miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Aldur, nýbúar og skólamál!

Mánudagurinn 14.febrúar
Jæja, nú eru allt að fara að gerast hérna. Ég mætti spræk á tungumálanámskeið, sökum þess að það var bara leyfilegt að taka eitt námskeið á vegum háskólans þá skráði ég mig í eitthvað námskeið sem nýbúi...er ég það ekki annars. Maður verður að bjarga sér!

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir! Motto dagsins!

Þriðjudagurinn 15.febrúar
Mér var hugsað til þess að ég kom hérna út til að vera í háskóla ekki satt. Ekki hefur mikið bólað á mætingu minni í hann einfaldlega vegna þess að hann er ekki byrjaður. Mér var sagt þegar ég kom að hann myndi byrja einhver tíman í lok mánaðarins, gott svar.... En bara svona til að hafa eitthvað á hreinu þá bað ég um tímatöflu, já, nei, nei, ertu eitthvað að drífa þig góða mín, hún verður ekki til fyrr en vikuna fyrir eða eitthvað svoleiðis! Ummmm....æðislegt! En þar sem ég er orðin vön svona góðum og áreiðanlegum svörum þá brosti ég bara og fór heim og hætti að hugsa um þenna skóla...
En mér var á að tékka á tímatöflunni bara svona af því að ég átti leið hjá! Það var ekki seinna vænna, ég byrja á mánudaginn....á maður bara að finna þetta á sér eða....maður spyr sig. Gott skipulag!

Miðvikudagurinn 16.febrúar
Afmælisbarn dagsins er enginn önnur en drottningin hún Ester Sif. En ég veit ekki alveg hvort ég vilji segja ykkur hvað hún er gömul....jú, ég verð hún er TUTTUGU OG ÞRIGGJA! Muaaaahhhh....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN...

Fyndið þegar ég var lítil stelpa þá fannst mér allir sem voru komnir yfir 20 ára mjög fullorðið fólk, og ég átti það meira segja til að segja maðurinn og konan um fólk...bara ef maður gæti nú spólað til baka! Sorry....

Þegar eldri systkini mín náðu þeim árangi að verða 24 ára þá fannst mér þau svo stór og ég skildi ekkert í þeim að vera ekki búin að drita niður hrúgu af krakkalökkum. Hemmi eru ekki að verða 24 annars....hint hint!

Ég ætla að fara að læra smá, og svo að hafa mig til því það er jú, miðvikudagur og þá hittumst við og eldum saman úr stóru ítölsku uppskriftarbókinni. Að þessu sinni varð samt tortillas eða fahitas fyrir valinu. Er ekki alveg klár á þessu en ég hlakka samt sem áður til að athuga hvort þetta smakkast eitthvað öðruvísi hérna á ítalíunni. Efa það samt stórlega...

Hafið það gott elskurnar mínar og það er bannað að gleyma mér!

Mile baci, ciao!