fimmtudagur, mars 31, 2005

Ísland - Ítalía!

Miðvikudagurinn 30.mars
Já, við vorum komin á leikinn mjög tímalega til að tryggja okkur miða. Maðurinn í miðasölunni náði næstum ekki andanum þegar við sögðumst vera íslendingar. Vá, komu þið með lest eða flugi! Auðvitað með lest.....!

Við vorum tvö frá Íslandi í stúkunni sem við vorum í. Það var ég og svo strákur sem heitir Haukur og er úr Mosó! Fínn gutti! Það var líka gott að vera ekki alveg eini íslendingurinn á svæðinu. Annars voru 5 aðrir stuðningsmenn og 3 af þeim eru Erasmus sem ákváðu að vera íslendingar einn dag. Þau eru öll ljóshærð og frekar ljós og þau gætu alveg verið íslendingar. Þau stóðu sig mjög vel í að svara spurninga flóði ítalanna um land og þjóð. Og þegar þau voru beðin um að tala íslensku þá sögðust þau búa á þeim stað á íslandi þar sem bara væri töluð enska! Algjörir snillingar! Hinir tveir voru einhverjir skrýtnir ítalir sem vita örugglega ekki hvar Ísland er. Á leiknum voru um 30.000 manns svo það var frekar ójafnt í liðunum!

Ég var svo upptekin af því hvað það var gaman þarna að ég gleymdi næstum að horfa á leikinn. Ég held að það hafi verið um 20 mín liðnar af leiknum þegar ég uppgötvaði að við vorum að spila í hvítu en ekki bláu! Vááá....ég er svo góð í fótbolta! Hehe he!

Heimamenn voru mjög góðir við okkur. Hlógu bara að okkur og undir lokin þá voru nokkrir farnir að taka undir með okkur! Ohhh....þetta var ekkert smá gaman!

Fimmtudagurinn 31.mars
Úuuuu...gistiheimili. Vakna klukkan 7! Morgunmatur klukkan 8! Vera farin út klukkan 9! Er ekki allt í lagi....er enginn í fríi hérna! En þar sem við vorum komin út úr blessaða gistiheimilinu um 9 þá skoðuðum við restina af borginni og ákváðum sökum veðurs að skella okkur að Gardavatni. Jú, einmitt þar sem hann Kristján nokkur Jóhannsson býr. Helv....melurinn bauð mér ekki í kaffi! Man það næst þegar hann kemur heim til Íslands!

Hafið það gott dúllurnar mínar! Farið vel með ykkur! Ég ætlað að koma mér í bælið svo ég geti mætt spræk í tíma á morgun að læra um ýmiskonar bakteríur og sýkla!

Vændi, lögreglan og perrar!

Miðvikudagurinn 23.mars
Mín hoppaði upp í strætó 20 mín eftir síðustu skrif. Og ég var svo heppin að strætóinn minn kom strax þannig að ég bjóst við því að ég hefði nú nægan tíma. Gott að vera tímalega! En, nei! Vitlaus strætó....helv...gula apparatið fór um alla borgina. Eftir að hafa litið á klukkuna svona 100 sinnum og 2 mínutum áður en lestin fór þá loksins komst hann á áfanga stað og bílstjórinn öskraði á mig ,,hlauptu”. Næs bílstjóri...bæ tö veijj!

Já, í lestina vorum við komin! Og við vorum svo sniðug að panta okkur sæti að þessu sinni þar sem 10 klukkutímaferðalag er ekki mjög næs á ganginum. En, við vorum svo heppin að vera með viðskiptakonur í klefanum hjá okkur. Uff....tvær mjög huggulegar og mjög fáklæddar konur tóku á móti okkur. Þegar þær áttuðu sig á því að við vorum nú ekki mikið í viðskipta hugleiðingum þá færðu þær sig yfir í næsta klefa! Góð þjónusta um borð í Tren Ítalia!

Fimmtudagurinn 24.mars
Eftir 10 tíma óþægilegt ferðalag lentum við í höfuðstöðvum mafíunnar eða Napoli! Fyrsta manneskjan sem við hittum var gamall karl sem vildi endilega hjálpa okkur. Við vorum búin að heyra að fólk fyrir sunnan væri mjög opið og elskulegt svo við þáðum hjálp gamla mannsins. En rétt áður en við stigum upp í lestina heimtaði hann af okkur peninga. Við erum jú, svo vitlaus að við gáfum honum fullt! Við vorum hösluð einu sinni enn...þeir eru góðir í að hösla túrista þessir ítalir! Þetta er búið að gerast svo oft að ég er næstum orðin vön þessu! Hihi...

