Festa della donna!
Mánudagurinn 7.mars
Vá....ég er ekkert smá menningarleg! Ég skellti mér á concert og það í stærstu óperunni hérna í Genova. Spiluð voru tónverk eftir Bach og þetta var mjög fallegt og allt það. En nú veit ég af hverju ég er ekki mikið að leggja leið mína á svona viðburði! Þetta hafði sömu áhrif á mig og þegar maður fer í messu og leiðinlegan fyrirlestur. Nema að maður sefur betur þarna og í messunum!!!
Þriðjudagurinn 8.mars
Já, ég var gimpið í bekknum sem allir störðu á og veltu fyrir sér. Ekki veit ég hvað fór í gegnum huga þeirra en þau störðu á mig eins og ég væri úr geimnum! Kennaranum mínum datt allt í einu í hug að finna stúlkuna sem er frá Reykjavik í 200 manna fyrirlestrasal. Ég hefði alveg getað haldið mér saman og þóst vera ítali, en þá hefði hún haldið að ég væri ekki að mæta í tímana hennar svo það var betra að gefa sig fram!
Já, og í dag er prímadonnu dagurinn. Erasmus strákarnir buðu okkur píunum í veislu í kvöld. Æðislegur matur og hryllingsmynd í eftirrétt. Hvað er það, ætluðu þeir sér að sanna karlmennsku sína eða.....ekki alveg að virka....góð mynd samt sem áður! Til hamingju með daginn stelpur mínar.
Ciao, yfirbellan Ilda!
Vá....ég er ekkert smá menningarleg! Ég skellti mér á concert og það í stærstu óperunni hérna í Genova. Spiluð voru tónverk eftir Bach og þetta var mjög fallegt og allt það. En nú veit ég af hverju ég er ekki mikið að leggja leið mína á svona viðburði! Þetta hafði sömu áhrif á mig og þegar maður fer í messu og leiðinlegan fyrirlestur. Nema að maður sefur betur þarna og í messunum!!!
Þriðjudagurinn 8.mars
Já, ég var gimpið í bekknum sem allir störðu á og veltu fyrir sér. Ekki veit ég hvað fór í gegnum huga þeirra en þau störðu á mig eins og ég væri úr geimnum! Kennaranum mínum datt allt í einu í hug að finna stúlkuna sem er frá Reykjavik í 200 manna fyrirlestrasal. Ég hefði alveg getað haldið mér saman og þóst vera ítali, en þá hefði hún haldið að ég væri ekki að mæta í tímana hennar svo það var betra að gefa sig fram!
Já, og í dag er prímadonnu dagurinn. Erasmus strákarnir buðu okkur píunum í veislu í kvöld. Æðislegur matur og hryllingsmynd í eftirrétt. Hvað er það, ætluðu þeir sér að sanna karlmennsku sína eða.....ekki alveg að virka....góð mynd samt sem áður! Til hamingju með daginn stelpur mínar.
Ciao, yfirbellan Ilda!
<< Home