fimmtudagur, janúar 06, 2005

Takk fyrir árið, jólin og allt saman!

Gleðilegt ár elskurnar mínar. Ég vona að þið hafið haft það gott um jól og áramót. Ég er búin að vera rosalega upptekin við að snúast í kringum rassinn á sjálfri mér undanfarið og þess vegna hef ég ekkert skrifað inn á þessa líka ljómandi síðu mína.

Ég hef hugsað mér að setja inn myndir á næstu dögum. Lofa engu samt! Ég fer út 17.janúar og þá getið þið byrjað að lesa aftur. Ég efa það stórlega að ég skrifi mikið þangað til.

Hafið það gott