Jólabarnið í Róm!
Fimmtudagurinn 9.desember
Nú erum við að gera allt klárt fyrir heimkomuna. Við erum þó ekki farnar að pakka...bara að safna saman pappírum svo að við fáum þetta (nám) metið.
Tölvukennarinn minn er mjög léttur í lund. Í dag þegar ég hitti hann þá byrjaði á því að slá á hendina á mér og svo þegar ég var í þann mund að fara þá nikkaði hann í öxlina á mér. Þá var ég nú fljót að láta mig hverfa áður en hann færi að boxa mig....mjög skrítin en skemmtileg típa!
Föstudagurinn 10.desember
Þá voru allir rifnir upp klukka 5.00, ástæðan var reyndar þess virði eða vegna þess að við þurftum að ná rútu til að fara til Rómar. Ufff...ég var rosalega heppin...eða kannski ekki...alla veganna á leiðinni til Rómar sat Írskur strákur við hliðina á mér. Það var nú í lagi að greyið væri Írskur en hann var að hlusta á Írska tónlist alla leiðinna. Í þau fáu skipti sem hann tók dótið úr eyrunum þá talaði hann stanslaust og hann talaði svo hratt að ég skildi ekki orð! Svo tónlistin var eiginlega skárri kostur!
En þegar við komum til Rómar tókum við góðan túristahring, fórum svo út að borða og svo að hitta Erasmus nema Rómarborgar.
Laugardagurinn 11.desember
Gengum af okkur lappirnar í túrnum okkar um Róm. Maður gæti verið þarna í margar vikur að skoða. Rosalega saga og ekkert smá mikið af söfnum og dóti! Við fórum í Vatikanið og létum einhvern leiðsögumann plata okkur. Eða þar að segja fyrst var hún með einhvern frían túr um Kirkjuna og svo áður en við vissum vorum við búin að borga okkur í 3 klukkustunda túr um söfnin. Hún kann sko á ferðamennina pían!
Svo var farið út að borða og á einhvern klúbb á eftir. Á veitingarstaðnum var svaka stemmari í fólki, ég held þó að aðrir gestir staðarins hafi ekki verið í alveg jafn miklu stuði og við! Uppssíí....
já og bæ the wei...þá fengum við maga í matinn! Maga úr belju....held ég!
Sunnudagurinn 12.desember
Já, já! Jóli er líka í útlandinu. Við fengum allaveganna heimsókn á hótelherbergið okkar og þegar ég reyndi að útskýra fyrir þeim afhverju það væri nammi í skónum þeirra þá horfðu þær á mig eins og ég væri vangefin....og í kjölfarið fylgdi auðvitað sagan af okkar jólu. En aldre breyttist svipurinn nú var það ekki bar ég sem var van heldu öll þjóðin! Þessir útlendinar...skilja ekki neitt!
Eftir að hafa borða táfílu nammið þá fórum við á date með páfanum. Hann kom út á svalirnar sínar og var með ræðu sem við skildum auðvitað ekki. En það hefði ekki skipt máli því Ítalirnir
skildu ekki neitt heldur því maðurinn talar svo rosalega óskýrt. Það var mjög erfitt að horfa á þennan veika mann vera að reyna að sinna sínu djobbi. Mér finnst að það ætti að skipta núna! Vorkenni manninum....allstaðar í kringum okkur svo fólk grátandi örugglega af því að það vorkenndi honum líka.
En svo tók við rútuferðin heim. Auðvitað forðaðist ég Írann eins og heitan eldin...hihi! Þetta var snilldar ferð og ég skemmti mér konunglega. Það má segja að vit nýttum tíman eins vel og við gátum þar sem aðeins var sofið í 9 tíma um helgina. Núna er ég komin heim dauðþreytt og ánægð. Ég ætla að setja skóinn út í glugga og athuga hvort jóli sé líka í Genova:)
Sjáumst á föstudaginn! Vá...ekkert smá gaman að geta sagt þetta!