Við ætluðum nú ekki að stoppa lengi í mafíósaborginni svo við tókum bát yfir til Ischia. Við stelpurnar erum nú ekki frægar fyrir það að lesa smáaletrið þegar við erum að bóka okkur hótel en á leiðinni í bátnum tókum við upp pappíranna og lásum aðeins! Ú....mjög fallegur bær, ekki langt í ströndina, fullt af stöðum til að skoða og fullt af samkynhneigðu fólki. Hvað ætlað þessi samkynhneigð að elta mig lengi!

Vá.....við vorum lent í hnakka paradís. Golf, Polo, Audi, BMV, Smart....gel í hárinu, strípur, snjáðar gallabuxur, stuttermabolur og risa sólgleraugu og að sjálfsögðu... Fm 957 dúff, dúff, dúff!

Já, við lentum í smá veseni í Ischia! Eins og allt var nú fallegt og skemmtilegt og það voru nú einu sinni páskar og við héldum að allir ættu að vera vinir um pákanna! Nei, nei...ekki löggu maðurinn....hann á örugglega enga vini! Já, við fórum í strætó og þegar við vorum að stimpla miðana okkar komu tveir löggukarlar inn í strætóinn. Við vorum búin að stimpla 2 þegar miðarnir voru rifnir úr hendinni á okkur og okkur hent út. Jeijjj...löggu fæt! Skemmtilegt! Eftir að hafa rifist við lögguna sem gerði ekkert annað en að snúa út úr og vera leiðinleg í um 20 mín þá ákváðum við að fara með henni á löggustöðina. Ekki sjéns að ég ætlaði að borga þessum manni 9000.- fyrir að hafa rifið miðann af mér! Sendið mér reikning takk! Já, við gengum í gengum miðbæ Ischia í lögreglu fylgd, mér fannst þetta mjög gaman og var við það að springa úr hlátri allan tímann, en ég vissi að það myndi þýða ennþá meira vesen svo ég reyndi eins og ég gat að halda kjafti! Maðurinn misskildi eða vildi ekki skilja, allt sem við sögðum! Undir lokin þá var ég orðin ólétt, við öll orðin íslendingar og allt þar frameftir götunum! Hvar fékk hann það í höfuðið að ég væri ólétt! Ég er farin í megrun! En já, fyrir utan löggustöðina þá ákvað hann að vera ekkert að standa í þessu veseni og sagði okkur að drulla okkur burt og muna að stimpla miðana!

Föstudagurinn 25.mars
Við flúðum ekki þessa fallegu eyju þrátt fyrir smá ævintýri. Nú var komin tími til að fara í sjóinn. En þar sem það var skýjað og sjórinn ískaldur ákváðum við að fara á stað þar sem heitt vatn rennur út í sjóinn. Vá...ekkert smá notalegt. Maður liggur í köldum sjónum en undir manni kemur heitt vatn vegna þess að það er gamalt eldfjall þarna við hliðina og vatnið sem kemur úr því er enn sjóðandi heitt.

Lítill hellir er þarna hjá og þar bjó einn mjög subbulegur en æðilegur maður. Eftir einungis 10 mín þá var hann orðin besti vinur okkar. Það sem við vorum á ferðalagi þá gátum við því miður ekki tekið hann með okkur. Snilldar gæi!

Já, það hefur ekki farið framhjá neinum að það eru páskar. Það er búið að vera frábært að sjá hvernig páskahátíðin er hérna. Þau eru öll rosalega trúuð og því er þetta stór hátíð fyrir þeim. Við borðum páska egg, góðan mat og dettum í það. En hérna er þetta rosalega mikilvægt og fólk er frekar að syrgja en að skemmta sér. Við sáum skrúðgöngu þar og þar voru þeir að setja upp dauða Krists! Skrúðgangan fór um allan bæinn og stoppaði hér og af og til og þá var einhver gjörningur í gangi. Þetta var eins og ferðaleikhús! Ekkert smá flott hjá þeim og ég held að allir í bænum hafi tekið þátt í þessi athöfn. Ufff..já...ég sá fallegast mann í heiminum í skrúð göngunni. Hann var því miður að leika Jesú svo ég gat eiginlega ekki stoppað hann og beðið um númerið hans. Enda Jesú og örugglega ekki með síma eða hvað! Uff...það hlýtur að vera fúll tæm djobb að vera Jesú um páskana!

