miðvikudagur, desember 08, 2004

Passið ykkur á ljósmyndurum og blaðamönnum!!!

Váá....107 heimsóknir á 4 dögum! Og ég held áfram að skrifa eitthvað bull...! Commenta kerfið er nú hérna fyrir ofan!

Mánudagurinn 6.desember
Silfurskottur...uppáhaldið mitt! Já, það eru nýju meðlimirnir í íbúðinni hjá okkur. Ég veit ekki hvenær þeir skrifuðu undir samning en allaveganna þar sem öll herbergi er full þá hafa þessar verur ákveðið að taka sér bólfestu inn á klósetti þangað til herbergin losna eða um áramótin! Viðbjóður....maður er með hjartað í buxunum þegar maður er að spræna. En það er gott maður getur þá migið í sig af hræðslu þegar maður sér þessi kvikindi ...hahahhahh...!!!

Þriðjudagurinn 7.desember
Hey, ég hefði átt að gera meira grín af Japönsku þýðingunni á laginu sem ég setti inn um helgina. Í dag fékk ég mail á Japönsku!!! jú, jú auðvitað skildi ég ekki neitt. Svo var viðhengi með, og athugaði hvað var í því. Já, einmitt þá er maður bara í einhverju japönski tímariti. Allsstaðar getur maður nú troðið sér. Vona bara að greinin sé ekki um offitu sjúklinga í Evrópu..haha!!!

Miðvikudagurinn 8.desember
Í dag er ég búin að sitja við eldhúsborðið hjá okkur lesa um hvernig tækni er ryðja öllu um koll í þessum ágæta heimi. Ég fékk ófáar heimsóknir þar sem við erum allar í prófum og ég sat í hjarta íbúðarinnar. Skemmtiatriði frá meðlimum Casa de mongo voru af ýmsum toga eins og sögur, dans, söngur og allskyns sprell. Það er ekki nema von að þetta mongo hafi fest við okkur....
Mitt hlutverk var að gefa þessum ungudömum rótsterkt kaffi sem reif vel í og var ekki lengi að skila sér í gengum sístemið.....það má nú ekki sofa yfir bókunum!!!

Kem heim eftir 9 daga! Hlakka til að sjá ykkur:) Farið varlega! Yfirbellan!!!