mánudagur, febrúar 21, 2005

Snjóbretta pía...nei, langt því frá!

Fimmtudagurinn 16.febrúar
Marina sambýliskona mín tók mig í smá ítölsku kennslu, og svo vildi hún fá smá kennslu í íslensku. Jú, jú ekkert mál....en eina sem hún vildi læra voru blótsyrði. Svo ekki láta ykkur bregða ef hún svarar einhver tímann í símann minn og segir eitthvað ljótt! Ekki mér að kenna....

Hey, ég ákvað að fara í bað svona til tilbreytingar! Nema hvað að ég fékk félaga með mér í baðið. Það gerist nú ekki á hverjum degi svo ég ætti að vera ánægð með svoleiðis upp á komu. Nei, nei...ég rétt náði að setja handklæðið utan um mig áður en ég flaug út um baðherbergisdyrnar.....mínum sambýlingum til mikilla ánægju! Tómatso, herramaðurinn á heimilinu kom mér til hjálpar og drap helv.....kvikindið!

Föstudagurinn 17.febrúar
Jæja, ég verð nú bara að viðurkenna fyrir ykkur að ég er enginn snjóbrettapía. Já, ég fór og lét reyna á hæfileika mína á snjóbretti. Sumt er bara ekki að virka hjá manni, maður getur ekki verið góður í öllu... En það var samt rosalega gaman. Ég horfði yfir alpana í austurríki, sviss, þýskalandi og auðvitað þá ítölsku. Þetta var geðveikt! Já, og ég sá Mount Blank (vona að þetta sé rétt skrifað) hihi....

Laugardagurinn 18.febrúar
Eftir að æðislegan dag í fjallinu, var ég að sjálfsögðu frekar þreytt og aum eftir rúllað um brekkurnar allan daginn. Svo planið var að sofa aðeins lengur en vanalega. Nei, ég var vakin 10:00. Maðurinn á eftir hæðinni byrjaði að glamra á þetta blessaða píanó. Þetta er vissulega mjög fallegt og allt það en það ætti að vera bannað með lögum að byrja fyrir hádegi!

Sunnudagurinn 19.febrúar
Hey, ég er búin að finna það út hvað fólk gerir á sunnudögum. Ég þurfti aldrei þessu vant að fara í IKEA. Kemur það ykkur ekki á óvart! Vááá.....þeir gættu breytt þessu risa húsi í risa barnaheimili. Fjölskyldurnar streymdu þarna inn hver á eftir annarri. Börnin voru hoppandi út um allt, sófum, rúmum, boðum...allstaðar. Hangandi í gardínum, snýta sér í handklæðin, kveikja og slökkva á lömpunum, hlaupa fyrir lappirnar á manni og fleira í þessum dúr. Það er örugglega betri getnaðarvörn að vinna í IKEA heldur en á sumarnámskeiðum og ég sem hélt að það væri það besta. Nei....maður ætti kannski að sækja um í IKEA. Eða .....nei, kannski bara ekki!

Mánudagurinn 20.febrúar
Það er gott að vera kennari hérna á ítalíunni. Maður mætir bara svona eftir hentuleika. Og það er nú bara óskrifuð regla að mæta allaveganna 15mín of seint. Í dag þá fann kennarinn minn sér eitthvað annað að gera en að mæta til vinnu. Ætli hann sé í verkfalli... nei, það getur ekki verið íslenskir kennarar eru með einkaleyfi á því! Allaveganna þá vona ég að hann hafi verið að gera eitthvað skemmtilegt. Góð vinna!

Farið vel með ykkur og haldið áfram að commenta, það ekki mikið til að gleðja mitt litla hjarta en mér finnst alltaf jafn gaman að lesa commentin frá ykkur.

Ciao, llta eða eins og ég var kölluð í dag! Breytilegt nafn ekki satt! Hjómar eins og Hilda..eða..!