föstudagur, janúar 14, 2005

Erfitt að kveðja!

Já, það er erfitt að segja bless við ykkur í annað sinn. Mikið erfiðara en ég bjóst við. Jólafríið mitt er búið að vera yndislegt. Ég er búin að gera trilljón og fimmtíu hluti og allir eru þeir jafn skemmtilegir. Takk fyrir frábært frí:)

Útivistarveran sem býr innan í mér hefur þó ekki fengið nógu mikla útrás svo hún pantaði sér ferð til Austurríkis á skíði í vikuferð í febrúar. Vonandi róast hún aðeins!

Ég fór þó á Hveravelli í Desember í trillta ferð sem tók ótal marga tíma en hún var samt mjög góð. Nóg af snjó, skíði og fínirí. Ég prufaði að fara á sleða en þar sem ég var ekki hörku ökufantur þá fékk ég góðan einstakling til að skipta við mig eftir að ég var næstum búin að keyra niður skilti og vegstiku! Góður bílstjóri samt sem áður, á maður ekki alltaf að kenna færðinni um....það var vont veður.... ekki satt Sísí!!!

En allaveganna um helgina ætlaði ég í Ísklifur en sökum þess að ég er að horast, eða með kvef eins og flestir sannir íslendingar þá ákvað ég að vera bara í höfuðborginni svona síðustu dagana.

Ég fer út á mánudaginn 17.janúar og ég er með smá hnút í maganum. En það reddast eins og allt annað. Ég á flug út og svo kemur restin bara í ljós. Ég leyfi ykkur að fylgjast með mér hérna á síðunni. Númerið mitt úti er 00 39 3209 555750. Heimili: ófundið.

Verið duglega að skrifa á commentakerfið! Ég verð örugglega pínulítið dáldið smá mikið einmanna næstu daganna. Farið vel með ykkur elskurnar mínar.

Ykkar Krunka