Laugardagurinn 26.mars
Já, við skildum Jesú, leiðinlegu lögguna og hellisbúann eftir á eyjunni og skelltum okkur til Capri. Þar gengum við næstum af okkur lappirnar því við vildum sjá allt á einungis 5 tímum. Rosalega fallega eyja og þarna er ég alveg til í að búa þegar ég verð gömul kerling.

Við vorum því miður ekki einu manneskjurnar sem vildum taka ferjuna til baka. Ég hélt að unglingar væru pirrandi en guð minn góður þeir eru hátíð miðað við gamalt fólkið! Troðningurinn var svo mikill að ég datt næstum í höfnina. En sem betur fer var einhver sterabolti fyrir aftan mig sem bjargaði mér!

Ævintýrið var ekki búið, leið okkar lá til Sorento. Eftir að hafa leitað af hótelinu okkar í 3 tíma þá gafst íslendingurinn upp og hringdi þangað. Maðurinn sem svaraði í símann hélt örugglega að ég væri blind eða verulega sjónskert því við stóðum við hliðina hótelinu! Úpppssíii!

Sunnudagurinn 27.mars
Pompei, á sína sögu. Við fórum og skoðuðum gamla bæinn sem enn er verið að grafa upp. Það er enginn smá vinna að grafa upp heilann bæ! Rosalega fallegt en eftir að hafa gengið þarna um í 4 tíma þá var þetta allt orðið eins fyrir mér!
Um kvöldið þá fórum við út að borða. En það virðist loða við okkur þegar við erum á ferðalagi að við erum alltaf ein á veitingarstaðnum! Mjög heimilislegur veitingastaður, amma gamla var að elda matinn, mamman þjónaði okkur til borðs, kallinn var á bakvið bjórdæluna og krakkarnir skemmtu okkur konunglega á meðan boðhaldinu stóð!

Mánudagurinn 28.mars
Og þá lá leiðin aftur til Napoli. Við þræddum hvert safnið á eftir öðru! Bíddu, bíddu...vorum við ekki komin til að sjá borgina eða misskildi ég eitthvað! Já, ég misskildi eitthvað. Þið trúið því ekki hvað mér leiðist að labba öll þessi söfn, alveg eins og með Pompei þá er þetta allt það sama eftir smá tíma. En ég komst að því að þetta voru algjörir perrar þarna í gamla daga....kíkið á myndirnar! Eina skemmtilega safnið! Heheh...perri!

Já, eftir öll þessi söfn og allt þetta labb, settumst við niður við höfnina og fengum okkur einn bjór. Ú....loksins eitthvað sem féll mér í geð! Við vorum örugglega að styrkja mafíuna, því við vorum með lífvörð hjá okkur! Af hverju veit ég ekki alveg! En mafían er ekki að gera góða hluti þarna þessa daganna. Svo við vorum heppin í þetta skiptið og komumst lifandi frá Napoli. Þeir segja ,, Vedi Napoli e poi muori” og mín þýðing er sú að þú sérð Napoli bara einu sinni! Heppinn!!!

Þriðjudagurinn 29.mars
Já, klukkan 6 í morgun komum við aftur til Genova! Vá....hvað það er gott að koma heim og sofa í rúminu sínu! Nú er ég búin að hlaða batteríin og ætla aftur í ferðalag á morgun. Já, Ísland – ítalía! Ég er búin að plata krakkana mér til að fara á leikinn á morgun. Svo ævintýrin halda endalaus áfram hérna á ítalíunni!

Ekki meira í bili, en hafið það gott! Áfram Ísland!
Kveðja frá ævintýratröllinu á ítalíunni!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Gleðilega páska!

Þriðjudagurinn 22.mars
Ég held að Ítalir séu eitthvað klikkaðir! Ok, við höfum kjánalegar hefðir og fáranlegar siði! En þeir slá allt út! Við vorum í skólanum og það hjólaði framhjá okkur maður í hjólastól. Og þá tók ég eftir því að strákarnir sem ég var að tala við gripu allir í klofi á sér. Ekki það að ég sé mikið að horfa þangað en þegar 4 í einu, þá er ekki annað hægt en að veita því eftirtekt! Hvað er í gangi....jú,jú! Þegar þú verður vitni að einhverju sem þú vilt ekki að gerist fyrir þig þá átt þú að lyfta undir vininn ef þú ert strákur og stelpur eiga að grípa í brjóstið á sér! Þetta var eins og í 70 mín! Pungur, pungur, tvöfaldur pungur, brjóst, pungur, pungur.....! Einmitt, mér finnst þetta ekki viðeigandi, greyið strákurinn í hjólastólnum!

