þriðjudagur, desember 21, 2004

Heima er best!

Það er komið frekar langt síðan ég skrifaði en er ég komin heim og hef ekki haft tíma til að setjast niður og bulla inn á þessa síðu. Það er æðislegt að vera komin heim og nú get ég bullað í ykkur í eiginpersónu en ekki í gegnum netið. En ég ætla samt að klára að skrifa um þessa yndislegu ferð mína á Ítalíu eða þessa 3 daga sem vantar upp á.

Miðvikudagurinn 15.desember
Við fórum í casa de Natale (eða íbúðina hjá Ines og félögum sem ætla að hýsa mig þegar ég fer aftur út) í smá kveðju party! Eftir það fórum við að sjálfsögðu á Grigua eins og vanalega á miðvikudögum og svo á Milk. En ég hefði betur sleppt því þar sem jakkanum mínum var rænt. En það var sem mjög gaman þetta kvöld!

Fimmtudagurinn 16.desember
Gleðidagur! Við hittum okkar æðislega geðveika leigusala í síðasta sinn, vonandi. Hann byrjaði eitthvað að bulla og svo reyndi hann að ræna 15.000.- kalli af okkur öllum. En þar sem ég hefði daginn áður verið rænd af Ítala þá hafði maður vaðið fyrir neðan sig þennan daginn, og létum hann ekki komast upp með það.

En restin af deginum fór í að pakka, þrífa og sofa! Góður dagur.....þreyttur dagur!

Föstudagurinn 17.desember
Ræs......alltof snemma! En við vorum svo spenntar að við tókum ekkert eftir því! Mottó dagsins var að gera hvað sem er til að komast til Íslands á þess að borga fyrir auka kíló fyrir dótið okkar – og þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst það hjá okkur! Guð sé lof að þeir vigti bara farangurinn...annars væri maður á hausnum..hehehe!!!

Eftir 15 tíma ferðalag lentum við mjög sælar á klakanum og vorum ekkert smá sáttar við að vera komnar heim!

Hafið það gott um jólin elskurnar mínar og kaupið ykkur nú eitthvað fallegt fyrir jól svo þið farið ekki í jólaköttinn! Og ef þið verið stillt og prúð þá er aldrei að vita nema að hann Jóli muni eftir ykkur.

Jólakveðja

miðvikudagur, desember 15, 2004

Aðeins 2 dagar!

Mánudagurinn 13.desember
Skipulagning, endurröðun og ákvaðanatökur réðu ríkjum í þennan dag. Hversu mörg kíló á að senda heim svo til að sleppa við aukakíló, hvernig er best að raða í tökurnar, hvað að vera eftir! Já, þetta var einmitt það sem flaug í gegnum huga okkar þennan daginn. Svona fyrir þeim sem hafa of mikinn tíma til að pæla í óþarfa hlutum. Nú var ég að byrja að pakka 4 dögum áður en ég fer, en þegar ég fór út þá grítti ég í tökuna 4 tímum fyrir flug og vitir menn ég gleymdi engu! En nú á ég örugglega eftir að gleyma einhverju merkilegu! Vonandi ekki!

Þriðjudagurinn 14.desember
Já, síðasta ferðalagið okkar Lindu saman hérna á Ítalíunni. Við Piccolina smelltum okkur til Milano til að sjá mannlífið þar. Þar er orðið frekar jólalegt enda ekki seinna vænna enda jólin á næsta leiti.

Um kvöldið fórum við í mat hjá Prof. Morra en hann er sá sem sótti okkur út á völl þegar við komum. Hann elskar Ísland og allt sem við reyndum að segja honum vissi hann fyrir og það endaði með því að hann sagði okkur sögur og annað frá okkar eigin landi. Jæja, hann er með fettis fyrir Íslandi og öllu sem tengist því!

