Á skíðum skemmti ég mér tra la la la.....
Föstudagurinn 4.febrúar
Ákveðið var að taka því rólega. Við fórum á kínastað og fengum okkur kjúlla og gumms í furðulegri sósu. Þetta voru samt örugglega kettlingar og litlar sætar kanínur í dulargerfi...maður veit aldrei! Gott samt sem áður.
En eins og áður var sagt þá átti þetta kvöld að vera rólegt!!! Ég kom heim um 6 leytið, henti einhverju í tösku og dreif mig á lestarstöðina. Upppssss.....aðeins og sein og auðvitað missti ég af fyrstu lestinni og ég hélt þar með að ég væri búin að rústa ferðaplaninu hihih.....en þetta fór samt allt vel. Það er alltaf skemmtilegast að fara út á lífið þegar maður ætlar sér svo innilega að gera ekki neitt...!!!
Laugardagurinn 5.febrúar
Úr einni lest í aðra, þetta var nú meira ferðalagið. Eftir 12 tíma þá var ég loksins komin til Salzburg.En þá átti ég eftir að redda mér til Zell am See sem er 80 min frá borginni. Uuuuu....þar sem ég er hæfilega kærulaus þá var ég að sjálfsögðu ekki búin að hugsa um hvernig ég ætti að koma mér þangað, heldur var ,,þetta reddast” hugarfarið notað. Jú, ég ákvað að fara út á flugvöll og athuga hvort ég fengi nú ekki far með Heimsferðarútunni. Nema hvað, það var laust pláss og ég þurfti bara að gefa einhverjum blá ókunnugum manni koss á kinnina fyrir.
Ég ætti kannski að deila því með ykkur af hverju ég var á þessu ferðalagi. Jú, um jólin þá ákváðu nokkrir einstaklingar úr hjálparsveitinni að fara í skíðaferð. Zell am See varð fyrir valinu og sjáum við alls ekki eftir því, alveg snilldarstaður.
Hvar er Palli? Maður á bak við ferðina varð eftir heima en vonandi kemst hann á leiðarenda á næsta ári. Góð hugmynd samt sem áður Palli minn!
Þeir sem komust með flugi að heiman voru Sigfrið, Gísli, Eiríkur E og F.
Sunnudagurinn 6.febrúar
Skíðasvæðið tók á móti okkur með glaðasólskini og dúndur færi. Og að sjálfsögðu tókum við daginn með trompi og vorum í fjallinu frá 9-17. Og þá var farið heim á hótel, skolað af sér og svo út að borða.
Mánudagurinn 7.febrúar
Þessum degi eyddum við á jöklinum sem var rétt hjá okkur. Það var æðislegt, ég get ekki einu sinni líst því hvað það var fallegt þarna uppi í fjöllunum. Ég veit ekki alveg hversu hátt við fórum en það var allaveganna rosalega hátt!!! Eftir að hafa skíðað heilan dag, þá ákváðum við að fá okkur einn kaldan og góðan alveg á toppnum. Hugmyndin um að fá sér einn kaldan var vissulega góð, en alveg á toppnum, veit ég ekki alveg. Við vorum eins og ég veit ekki hvað á leiðinni niður...
Já, einmitt! Það er voðalega gott að fara í sauna eftir dag í fjallinu. Nei, nei, eruð þið ekki að grínast, þar voru bara bjóst og berir bossar um allt. Ég er greinilega ekki þessi villta týpa, þetta sló mig alveg út af laginu....!!! Þau mega bara hlæja að mér í mínum sundfötum úr þeim fer ég ekki, takk fyrir!
Þriðjudagurinn 8.febrúar
Ég byrjaði á því að bjóða Gísla og Eiríki góðan daginn en að þessu sinni á ensku, gúgú...það er nú ekki alveg allt í lagi með mann!
Ella gella bættist í hópinn, en hún er líka út HSG og var að koma að heimsækja Sunnu farastjórann okkar.