Miðvikudagurinn 23.mars
Já, nemandinn minn og kennari hann Davide heldur að ég hafi ekkert að gera! Nú er að koma páskafrí og honum datt í hug að láta mig fá 14 blaðsíður til að gera á meðan ég væri ekki í skólanum! En ég verð nú að segja að hann er orðin frekar góður í íslenskunni! En svo verð ég líka að segja ykkur að skíra barnið ykkar ekki Guðna, hann er alveg viss um að allir sem heita Guðni hljóta að vera i samtökunum 79!

Hafið það gott um páskana ungarnir mínir! Ég ætla að fara til Napoli og Capri! Lestin mín fer eftir klukkutíma, svo ég ætti kannski að fara að pakka! Koss og knús!

mánudagur, mars 21, 2005

Krunkan sló heimsmet!

Fimmtudagurinn 17.mars
Já, fyrir einhverjum árum síðan var maður sem gerði eitthvað mjög merkilegt fyrir Írsku þjóðina. Hann hét Saint Patrik að mér skilst! Ég hef aldrei verið góð í sögu svo ég get ekki sagt ykkur meir. En þó svo maður sé ekki góður í sögunni þá getur maður samt fagnað með fólki...ekki satt! Írska mafían fór á kostum hérna í Genova, þennan daginn! Flest voru þau græn í framan, (það er víst hefð) og sauðdrukkinn um miðjan dag(líka hefð)! Við ættum kannski að fara að fagna þessum degi....sleppum samt þessu ræna jukki sem þau voru með í andlitinu!

Föstudagurinn 18.mars
Smá skóli og svo afslappelsi....! Páskafríið planað! Upphaflega ætluðum við bara í stuttferðalag eða i 3 daga. Núna er ferðinni heitið til Napoli í höfuðstöðvar mafíunnar. Og svo eitthvað ferðalag þar í kring! Það er aldrei að vita nema að maður nái sér í alvöru mafíósa þarna niður frá! Sjáum til!

Laugardagurinn 19.mars
Vúhúúú!!! Hrafnhildur Sigurðardóttir fór á kostum í fjallinu!! Eða ekki! Skíði, 20°hiti og glampandi sólskin er ekki alveg að gera góða hluti þó svo að það hljómi vel. Eftir hádegi þá varð maður að hafa sig allan við til að komast niður brekkurnar því snjórinn var orðin svo blautur. Undir lokin þá hefði verið betra að vera á gúmmíbát en á þessum blessuðu skíðum. Ég hugsa að mér sé óhætt að segja að ég hafi slegið heimsmet í að gera mig að fífli. En það er nú ekkert nýtt svo sem! 1. Datt í lyftunni. (come on, þetta var stólalyfta) 2. Sló í rassinn á einhverri stelpu sem ég hélt að væri Anu! Báðar ljóshærðar! 3. Fór á klósettið og þegar ég kom út þá áttaði ég mig á því að ég var með pappír í eftir dragi! Vitið hvað það voru sætir strákar þarna! Stutt stopp! 4. Og undir lok dagsins þá ætlaði ég nú aldeilis að þjóta niður brekkuna til að ná í gegnum stöðuvatnið sem hafði myndast yfir daginn. Nema hvað að það endaði ekki betur en svo að mín flaug á hausinn og auðvitað beint ofan í vatnið. Að sjálfu sér hefði þetta verið allt í lagi....nema hvað að það voru einhver skólaslit í gangi og í augnablik þá tókst mér að stela allri athyglinni. En allt í góðu ég fékk klapp og alles!

Sunnudagurinn 20.mars
Bara rólegheit.....smá íslensku kennsla og DVD! Ufff....góður dagur! Ég þurfti ekki einu sinni að elda Sneiderinan sá um það! En að þessu sinni tókst henni að elda góðan mat!

Mánudagurinn 21.mars
Vá...það er búið að vera brjálað að gera hjá mér í dag! Næstum eins og venjulegur dagur heima á klakanum! Ég er ekki búin að stoppa, fara í skólann, internet, kenna íslensku, búðin, framköllun....fullt að gera! Og bara gaman!

Hafið það gott elskurnar mínar!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Er verid ad reyna ad drepa mann!

Thridjudagurinn 15.mars
Fri, fri ,fri......hvad er i gangi. Hvernig get eg verid eina sem veit ekki af thvi thegar thad fellur nidur timi. Thad hlytur ad vera eitthvad sistem i gangi sem eg veit ekki um. Hahahah....kennararnir eru orugglega farnir ad hlaega ad mer....aetli heimski skiptineminn maeti! Theyr aettu ad vera naes og lata litla heimska skiptinemann vita!!!