Morra er ekki eini sem er með fettis fyrir einhverju! Lindan mín er með fettist fyrir bréf pokum! Í Milano var hún næstum búin að kaupa einhvern rándýran bol bara til að fá bréfpoka! En skáti káti náði að rífa hana út úr búðinni! En áður en ég vissi af var Piccolinan mín komin aftur í sömu búð, ekki til að kaupa bolinn - nei, hún fann þarna krem sem gæti nú komið að góðum notum! En áður en hún borgaði var hún mikið að spá í hvort hún fengi nú brefpoka eða ekki! Jú, jú, hún fékk pokann og fór frá Milano með bros á vör. Ég dýrka hvað það þarf lítið til að gleðja hennar litla hjarta! Og ég á nú eftir að sakna hennar gífulega hérna í Janúar!

Já, ég gleymdi að segja að í Milano þá vorum við stoppaðar af Bóbó sem vildi endilega gefa okkur vinaband! Svo nú erum við formlega orðnar meðlimir í Bóbó klúbbnum. Nú er bara að smella sér í ljósabekkina þegar maður kemur heim svo maður verði nú ekki í minnihluta hóp hérna í Janúar!

Ég er allaveganna á heimleið og ég er að springa ég hlakka svo til! Farið varlega og ég sé ykkur um helgina:) Bellan!


mánudagur, desember 13, 2004

Jólabarnið í Róm!

Fimmtudagurinn 9.desember
Nú erum við að gera allt klárt fyrir heimkomuna. Við erum þó ekki farnar að pakka...bara að safna saman pappírum svo að við fáum þetta (nám) metið.
Tölvukennarinn minn er mjög léttur í lund. Í dag þegar ég hitti hann þá byrjaði á því að slá á hendina á mér og svo þegar ég var í þann mund að fara þá nikkaði hann í öxlina á mér. Þá var ég nú fljót að láta mig hverfa áður en hann færi að boxa mig....mjög skrítin en skemmtileg típa!

Föstudagurinn 10.desember
Þá voru allir rifnir upp klukka 5.00, ástæðan var reyndar þess virði eða vegna þess að við þurftum að ná rútu til að fara til Rómar. Ufff...ég var rosalega heppin...eða kannski ekki...alla veganna á leiðinni til Rómar sat Írskur strákur við hliðina á mér. Það var nú í lagi að greyið væri Írskur en hann var að hlusta á Írska tónlist alla leiðinna. Í þau fáu skipti sem hann tók dótið úr eyrunum þá talaði hann stanslaust og hann talaði svo hratt að ég skildi ekki orð! Svo tónlistin var eiginlega skárri kostur!

En þegar við komum til Rómar tókum við góðan túristahring, fórum svo út að borða og svo að hitta Erasmus nema Rómarborgar.

Laugardagurinn 11.desember
Gengum af okkur lappirnar í túrnum okkar um Róm. Maður gæti verið þarna í margar vikur að skoða. Rosalega saga og ekkert smá mikið af söfnum og dóti! Við fórum í Vatikanið og létum einhvern leiðsögumann plata okkur. Eða þar að segja fyrst var hún með einhvern frían túr um Kirkjuna og svo áður en við vissum vorum við búin að borga okkur í 3 klukkustunda túr um söfnin. Hún kann sko á ferðamennina pían!

Svo var farið út að borða og á einhvern klúbb á eftir. Á veitingarstaðnum var svaka stemmari í fólki, ég held þó að aðrir gestir staðarins hafi ekki verið í alveg jafn miklu stuði og við! Uppssíí....

já og bæ the wei...þá fengum við maga í matinn! Maga úr belju....held ég!

Sunnudagurinn 12.desember
Já, já! Jóli er líka í útlandinu. Við fengum allaveganna heimsókn á hótelherbergið okkar og þegar ég reyndi að útskýra fyrir þeim afhverju það væri nammi í skónum þeirra þá horfðu þær á mig eins og ég væri vangefin....og í kjölfarið fylgdi auðvitað sagan af okkar jólu. En aldre breyttist svipurinn nú var það ekki bar ég sem var van heldu öll þjóðin! Þessir útlendinar...skilja ekki neitt!

