkið....og ,,bæjarins bestu,, liðið.

Laugardagurinn 5.mars
Venjulega þá eru sambýlingar mínir ekki heima um helgar. Þegar ég vaknaði þá var ég ekkert smá þyrst svo ég hoppaði í stuttbuxur og svona til vonar og vara þá setti ég á mig brjóstahaldarann. Svo auðvitað gleymdi ég mér í eldhúsinu. Nema hvað að dyrasíminn hringdi, jú, jú og ég ætlaði að svara í hann og þar sem ég bý á 5.hæð þá hugsaði ég með mér að ég hefði nú nægan tíma til að hoppa í föt á meðan gesturinn kæmi sér upp. Nei, nei óboðni gesturinn var fyrir utan hurðina hjá mér og heyrði mig auðvitað svara í símann svo ég varð að opna hurðina. Jú, jú, ég fel mig bara á bakvið hurðina, flaug í gengum huga minn þegar ég opnaði ,,þetta reddast”. Ég opnaði hurðina og reyndi að kíkja bara með hausnum fram, þið vitið. En áður en ég vissi af þá var kominn prestur inn í íbúðina mína og ekki nóg með það á eftir honum fylgdu 3 strákar. Presturinn var nú ekki mikið að kippa sér upp við klæðaburð minn og gekk út einu herbergi í annað og fór með einhverja þulu og hristi eitthvað silfurprik. Guð má vita hvað í ósköpunum maðurinn var að gera, ég hef ekki hugmynd. Áður en presturinn og fylgdarsveinar hans strunsuðu út, þá spurði einn af sveinunum mig að því hvort á væri nemi...jú, jú, það passar....ok, takk og bæ. Ha....bíddu...af hverju! Alltaf er maður að upplifa eitthvað nýtt!

Sunnudagurinn 6.mars
Áfram Samptoria! Du du du ru du! Vá, ég veit ekkert um fótbolta. En ég hafði samt mjög gaman að því að fara á leikinn í dag. Maður þar nú ekki mikið að vita til að geta skemmt sér vel. Regla 1: finna sér lið til að styðja. Regla 2: ekki fagna þegar hitt liðið skorar. Regla 3: fagna þegar þeir sem eru næstir þér fagna. Regla 4: ekki spyrja hvað liðin heita, því þá kemur þú upp um þig. Regla 5: ekki ræða mikið um leikinn í hálfleik því þá getur þú líka komið upp um þig.....sko, ég er ekkert smá góð í þessu. Já, og ef þú villt hafa mjög gaman af þessu þá er REGLA 6: halda með liðinu sem vinnur. Og auðvitað unnum við!
Ég er samt ekki alveg komin inn í að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á leikinn, en ég get samt drukkið bjórinn sem fylgir með. Þá er maður allaveganna að sýna lit...ekki satt....!!!

Núna er 11 stiga hiti og því lítill sem enginn snjór eftir. En það var samt gott að fá smá snjó til að minna mann á ykkur heima. Farið vel með ykkur elskurnar mínar. Mile baci. Krunka