Annars held eg ad thad se fint ad vera kennari i thessum skola, fellur nidur tima thegar ther hentar, maetir ekki ef thu hefur eitthvad annad skemmtilegra ad gera, maetir of sein ef thu varst med einhverjum skemmtilegum i hadegismat og haettir um 30min fyrr ef thu ert ad fara gera eitthvad skemmtilegt.

Midvikudagurinn 16.mars
Mjog, mjog erfitt ad maeta i skolann. En tar sem eg thurfti ad tala vid einn kennarann tha pindi eg mig i 2 tima. En nei, eftir timann tha komst eg ad thvi ad kennarinn er bara adstodarkennari og eg verd ad bida i 2 vikur til ad tala vid rettan kenna.

Nu er sumarid ad koma og thad er alltaf ad verda heitara og heitara. I morgun um 8 var tildaemis fyrsta skipti sem eg fòr ut a peysunni. Eg veit ekki hvernig thetta verdur i endan ef thaf er erfitt ad maeta nuna. Hey, eg er samt i skolanum nuna!

Hefdbundinn midvikudagur, borda saman, Grigua, og Milk! Ad thessu sinni var Sneiderinan yfirkokkurinn. Vààà...eg get svo svarid fyrir thad ad hun var orugglega ad reyna ad drepa okkur! Eg borda allt og er ekki ad hvarta ef thad slysast upp i mig eitthvad sem er ekki alveg thad besta i heiminum. En truidi mer eg thurfti ad hafa mig alla vid til ad vera kurteis!!!

Hafid thad gott elskurnar minar, eg aetla ad fara aefa mig i EXEL, forritid er a itolsku svo vid skulum sja hvernig thetta fer! Ciao!

mánudagur, mars 14, 2005

Fékk að vita um samkynhneigð mína!

Sunnudagurinn 13.mars
Váá...það er ekki nema vika síðan það var allt að kafna í snjó hérna og svo núna er bara sól og sæla!Ummmm...! Æ, var ekki -6° hjá ykkur! Munið að ég er alltaf tilbúin að taka á móti gestum:)

Mánudagurinn 14.mars
Ég verð að segja ykkur svolítið, ekki segja neinum!!! Ég fékk rosalega skrýtið mail um daginn. Það var einn ungur ónefndur aðili sem vildi endilega láta tilfinningar sínar í ljós. Jú, jú...allt í góðu með það! Ég lét hann þó vita að það væri mjög erfitt fyrir mig að kynnst honum og hvað þá eitthvað meira ef ég vissi ekki hver hann væri!!! En honum fannst það nú allt í góðu vegna þess að hann ætti ekki einu sinni séns vegna þess að ég væri samkynhneigð. Ha....vá ....hvað..ég ...lella! Þá held ég nú að bræður mínir yrðu nú ánægðari með systur sína ef hún kæmi heim með einn hnakka frá Ítalíu!

Ég ætla að fara að elda og hugsa um samkynhneigð mína!!! Heyrumst elskurnar mínar og hafið það gott þangað til næst.

laugardagur, mars 12, 2005

Ónýtur matur! Hvað er fólk að spá!

Föstudagurinn 11.mars
Við Fredrik skelltum okkur í outlet sem er ekki svo langt í burtu héðan af hans sögn. Eftir einn og hálfan tíma í lest og 30mín í bíl þá vorum við loksins komin á staðinn. Ekkert svo langt...nei, nei, einmitt! Vá, ég var komin í himnaríki og ekki finnst mér gaman að versla! North Face, Nice og Adidas, já, já ...allt endaði þetta í pokanum hjá mér! Derhúfa, sokkar og stuttbuxur...það mætti halda að það væri að koma sumar!

Laugardagurinn 12.mars
Ohhh....þið vitið eflaust hvernig það er að vakna og þið eruð að drepast úr hungri og ykkur langar geðveikt í eitthvað gott að borða. Einmitt þetta kom fyrir mig í morgun, ekki í fyrsta skipti samt...gott að borða! Ég dreif mig inn í eldhús og ætlaði mér að elda eitthvað hrikalega gott, nema hvað ég opnaði ískápinn og þá tók á móti mér þessi líka hræðilegi óþefur....hvað gat þetta verið! Jú, byrjum að athuga mjólkina, nei, ekki hún....svona gekk þetta þangað til ég fann kvikindið sem eyðilagði matarlyst mína. Hart, grænt stykki sem hefði átt að fara í ruslið fyrir seinni heimstyrjöldina! Hvað er þetta að gera í ískápnum mínum...versta við þetta er að þetta er örugglega líka í ykkar ískáp! Þetta gengur undir nafninu gráðostur og lyktar eins og velskorpin og illa sprunginn hæll á gömlum manni. Og fólk er að éta þetta! Er ekki allt í góðu! Ojjj...!!!

