Heima er best!
Það er komið frekar langt síðan ég skrifaði en er ég komin heim og hef ekki haft tíma til að setjast niður og bulla inn á þessa síðu. Það er æðislegt að vera komin heim og nú get ég bullað í ykkur í eiginpersónu en ekki í gegnum netið. En ég ætla samt að klára að skrifa um þessa yndislegu ferð mína á Ítalíu eða þessa 3 daga sem vantar upp á.
Miðvikudagurinn 15.desember
Við fórum í casa de Natale (eða íbúðina hjá Ines og félögum sem ætla að hýsa mig þegar ég fer aftur út) í smá kveðju party! Eftir það fórum við að sjálfsögðu á Grigua eins og vanalega á miðvikudögum og svo á Milk. En ég hefði betur sleppt því þar sem jakkanum mínum var rænt. En það var sem mjög gaman þetta kvöld!
Fimmtudagurinn 16.desember
Gleðidagur! Við hittum okkar æðislega geðveika leigusala í síðasta sinn, vonandi. Hann byrjaði eitthvað að bulla og svo reyndi hann að ræna 15.000.- kalli af okkur öllum. En þar sem ég hefði daginn áður verið rænd af Ítala þá hafði maður vaðið fyrir neðan sig þennan daginn, og létum hann ekki komast upp með það.
En restin af deginum fór í að pakka, þrífa og sofa! Góður dagur.....þreyttur dagur!
Föstudagurinn 17.desember
Ræs......alltof snemma! En við vorum svo spenntar að við tókum ekkert eftir því! Mottó dagsins var að gera hvað sem er til að komast til Íslands á þess að borga fyrir auka kíló fyrir dótið okkar – og þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst það hjá okkur! Guð sé lof að þeir vigti bara farangurinn...annars væri maður á hausnum..hehehe!!!
Eftir 15 tíma ferðalag lentum við mjög sælar á klakanum og vorum ekkert smá sáttar við að vera komnar heim!
Hafið það gott um jólin elskurnar mínar og kaupið ykkur nú eitthvað fallegt fyrir jól svo þið farið ekki í jólaköttinn! Og ef þið verið stillt og prúð þá er aldrei að vita nema að hann Jóli muni eftir ykkur.
Jólakveðja
Miðvikudagurinn 15.desember
Við fórum í casa de Natale (eða íbúðina hjá Ines og félögum sem ætla að hýsa mig þegar ég fer aftur út) í smá kveðju party! Eftir það fórum við að sjálfsögðu á Grigua eins og vanalega á miðvikudögum og svo á Milk. En ég hefði betur sleppt því þar sem jakkanum mínum var rænt. En það var sem mjög gaman þetta kvöld!
Fimmtudagurinn 16.desember
Gleðidagur! Við hittum okkar æðislega geðveika leigusala í síðasta sinn, vonandi. Hann byrjaði eitthvað að bulla og svo reyndi hann að ræna 15.000.- kalli af okkur öllum. En þar sem ég hefði daginn áður verið rænd af Ítala þá hafði maður vaðið fyrir neðan sig þennan daginn, og létum hann ekki komast upp með það.
En restin af deginum fór í að pakka, þrífa og sofa! Góður dagur.....þreyttur dagur!
Föstudagurinn 17.desember
Ræs......alltof snemma! En við vorum svo spenntar að við tókum ekkert eftir því! Mottó dagsins var að gera hvað sem er til að komast til Íslands á þess að borga fyrir auka kíló fyrir dótið okkar – og þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst það hjá okkur! Guð sé lof að þeir vigti bara farangurinn...annars væri maður á hausnum..hehehe!!!
Eftir 15 tíma ferðalag lentum við mjög sælar á klakanum og vorum ekkert smá sáttar við að vera komnar heim!
Hafið það gott um jólin elskurnar mínar og kaupið ykkur nú eitthvað fallegt fyrir jól svo þið farið ekki í jólaköttinn! Og ef þið verið stillt og prúð þá er aldrei að vita nema að hann Jóli muni eftir ykkur.
Jólakveðja