Í fjallinu voru allir klæddir í einhverja grímubúninga. Það var einhverskonar öskudagur í gangi. Það er mjög algengt að fólk fer á barinn eftir að daginn, og við urðum nú að prufa það líka. Stemmarinn var rosalegur, söngurinn ómaði um dalinn, fólk dansandi upp á borðum, sturtandi í sig bjór. Áður en við vissum af þá vorum við orðin ansi skrautleg!
Eftir þessa heimsókn okkar á Andrés ski barinn þá fórum við í bæinn. Jú, jú, þar var einhver hátíð í gangi og fólk var alveg á sama hressleika stigi og við. Við enduðum upp á sviði með einhverri hljómsveit og tókum vel undir í lagi sem kunnum ekki einu sinni...mjög gaman en ekki alveg að virka. Hihi...
Miðvikudagurinn 9.febrúar
Mættum hress og kát í fjallið um 9 leytið. Skíðuðum allan daginn og fórum svo og skoðuðum annan bæ um kvöldið. Góður en frekar rólegur dagur....
Fimmtudagurinn 10.febrúar
Þetta var keppnisdagurinn okkar. Við erum góð í öllum keppnum. Sigfrið tók upp á því að búa sér til sína eigin keppni. Reglan er einfaldlega sú að þú lætur engan við hvað það er verið að keppast um og þá ertu öruggur sigurvegari, og það er líka auðveldar að hagræða úrslitum í svoleiðis keppni. Ú...ég vann!
Um kvöldið, fórum við svo með stórum hópi Íslendina upp í fjall í sleðakeppni. Við að sjálfsögðu unnum, sama hvernig við horfum á keppnina. Við notuðum regluna sem ég útskýrði hérna fyrir ofan. Við Gísli vorum saman í liði og við stóðum okkur helviti vel. Í fyrri umferðinni unnum við flugkeppnina, ég flaug 3 og Gísli 2,5 metra. Veit ekki alveg með hina keppendurna....enda skiptir það ekki máli þegar maður er búin að vinna!
Í seinni umferð unnum við skranskeppnina, við lentum í smá hremmingum og þurftum aðeins að hægja á okkur, en þar sem bremsubúnaðurinn á sleðunum er ekki alveg sá besti þá runnum við aðeins til, hrundum af sleðanum og náðum bara ágætu skransi. En þetta kom sér vel, því við vorum ekki í búningum og nú gat fólk séð að við vorum saman í liði, hann með skranssár á auganu og ég á kinninni! Hey, já! Við unnum samsagt búningakeppnina líka.....þrefaldur sigur!
Föstudagurinn 11.febrúar
Aftur á skíðin og upp í fjall, ég verð að viðurkenna að það var frekar óþægilegt að smella klossunum þennan daginn. Fæturnir voru orðin eitthvað lúnir enda ekki vanir að skíða 5 daga í röð. En þar sem þetta var síðasti dagurinn þá var auðvitað skíðað fram á síðustu mínútu.
Já, og svo enduðum við ferðina á því að smella okkur aftur í sauna með öllu bera fólkinu...!!!
Laugardagurinn 12.febrúar
Dú dú....lest og önnur lest og margar lestar...vá hvað ég var fegin þegar ég loksins komst heim, ég var frekar þreytt en ekkert smá ánægð með ferðina, þetta var algjör snilld.
Sunnudagurinn 13.febrúar
Ég leyfði sjálfri mér að sofa út, enda sunnudagur og lítið annað hægt að gera hérna. Nema hvað ég fékk sjokk þegar ég vaknaði, sólskin og 15° hiti. Svo ég ákvað að drífa út að gera eitthvað í sólinni. Ég fór niðri miðbæ hjá okkur og þá var einhver hátíð í gangi. Ég myndi giska á öskudaginn, því öll börnin voru klædd í búninga og voru að slá köttinn út tunnunni. Hvað er málið, ef ég man rétt þá voru börnin líka klædd í búninga sunnudaginn fyrir 2 vikum síðan.... í hverskonar landi bý ég eiginlega! Hehe...
Ekki er meir að frétta af mér í bili. Ég sendi ykkur hlýjar og góðar kveðjur héðan út hitanum, farið vel með ykkur!