Nú erum við að gera allt klárt fyrir heimkomuna. Við erum þó ekki farnar að pakka...bara að safna saman pappírum svo að við fáum þetta (nám) metið.
Tölvukennarinn minn er mjög léttur í lund. Í dag þegar ég hitti hann þá byrjaði á því að slá á hendina á mér og svo þegar ég var í þann mund að fara þá nikkaði hann í öxlina á mér. Þá var ég nú fljót að láta mig hverfa áður en hann færi að boxa mig....mjög skrítin en skemmtileg típa!
Föstudagurinn 10.desember
Þá voru allir rifnir upp klukka 5.00, ástæðan var reyndar þess virði eða vegna þess að við þurftum að ná rútu til að fara til Rómar. Ufff...ég var rosalega heppin...eða kannski ekki...alla veganna á leiðinni til Rómar sat Írskur strákur við hliðina á mér. Það var nú í lagi að greyið væri Írskur en hann var að hlusta á Írska tónlist alla leiðinna. Í þau fáu skipti sem hann tók dótið úr eyrunum þá talaði hann stanslaust og hann talaði svo hratt að ég skildi ekki orð! Svo tónlistin var eiginlega skárri kostur!
En þegar við komum til Rómar tókum við góðan túristahring, fórum svo út að borða og svo að hitta Erasmus nema Rómarborgar.
Laugardagurinn 11.desember
Gengum af okkur lappirnar í túrnum okkar um Róm. Maður gæti verið þarna í margar vikur að skoða. Rosalega saga og ekkert smá mikið af söfnum og dóti! Við fórum í Vatikanið og létum einhvern leiðsögumann plata okkur. Eða þar að segja fyrst var hún með einhvern frían túr um Kirkjuna og svo áður en við vissum vorum við búin að borga okkur í 3 klukkustunda túr um söfnin. Hún kann sko á ferðamennina pían!
Svo var farið út að borða og á einhvern klúbb á eftir. Á veitingarstaðnum var svaka stemmari í fólki, ég held þó að aðrir gestir staðarins hafi ekki verið í alveg jafn miklu stuði og við! Uppssíí....
já og bæ the wei...þá fengum við maga í matinn! Maga úr belju....held ég!
Sunnudagurinn 12.desember
Já, já! Jóli er líka í útlandinu. Við fengum allaveganna heimsókn á hótelherbergið okkar og þegar ég reyndi að útskýra fyrir þeim afhverju það væri nammi í skónum þeirra þá horfðu þær á mig eins og ég væri vangefin....og í kjölfarið fylgdi auðvitað sagan af okkar jólu. En aldre breyttist svipurinn nú var það ekki bar ég sem var van heldu öll þjóðin! Þessir útlendinar...skilja ekki neitt!
Eftir að hafa borða táfílu nammið þá fórum við á date með páfanum. Hann kom út á svalirnar sínar og var með ræðu sem við skildum auðvitað ekki. En það hefði ekki skipt máli því Ítalirnir
skildu ekki neitt heldur því maðurinn talar svo rosalega óskýrt. Það var mjög erfitt að horfa á þennan veika mann vera að reyna að sinna sínu djobbi. Mér finnst að það ætti að skipta núna! Vorkenni manninum....allstaðar í kringum okkur svo fólk grátandi örugglega af því að það vorkenndi honum líka.
En svo tók við rútuferðin heim. Auðvitað forðaðist ég Írann eins og heitan eldin...hihi! Þetta var snilldar ferð og ég skemmti mér konunglega. Það má segja að vit nýttum tíman eins vel og við gátum þar sem aðeins var sofið í 9 tíma um helgina. Núna er ég komin heim dauðþreytt og ánægð. Ég ætla að setja skóinn út í glugga og athuga hvort jóli sé líka í Genova:)
Sjáumst á föstudaginn! Vá...ekkert smá gaman að geta sagt þetta!
<< Home