Eftir að hafa borða táfílu nammið þá fórum við á date með páfanum. Hann kom út á svalirnar sínar og var með ræðu sem við skildum auðvitað ekki. En það hefði ekki skipt máli því Ítalirnir
skildu ekki neitt heldur því maðurinn talar svo rosalega óskýrt. Það var mjög erfitt að horfa á þennan veika mann vera að reyna að sinna sínu djobbi. Mér finnst að það ætti að skipta núna! Vorkenni manninum....allstaðar í kringum okkur svo fólk grátandi örugglega af því að það vorkenndi honum líka.

En svo tók við rútuferðin heim. Auðvitað forðaðist ég Írann eins og heitan eldin...hihi! Þetta var snilldar ferð og ég skemmti mér konunglega. Það má segja að vit nýttum tíman eins vel og við gátum þar sem aðeins var sofið í 9 tíma um helgina. Núna er ég komin heim dauðþreytt og ánægð. Ég ætla að setja skóinn út í glugga og athuga hvort jóli sé líka í Genova:)

Sjáumst á föstudaginn! Vá...ekkert smá gaman að geta sagt þetta!miðvikudagur, desember 08, 2004

Passið ykkur á ljósmyndurum og blaðamönnum!!!

Váá....107 heimsóknir á 4 dögum! Og ég held áfram að skrifa eitthvað bull...! Commenta kerfið er nú hérna fyrir ofan!

Mánudagurinn 6.desember
Silfurskottur...uppáhaldið mitt! Já, það eru nýju meðlimirnir í íbúðinni hjá okkur. Ég veit ekki hvenær þeir skrifuðu undir samning en allaveganna þar sem öll herbergi er full þá hafa þessar verur ákveðið að taka sér bólfestu inn á klósetti þangað til herbergin losna eða um áramótin! Viðbjóður....maður er með hjartað í buxunum þegar maður er að spræna. En það er gott maður getur þá migið í sig af hræðslu þegar maður sér þessi kvikindi ...hahahhahh...!!!

Þriðjudagurinn 7.desember
Hey, ég hefði átt að gera meira grín af Japönsku þýðingunni á laginu sem ég setti inn um helgina. Í dag fékk ég mail á Japönsku!!! jú, jú auðvitað skildi ég ekki neitt. Svo var viðhengi með, og athugaði hvað var í því. Já, einmitt þá er maður bara í einhverju japönski tímariti. Allsstaðar getur maður nú troðið sér. Vona bara að greinin sé ekki um offitu sjúklinga í Evrópu..haha!!!

Miðvikudagurinn 8.desember
Í dag er ég búin að sitja við eldhúsborðið hjá okkur lesa um hvernig tækni er ryðja öllu um koll í þessum ágæta heimi. Ég fékk ófáar heimsóknir þar sem við erum allar í prófum og ég sat í hjarta íbúðarinnar. Skemmtiatriði frá meðlimum Casa de mongo voru af ýmsum toga eins og sögur, dans, söngur og allskyns sprell. Það er ekki nema von að þetta mongo hafi fest við okkur....
Mitt hlutverk var að gefa þessum ungudömum rótsterkt kaffi sem reif vel í og var ekki lengi að skila sér í gengum sístemið.....það má nú ekki sofa yfir bókunum!!!

Kem heim eftir 9 daga! Hlakka til að sjá ykkur:) Farið varlega! Yfirbellan!!!

mánudagur, desember 06, 2004

Stór ákvörðun tekin! Ég ætla að fara aftur út eftir áramótin!

Þriðjudagurinn 30.nóvember
Dansmærin hún Þórdís Schram vinkona mín varð 22 ára þennan. Til hamingju með daginn sæta! Ég vona að þú hafir gert eitthvað skemmtilegt þar sem maður á bara afmæli einu sinni á ári!