Ég ætla að fara og fá mér Pizzu!

Hafið það gott elskurnar mínar, ég er farin að sakna ykkar svolítið! Verið duglegri í commentunum! Ciao, Corvabattaglia! Nýtt nafn!

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ný pyntingaraðferð!

Miðvikudagurinn 9.mars
Sól, sól skin á mig ský ský....já, sumarið er alveg að koma hérna. Dagurinn byrjaði vel, smellti mér í skólann um 8 leytið og svo í hádegismat við höfnina. Þar var ég föst þar sem eftir var dagsins svo skólinn varð að bíða...uppss! Stundum er bara ekki hægt annað!

Já, og þar sem það var nú miðvikudagur þá var Erasmus djamm eins og vanalega. Nema hvað að þegar ég var tilbúin þá uppgötvaði ég að ég var með smá aukahár undir höndunum. Og eins og flest allir vita þá eru þetta mjög óþolandi hár og maður þar alltaf að vera raka þau burt. Nei, ég fékk allt í einu þá flugu í höfuðið að taka hörkuna á þetta og vaxa þetta burt! Er ekki allt í lagi! Vá, stundum á maður að hugsa áður en maður framkvæmir. Hverjum datt þetta í hug....hefur þetta verið notað sem pyntingaraðferð! Beauty is pain....but come on!

Fimmtudagurinn 10.mars
Hey, í dag er stór dagur! Fullt af afmælisbörnum....þeir eru nú enginn börn lengur! Hvað segir maður þá! Ég veit, afmæliskarlar dagsins eru Sigurður Bjarni bróður minn, Biggi töffari úr kópavoginum og svo auðvitað Bin Laden. Ég ætla ekkert að vera fara í nánar í aldurinn á þessum mönnum sökum þess að það er hryðjuverkamaður í hópnum...maður veit aldrei hvað þeir taka upp á að gera! Til hamingju með daginn strákar mínir, njótið dagsins og gerið eitthvað skemmtilegt.

Kveðja, Bellan á ítalíunni! Ciao!

miðvikudagur, mars 09, 2005

Festa della donna!

Mánudagurinn 7.mars
Vá....ég er ekkert smá menningarleg! Ég skellti mér á concert og það í stærstu óperunni hérna í Genova. Spiluð voru tónverk eftir Bach og þetta var mjög fallegt og allt það. En nú veit ég af hverju ég er ekki mikið að leggja leið mína á svona viðburði! Þetta hafði sömu áhrif á mig og þegar maður fer í messu og leiðinlegan fyrirlestur. Nema að maður sefur betur þarna og í messunum!!!

Þriðjudagurinn 8.mars
Já, ég var gimpið í bekknum sem allir störðu á og veltu fyrir sér. Ekki veit ég hvað fór í gegnum huga þeirra en þau störðu á mig eins og ég væri úr geimnum! Kennaranum mínum datt allt í einu í hug að finna stúlkuna sem er frá Reykjavik í 200 manna fyrirlestrasal. Ég hefði alveg getað haldið mér saman og þóst vera ítali, en þá hefði hún haldið að ég væri ekki að mæta í tímana hennar svo það var betra að gefa sig fram!

Já, og í dag er prímadonnu dagurinn. Erasmus strákarnir buðu okkur píunum í veislu í kvöld. Æðislegur matur og hryllingsmynd í eftirrétt. Hvað er það, ætluðu þeir sér að sanna karlmennsku sína eða.....ekki alveg að virka....góð mynd samt sem áður! Til hamingju með daginn stelpur mínar.

Ciao, yfirbellan Ilda!

mánudagur, mars 07, 2005

Komdu til dyranna eins og þú er klæddur!

Föstudagurinn 4.mars
Já, já, allt lokað. Það er óskrifuð regla að þegar það snjóar þá má og á að loka öllu. Allir fara út í götu að fagna snjókomunni. Þessir regla er hinsvegar sára sjaldan notuð eða hún hefur ekki verið notuð í 30 ár. Gott að það snjóar ekki oft hérna...mér finnst að við ættum að taka upp þessa reglu hjá okkur. Eða snúa henni við og þegar hitinn fer yfir 25° þá mega allir vera í fríi....já, nema sundlaugar fólkið....og ,,bæjarins bestu,, liðið.

