þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Bellan, Bolonia og bíó!

Ég verð nú bara að segja, þið eruð nú meiri snillingarnir. Ekkert smá dugleg í commentunum!

Föstudagurinn 28.janúar
Við Anu frá Finnlandi og ungfrú Ines Sneider eða Sneiderina eins og ég kýs að kalla hana fórum og skoðuðum okkur um í Bolonia. Það væri samt réttara að segja að við hefðum skoðað okkur um í úthverfi Boloniu, þar sem stelpurnar gleymdu að lesa smáletrið þegar þær bókuðu hótelið okkar þá vissu þær ekki betur en við værum rétt hjá miðmænum. En nei.....allls ekki við vorum í lengst í rassgati og það tók okkur um 3 tíma að finna þetta yndislega hótel. Næst sé ég um að panta! En hótelið var fínt og Sneiderinan var meira að segja ánægð og þá er nú mikið sagt, kannski vegna þess að þeir voru með eina þýska rás í sjónvarpinu.....gæti verið.
Hey, já talandi um sjónvarp. Ég sá barnaefni (gott dulnefni fyrir sætan strák, ok, ég er með rugluna núna...hehe) og þeir voru að sýna eitthvað um ísland....af hverju, veit ég ekki alveg en ég þekkti allaveganna landið okkar...skildi ekki mikið meir! Hehe...

Laugardagurinn 29.janúar
Já, þá var kíkt í miðbæ Bolonia. Bærinn var rosalega flottur og æðislegur og allt það.....við vorum að frjósa út kulda, svo undirlokin þá vorum við eiginlega bara að flakka á milli kaffihúsa til að hlýja okkur. En ég get þó sagt að kaffið, kakóið og Mc Donalds er gott í Bolonia. Uffff....ég er búin að segja Bolonia ansi oft núna.....eftir að hafa næstum drepið okkur úr kulda þá tókum við lest frá Bolonia, (var bara að segja þetta einu sinni en) aftur heim til Genova! Núna er heitast hérna hjá okkur svo við höfum tekið þá ákvörðun að vera ekkert að túristast fyrr en það verður aðeins heitara hérna!

Sunnudagurinn 30.janúar
Þið munið það kannski að það er ekki hægt að gera neitt hérna á sunnudögum. Svo ég gerði auðvitað ekki neitt. Fór göngu um bæinn og þreif íbúðina. Hún var og er enn rosalega skítug. Þetta er eilífðar verk en ég veit þó hvað ég get gert þegar mér leiðist! NEI, mér leiðist aldrei það mikið að þrif verði skemmtileg! Þið vitið að ég er enginn rosalegur snyrtipinni en þetta er samt algjör vibbi......hehe!!!

Mánudagurinn 31.janúar
Þessir ítalir eru svo yndislegir!!! Ég keypti fyrir nokkrum dögum internetkort í tölvuna mína, og þar sem ég er ekki alveg að gera góða hluti þegar það kemur að tölvum og tækni yfirhöfuð þá var þetta bara alls ekki að virka hjá mér og ég næstum búin að rústa tölvunni minni og hárreita sjálfan mig. Svo ég gafst upp og fór með tölvuna mína og að sjálfsögðu þetta helv...kort! Bjóst að sjálfsögðu við að maðurinn í búðinni gæti nú lagað þetta á svipstundu, en eftir 3ja tíma bið þá komst hann að því að það gleymdist að starta kortinu. Ohhhh.....þeir eru svo klárir þegar það kemur að einhverju sem tengist tölvum, meira að segja ég slæ þeim út og þá er nú mikið sagt!!!

Já, og svo smellti ég mér í bíó. Þeir eru með eina sýningu á viku þar sem þeir sína enska mynd. Jú, jú við vorum 6 í salnum. Nú skil ég af hverju það er bara ein sýning! En guð minn góður, þetta var vægast sagt hræðileg mynd, útskýrir kannski afhverju við vorum bara 6! Hún hét eitthvað sem ég man ekki! Það hlýtur að koma öllum á óvart, ég sem veit allt um bíómyndir..... leikarinn sem var í myndinni hét.....nei, ohhhh, man það ekki heldur! Ég er góð í þessu. En með góðri þýðingu yfir á íslensku þá myndi ég kalla myndina ,,vélargaurinn” en þeir þýddu hana ,,maðurinn sem gat ekki sofið” ég veit ekki hvor þýðingin er betri! Mín að sjálfsögðu...

Þriðjudagurinn 1.febrúar
Í dag var sól og ég fór með sól í hjarta og söng á vörum niður í bæ að læra! Ok, það er ljótt að plata ég fór með bækurnar með mér en ég komst ekki svo langt að taka þær upp...það er hugurinn sem gildir er það ekki! Ekki alltaf!!!

Nóg af bulli í bili, farið vel með ykkur! Ciao