Þessi dagur var frekar rólegur hjá mér, fór þó og verslaði einhverjar jólagjafir og naut þess að vera í þessari yndislegu borg sem nýbúið er að gera heiðarlega tilraun til að skreyta! Uppss.....þeim vantar einhvern góðan stíllista!!!

Ég og Ester vinkona áttum gott samtal um minnihluta hópa og ég komst að því að ég er ótrúlega vond manneskja. Ég elska minnihluta hópa og mér finnst þeir endalaust fyndnir. Fer ekki nánar út í þetta....enda mynduð þið eflaust hætta að tala við mig. En ein spurning samt, eru offitu sjúklingar minnihlutahópur? Bara að spyrja....hihi!

Miðvikudagurinn 1.desember
Eins og flesta miðvikudaga þá skelli ég mér á Grigua á Erasmus kvöld. Ég er að spá í að gefa þessum ágæta stað jólagjöf. Ég var að spá í að gefa þeim lás á klósett hurðina. Það er eitt ef það vantar pappír en hvað er málið með að hafa lásinn ekki í lagi! Ég get svo svarið fyrir það að það er ekki lás á öðrum hverjum stað hérna úti. Hvað finnst fólki gaman að láta ganga inn á sig á meðan...!!! Mann spyr sig!

Fimmtudagurinn 2.desember
Uffff......heimþráin náði heldur betur tökum á mér. Ég varð hálf lömuð og gat ekkert gert. Svo ég skellti mér bara á msn í nokkra tíma til að fá smá vorkunn frá fólki...hihi!!! Og ég fékk svo mikinn styrk frá þessu fólki sem ég spjallaði við að ég hef ákveðið að fara aftur út eftir áramótin! Heimþráin var ekki alvarlegri en þetta....hlakka samt endalaust mikið til að koma heim og knúsa ykkur og kyssa!!!

Hey, hérna er eitt af því sem fékk mig til að brosa þennan dag! P.s ég er með rosalegan aulahúmor, bara að vara þig við ef þú ætlar að hlusta á þetta! Hihi.... það er alveg ástæða fyrir því að maður á ekki að þýða lög yfir á önnur tungumál!
https://neptune.khi.is/exchweb/bin/redir.asp?URL=http://www.b2.is/?sida=tengill%26id=77748

Föstudagurinn 3.desember
Jæja, þá var útliti síðunnar breytt. Ég var aðeins að prufa mig áfram á veraldarvefnum þar sem ég hafði ekki alveg not fyrir það að skipta um liti á stöfum né savea mynd á destopið í tölvufræðitímanum. En ég hefði kannski betur sleppt því þar sem allir linkarnir duttu út og ég kann ekkert að breyta því . En vonandi get ég lagað þetta bráðlega eða þar að segja fengið einhvern til að laga þetta fyrir mig bráðlega...hihi

Laugardagurinn 4.desember
Fórum á einhverja tónlistar hátíð sem haldin var hérna í miðbænum. Eitt af listasöfunum hérna var breytt í eitt risa diskótek. Alveg vel troðið af poppuðum Ítölum en samt mjög skemmtilegt.

Sunnudagurinn 5.desember
Dagurinn í dag er búin að fara í það að hanga á netinu og læra þess á milli. Við þurfum víst að læra vel fyrir prófið sem við förum í á fimmtudaginn næsta þar sem kennarinn er búin að fá sér tvo túlka. Við eigum ekki eftir að tala það mikið að hann þurfi tvo, en það er aldrei að vita nema að annar verði svo þreyttur á okkur að það verði gott að hafa einn til vara!

Farið varlega og passið ykkur á jólasveinunum! Ég frétti að þeir væru á leiðinni til byggða....verið einnig stillt því það styttist í það að setja skóinn út í glugga. Kveðja Sólarsleikir!