Laugardagurinn 5.mars
Venjulega þá eru sambýlingar mínir ekki heima um helgar. Þegar ég vaknaði þá var ég ekkert smá þyrst svo ég hoppaði í stuttbuxur og svona til vonar og vara þá setti ég á mig brjóstahaldarann. Svo auðvitað gleymdi ég mér í eldhúsinu. Nema hvað að dyrasíminn hringdi, jú, jú og ég ætlaði að svara í hann og þar sem ég bý á 5.hæð þá hugsaði ég með mér að ég hefði nú nægan tíma til að hoppa í föt á meðan gesturinn kæmi sér upp. Nei, nei óboðni gesturinn var fyrir utan hurðina hjá mér og heyrði mig auðvitað svara í símann svo ég varð að opna hurðina. Jú, jú, ég fel mig bara á bakvið hurðina, flaug í gengum huga minn þegar ég opnaði ,,þetta reddast”. Ég opnaði hurðina og reyndi að kíkja bara með hausnum fram, þið vitið. En áður en ég vissi af þá var kominn prestur inn í íbúðina mína og ekki nóg með það á eftir honum fylgdu 3 strákar. Presturinn var nú ekki mikið að kippa sér upp við klæðaburð minn og gekk út einu herbergi í annað og fór með einhverja þulu og hristi eitthvað silfurprik. Guð má vita hvað í ósköpunum maðurinn var að gera, ég hef ekki hugmynd. Áður en presturinn og fylgdarsveinar hans strunsuðu út, þá spurði einn af sveinunum mig að því hvort á væri nemi...jú, jú, það passar....ok, takk og bæ. Ha....bíddu...af hverju! Alltaf er maður að upplifa eitthvað nýtt!

Sunnudagurinn 6.mars
Áfram Samptoria! Du du du ru du! Vá, ég veit ekkert um fótbolta. En ég hafði samt mjög gaman að því að fara á leikinn í dag. Maður þar nú ekki mikið að vita til að geta skemmt sér vel. Regla 1: finna sér lið til að styðja. Regla 2: ekki fagna þegar hitt liðið skorar. Regla 3: fagna þegar þeir sem eru næstir þér fagna. Regla 4: ekki spyrja hvað liðin heita, því þá kemur þú upp um þig. Regla 5: ekki ræða mikið um leikinn í hálfleik því þá getur þú líka komið upp um þig.....sko, ég er ekkert smá góð í þessu. Já, og ef þú villt hafa mjög gaman af þessu þá er REGLA 6: halda með liðinu sem vinnur. Og auðvitað unnum við!
Ég er samt ekki alveg komin inn í að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á leikinn, en ég get samt drukkið bjórinn sem fylgir með. Þá er maður allaveganna að sýna lit...ekki satt....!!!

Núna er 11 stiga hiti og því lítill sem enginn snjór eftir. En það var samt gott að fá smá snjó til að minna mann á ykkur heima. Farið vel með ykkur elskurnar mínar. Mile baci. Krunka

föstudagur, mars 04, 2005

Sísí skíðadrottning kíkti í heimsókn!

Þriðjudagurinn 22.febrúar
Sísí sæta kom að heimsækja mig. Það var ekkert smá gaman að fá hana í heimsókn og ég tala nú ekki um að fá að tala íslensku í smátíma. Ekki leið langur tími þangað til fólkið hérna var búin búa til nýtt nafn á hana og það CC. Hjómar eins en .....sísí er ekkert rosalega erfitt eða....

Miðvikudagurinn 23.febrúar
Ungfrú CC var ekki búin að vera hérna í sólarhring þegar hún var búin að finna sér nokkra hausa til að klippa. Ástandið var svo slæmt á einum bænum að við lofuðum okkur í að koma og elda og klippa. Við nánast neyddum strák greyin undir skærin, en auðvitað voru þeir mjög ánægðir með útkomuna....veit ekki alveg með matinn því ég sá um þann part af samningnum!

Eftir matinn smelltum við okkur á Grigua og svo á Milk. Sísí þurfti næstum á áfallahjálp að halda þegar hún sá staðinn. Hann er frekar subbulegur og já ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa honum....það mætti líkja honum við Sirkus nema mikið stærri! Ojjj....en allaveganna þá spila þeir góða tónlist og maður hittir mikið af skemmtilegu fólki. Sísí hitti mikið af fólki sem þurfti að snyrta barta, raka skegg eða klippa hár svo ég ákvað að draga hana heim áður en hún væri komin í fullavinnu hérna....þetta átti að vera frí!