Ákveðið var að taka því rólega. Við fórum á kínastað og fengum okkur kjúlla og gumms í furðulegri sósu. Þetta voru samt örugglega kettlingar og litlar sætar kanínur í dulargerfi...maður veit aldrei! Gott samt sem áður.
En eins og áður var sagt þá átti þetta kvöld að vera rólegt!!! Ég kom heim um 6 leytið, henti einhverju í tösku og dreif mig á lestarstöðina. Upppssss.....aðeins og sein og auðvitað missti ég af fyrstu lestinni og ég hélt þar með að ég væri búin að rústa ferðaplaninu hihih.....en þetta fór samt allt vel. Það er alltaf skemmtilegast að fara út á lífið þegar maður ætlar sér svo innilega að gera ekki neitt...!!!
Laugardagurinn 5.febrúar
Úr einni lest í aðra, þetta var nú meira ferðalagið. Eftir 12 tíma þá var ég loksins komin til Salzburg.En þá átti ég eftir að redda mér til Zell am See sem er 80 min frá borginni. Uuuuu....þar sem ég er hæfilega kærulaus þá var ég að sjálfsögðu ekki búin að hugsa um hvernig ég ætti að koma mér þangað, heldur var ,,þetta reddast” hugarfarið notað. Jú, ég ákvað að fara út á flugvöll og athuga hvort ég fengi nú ekki far með Heimsferðarútunni. Nema hvað, það var laust pláss og ég þurfti bara að gefa einhverjum blá ókunnugum manni koss á kinnina fyrir.
Ég ætti kannski að deila því með ykkur af hverju ég var á þessu ferðalagi. Jú, um jólin þá ákváðu nokkrir einstaklingar úr hjálparsveitinni að fara í skíðaferð. Zell am See varð fyrir valinu og sjáum við alls ekki eftir því, alveg snilldarstaður.
Hvar er Palli? Maður á bak við ferðina varð eftir heima en vonandi kemst hann á leiðarenda á næsta ári. Góð hugmynd samt sem áður Palli minn!
Þeir sem komust með flugi að heiman voru Sigfrið, Gísli, Eiríkur E og F.
Sunnudagurinn 6.febrúar
Skíðasvæðið tók á móti okkur með glaðasólskini og dúndur færi. Og að sjálfsögðu tókum við daginn með trompi og vorum í fjallinu frá 9-17. Og þá var farið heim á hótel, skolað af sér og svo út að borða.
Mánudagurinn 7.febrúar
Þessum degi eyddum við á jöklinum sem var rétt hjá okkur. Það var æðislegt, ég get ekki einu sinni líst því hvað það var fallegt þarna uppi í fjöllunum. Ég veit ekki alveg hversu hátt við fórum en það var allaveganna rosalega hátt!!! Eftir að hafa skíðað heilan dag, þá ákváðum við að fá okkur einn kaldan og góðan alveg á toppnum. Hugmyndin um að fá sér einn kaldan var vissulega góð, en alveg á toppnum, veit ég ekki alveg. Við vorum eins og ég veit ekki hvað á leiðinni niður...
Já, einmitt! Það er voðalega gott að fara í sauna eftir dag í fjallinu. Nei, nei, eruð þið ekki að grínast, þar voru bara bjóst og berir bossar um allt. Ég er greinilega ekki þessi villta týpa, þetta sló mig alveg út af laginu....!!! Þau mega bara hlæja að mér í mínum sundfötum úr þeim fer ég ekki, takk fyrir!
Þriðjudagurinn 8.febrúar
Ég byrjaði á því að bjóða Gísla og Eiríki góðan daginn en að þessu sinni á ensku, gúgú...það er nú ekki alveg allt í lagi með mann!
Ella gella bættist í hópinn, en hún er líka út HSG og var að koma að heimsækja Sunnu farastjórann okkar.
