miðvikudagur, mars 23, 2005

Gleðilega páska!

Þriðjudagurinn 22.mars
Ég held að Ítalir séu eitthvað klikkaðir! Ok, við höfum kjánalegar hefðir og fáranlegar siði! En þeir slá allt út! Við vorum í skólanum og það hjólaði framhjá okkur maður í hjólastól. Og þá tók ég eftir því að strákarnir sem ég var að tala við gripu allir í klofi á sér. Ekki það að ég sé mikið að horfa þangað en þegar 4 í einu, þá er ekki annað hægt en að veita því eftirtekt! Hvað er í gangi....jú,jú! Þegar þú verður vitni að einhverju sem þú vilt ekki að gerist fyrir þig þá átt þú að lyfta undir vininn ef þú ert strákur og stelpur eiga að grípa í brjóstið á sér! Þetta var eins og í 70 mín! Pungur, pungur, tvöfaldur pungur, brjóst, pungur, pungur.....! Einmitt, mér finnst þetta ekki viðeigandi, greyið strákurinn í hjólastólnum!

Miðvikudagurinn 23.mars
Já, nemandinn minn og kennari hann Davide heldur að ég hafi ekkert að gera! Nú er að koma páskafrí og honum datt í hug að láta mig fá 14 blaðsíður til að gera á meðan ég væri ekki í skólanum! En ég verð nú að segja að hann er orðin frekar góður í íslenskunni! En svo verð ég líka að segja ykkur að skíra barnið ykkar ekki Guðna, hann er alveg viss um að allir sem heita Guðni hljóta að vera i samtökunum 79!

Hafið það gott um páskana ungarnir mínir! Ég ætla að fara til Napoli og Capri! Lestin mín fer eftir klukkutíma, svo ég ætti kannski að fara að pakka! Koss og knús!