Fimmtudagurinn 24.febrúar
Lísa skvísa bauð okkur í mat. Ég var mjög spennt að sjá hvað hún ætlaði að elda fyrir okkur því ég bjó með henni fyrir áramótin og ég veit hvað hún borðar...uuuuu! En hún stóð sig vel og eldaði fyrir okkur hamborgara.

Eftir matinn fórum við á einhvern spænskan stað. En það er eins og með nöfnin á leikurum og bíómyndum...auðvitað man ég ekki hvað hann heitir. En við skemmtum okkur konunglega að sjálfsögðu.

Föstudagurinn 25.febrúar
Túristinn var tekin á hátískuborgina Mílanó. Þræddum hverja búðina á fætur annarri þangað til heimildin leyfið ekki meir. Þegar við komum fyrir utan dómuna þá réðust einhverjir plebbar á okkur, settu popp í hendurnar á okkur svo allur dúfna hópurinn settist á okkur, svo tóku nokkrar myndir og heimtuðu svo pening af okkur. Sísí er svo góð stelpa og með svo hreina og góða samvisku að hún gaf þeim pening...en ég er aftur á móti enginn engill svo ég gekk burt og það með góða samvisku. Talandi um að vera góðir í að hösla túrista! Við vorum höslaðar...hihi!

Laugardagurinn 26.febrúar
Það var ræs um 5 leytið, en þó ekki með pottum og tilheyrandi. Bara mjög ljúft! Og þá var hoppað í skíðadressið og beint á kaffihús til að fá sér morgunmat. Sætabrauð með nutella og kaffi....hvernig geta þeir borðað þetta í morgunmat. En stemmarinn er ótrúlegur á kaffihúsum svona snemma á mornanna.

Eftir orku mikinn morgunmat fórum við á skíðasvæði sem heitir Píla. Yndislegur staður, auðvitað var veðrið æðislegt. Upp á topp gátum við séð yfir allan alpana. Vááá.....ég er alveg ástfangin af þessum fjöllum!

Sunnudagurinn 27.febrúar
Sísí fékk útrás á hausnum á mér svo nú er ég komin með nýja klippingu og er rosa sæt. Góð þjónusta sem Cleó í Garðabænum er með, það er eitt að fá hárgreiðslukonuna heim en allaleið til ítalíu, þetta er æði!

Mánudagurinn 28.febrúar
Við píurnar ætluðum bara að vera rólegar. Byrjuðum á því að fara á veitingastaðin sem er hérna í næsta húsi við mig. Svo ákváðum við að fá okkur einn bjór á hverfisbarnum mínum. En þið vitið oft kallar einn á annan.....en við skulum bara segja að það var mjög gott að við þurftum bara að labba 3 mín og þá vorum við komnar heim.

Þriðjudagurinn 1.mars
Hádegismatur fyrir þýsku senjorinuna Ines og sænka gaurinn hann Fredrik. Svo var komið að því að senda Sísí heim. Ég vildi bara hafa hana hérna hjá mér....en hún talaði um einhvern skóla og vinnu og eitthvað rugl....meiri stelpan. En það var æðislegt að fá hana í heimsókn, takk fyrir komuna.

Miðvikudagurinn 2.mars
Marika ein af finnsku stelpunum átti afmæli. Hún hélt rosa party og svo eftir það var auðvitað farið á Grigua og svo Milk. Ég ákvað að fara út svörtum buxum og þær eru að sjálfsögðu ekki með neinum vösum. Svo maður verður bara að búa til vasa ef maður ætlar ekki að dansa með töskuna sína....skáti káti!

Fimmtudagurinn 3.mars
Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ennþá í sokkunum vegna þess að það er hrikalega kalt í herberginu mínu. Nema hvað þeir voru fullir af drasli.....peningar, miðar og allskonar dót hrundi úr sokkunum þegar ég fór út þeim. Já, og svo fann ég 1 evru í brjóstahaldaranum mínum! Er það nú ástand....!

Þegar ég vaknaði þá hélt ég að ég væri komin heim! Genova er að fenna í kaf! Ég er örugglega eina menneskjan sem fagna þessu veðri. Mér finnst þetta æði! Allir að klessa á alla, enginn skóli og allt í volli....bara gaman!

Farið vel með ykkur. Lofa að skrifa oftar! Ciao