Í fjallinu voru allir klæddir í einhverja grímubúninga. Það var einhverskonar öskudagur í gangi. Það er mjög algengt að fólk fer á barinn eftir að daginn, og við urðum nú að prufa það líka. Stemmarinn var rosalegur, söngurinn ómaði um dalinn, fólk dansandi upp á borðum, sturtandi í sig bjór. Áður en við vissum af þá vorum við orðin ansi skrautleg!
Eftir þessa heimsókn okkar á Andrés ski barinn þá fórum við í bæinn. Jú, jú, þar var einhver hátíð í gangi og fólk var alveg á sama hressleika stigi og við. Við enduðum upp á sviði með einhverri hljómsveit og tókum vel undir í lagi sem kunnum ekki einu sinni...mjög gaman en ekki alveg að virka. Hihi...
Miðvikudagurinn 9.febrúar
Mættum hress og kát í fjallið um 9 leytið. Skíðuðum allan daginn og fórum svo og skoðuðum annan bæ um kvöldið. Góður en frekar rólegur dagur....
Fimmtudagurinn 10.febrúar
Þetta var keppnisdagurinn okkar. Við erum góð í öllum keppnum. Sigfrið tók upp á því að búa sér til sína eigin keppni. Reglan er einfaldlega sú að þú lætur engan við hvað það er verið að keppast um og þá ertu öruggur sigurvegari, og það er líka auðveldar að hagræða úrslitum í svoleiðis keppni. Ú...ég vann!
Um kvöldið, fórum við svo með stórum hópi Íslendina upp í fjall í sleðakeppni. Við að sjálfsögðu unnum, sama hvernig við horfum á keppnina. Við notuðum regluna sem ég útskýrði hérna fyrir ofan. Við Gísli vorum saman í liði og við stóðum okkur helviti vel. Í fyrri umferðinni unnum við flugkeppnina, ég flaug 3 og Gísli 2,5 metra. Veit ekki alveg með hina keppendurna....enda skiptir það ekki máli þegar maður er búin að vinna!
Í seinni umferð unnum við skranskeppnina, við lentum í smá hremmingum og þurftum aðeins að hægja á okkur, en þar sem bremsubúnaðurinn á sleðunum er ekki alveg sá besti þá runnum við aðeins til, hrundum af sleðanum og náðum bara ágætu skransi. En þetta kom sér vel, því við vorum ekki í búningum og nú gat fólk séð að við vorum saman í liði, hann með skranssár á auganu og ég á kinninni! Hey, já! Við unnum samsagt búningakeppnina líka.....þrefaldur sigur!
Föstudagurinn 11.febrúar
Aftur á skíðin og upp í fjall, ég verð að viðurkenna að það var frekar óþægilegt að smella klossunum þennan daginn. Fæturnir voru orðin eitthvað lúnir enda ekki vanir að skíða 5 daga í röð. En þar sem þetta var síðasti dagurinn þá var auðvitað skíðað fram á síðustu mínútu.
Já, og svo enduðum við ferðina á því að smella okkur aftur í sauna með öllu bera fólkinu...!!!
Laugardagurinn 12.febrúar
Dú dú....lest og önnur lest og margar lestar...vá hvað ég var fegin þegar ég loksins komst heim, ég var frekar þreytt en ekkert smá ánægð með ferðina, þetta var algjör snilld.
Sunnudagurinn 13.febrúar
Ég leyfði sjálfri mér að sofa út, enda sunnudagur og lítið annað hægt að gera hérna. Nema hvað ég fékk sjokk þegar ég vaknaði, sólskin og 15° hiti. Svo ég ákvað að drífa út að gera eitthvað í sólinni. Ég fór niðri miðbæ hjá okkur og þá var einhver hátíð í gangi. Ég myndi giska á öskudaginn, því öll börnin voru klædd í búninga og voru að slá köttinn út tunnunni. Hvað er málið, ef ég man rétt þá voru börnin líka klædd í búninga sunnudaginn fyrir 2 vikum síðan.... í hverskonar landi bý ég eiginlega! Hehe...
Ekki er meir að frétta af mér í bili. Ég sendi ykkur hlýjar og góðar kveðjur héðan út hitanum, farið vel með ykkur!
<< Home