mánudagur, desember 06, 2004

Stór ákvörðun tekin! Ég ætla að fara aftur út eftir áramótin!

Þriðjudagurinn 30.nóvember
Dansmærin hún Þórdís Schram vinkona mín varð 22 ára þennan. Til hamingju með daginn sæta! Ég vona að þú hafir gert eitthvað skemmtilegt þar sem maður á bara afmæli einu sinni á ári!

Þessi dagur var frekar rólegur hjá mér, fór þó og verslaði einhverjar jólagjafir og naut þess að vera í þessari yndislegu borg sem nýbúið er að gera heiðarlega tilraun til að skreyta! Uppss.....þeim vantar einhvern góðan stíllista!!!

Ég og Ester vinkona áttum gott samtal um minnihluta hópa og ég komst að því að ég er ótrúlega vond manneskja. Ég elska minnihluta hópa og mér finnst þeir endalaust fyndnir. Fer ekki nánar út í þetta....enda mynduð þið eflaust hætta að tala við mig. En ein spurning samt, eru offitu sjúklingar minnihlutahópur? Bara að spyrja....hihi!

Miðvikudagurinn 1.desember
Eins og flesta miðvikudaga þá skelli ég mér á Grigua á Erasmus kvöld. Ég er að spá í að gefa þessum ágæta stað jólagjöf. Ég var að spá í að gefa þeim lás á klósett hurðina. Það er eitt ef það vantar pappír en hvað er málið með að hafa lásinn ekki í lagi! Ég get svo svarið fyrir það að það er ekki lás á öðrum hverjum stað hérna úti. Hvað finnst fólki gaman að láta ganga inn á sig á meðan...!!! Mann spyr sig!

Fimmtudagurinn 2.desember
Uffff......heimþráin náði heldur betur tökum á mér. Ég varð hálf lömuð og gat ekkert gert. Svo ég skellti mér bara á msn í nokkra tíma til að fá smá vorkunn frá fólki...hihi!!! Og ég fékk svo mikinn styrk frá þessu fólki sem ég spjallaði við að ég hef ákveðið að fara aftur út eftir áramótin! Heimþráin var ekki alvarlegri en þetta....hlakka samt endalaust mikið til að koma heim og knúsa ykkur og kyssa!!!

Hey, hérna er eitt af því sem fékk mig til að brosa þennan dag! P.s ég er með rosalegan aulahúmor, bara að vara þig við ef þú ætlar að hlusta á þetta! Hihi.... það er alveg ástæða fyrir því að maður á ekki að þýða lög yfir á önnur tungumál!
https://neptune.khi.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.b2.is/?sida=tengill%26id=77748

Föstudagurinn 3.desember
Jæja, þá var útliti síðunnar breytt. Ég var aðeins að prufa mig áfram á veraldarvefnum þar sem ég hafði ekki alveg not fyrir það að skipta um liti á stöfum né savea mynd á destopið í tölvufræðitímanum. En ég hefði kannski betur sleppt því þar sem allir linkarnir duttu út og ég kann ekkert að breyta því . En vonandi get ég lagað þetta bráðlega eða þar að segja fengið einhvern til að laga þetta fyrir mig bráðlega...hihi

Laugardagurinn 4.desember
Fórum á einhverja tónlistar hátíð sem haldin var hérna í miðbænum. Eitt af listasöfunum hérna var breytt í eitt risa diskótek. Alveg vel troðið af poppuðum Ítölum en samt mjög skemmtilegt.

Sunnudagurinn 5.desember
Dagurinn í dag er búin að fara í það að hanga á netinu og læra þess á milli. Við þurfum víst að læra vel fyrir prófið sem við förum í á fimmtudaginn næsta þar sem kennarinn er búin að fá sér tvo túlka. Við eigum ekki eftir að tala það mikið að hann þurfi tvo, en það er aldrei að vita nema að annar verði svo þreyttur á okkur að það verði gott að hafa einn til vara!

Farið varlega og passið ykkur á jólasveinunum! Ég frétti að þeir væru á leiðinni til byggða....verið einnig stillt því það styttist í það að setja skóinn út í glugga. Kveðja Sólarsleikir!