mánudagur, nóvember 29, 2004

Ævintýri en gerast...sjallla lallla la....

Fimmtudagurinn 25.nóvember
Sænska senjorinan hún Martina er ein af 4 sambýliskonum mínum, hún varð 23 ára. Haldið var ,,Surprise” party fyrir stelpuna. Henni grunaði ekki neitt og hún var bara á leiðinni út að borða með okkur þegar planið breyttist skyndilega og við fórum á hörku djamm!

Föstudagurinn 26.nóvember
Vaknaði fyrir allar aldir til að taka lestina til Milano og fara svo þaðan til Parisar. Við Svana frænka komum til Parisar um hádegi bilið. Þá var tekin nettur túristi á þessa fallegu borg.

Vinur hennar Svönu, Tom býr í Paris svo við kíktum til hans í heimsókn áður en við fórum út um kvöldið. Umræður kvöldsins voru strákar og önnur vandamál!!! Tom og samkynhneigðu vinir hans voru nú ekkert að skafa af hlutunum og þeir töluðu okkur píurnar í kaf...
Eftir sjokkerandi samræður fórum við á einhvern rosalega fínan stað. Ufff...ég hélt að ég hefði verið rænd þegar ég borgaði þarna inn... eins gott að maður fer ekki of til Parisar. Ekkert smá dýrt maður!!! En alla veganna þá var þetta æðislegur staður og við skemmtum okkur konunglega.

Laugardagurinn 27.nóvember
Dagurinn fór í að sofa út og svo aðeins í að skoða okkur um. En um kvöldið þá fórum við aftur í parti með Tom og félögum svo skelltum við okkur á skemmtistað sem var aðeins fyrir homma. Það var nú meiri snilldin eða ekki...fullt af sætum strákum...en maður varð bara að láta sér nægja að horfa í það skiptið!
Dansandi upp á borðum, hlaupandi á eftir hvor öðrum, slef á öðru hverju borði og berir að ofan....ufff....þetta var aðeins of mikið fyrir mig á einu kvöldi. Ég dýrka samt homma þeir koma út úr skápnum alveg eins og þeir eru klæddir..!!!

Eftir þetta menningar sjokk mitt þá fórum við á sama dýra stað og kvöldið áður. Nema hvað þetta kvöld þá höfðu örugglega öll módel Parisar ákveðið að fara á þennan stað. Þannig að Hrafnhildur nokkur Sigurðardóttir var bara eins og Barbapabbi þar við hliðina á þeim. Einmitt....ég var langfeitasta pían þarna inni!!! Svo það eru bara bakaðar baunir og vatn út alla vikuna...nei!

Sunnudagurinn 28.nóvember
Taxinn okkar var stoppaður af löggunni fyrir ofhraðann akstur og sökum þess misstum við af fluginu okkar heim. En við tókum lest kl 10 um kvöldið sem tók 11 tíma að koma sér til Milano. Starfsmenn lestarinnar voru aldeilis boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur. Færðu okkur kampavín, rúnstykki, kínamat og ég veit ekki hvað og hvað....

Ævintýrin héldu áfram að elta okkur. Paris þá virkaði hraðbankinn ekki og svo tóku þeir ekki kort í lestinni og þegar við komum til Milan þá voru allir hraðbankar tómir svo ég endi á því að hlaupa lengst í rass... til að fá peninga til að borga lestargaurnum. En á meðan þá var Svana frænka hjá honum sem einskonar gísl – eða svo ég myndi ekki stinga af með ógreiddan reikning.
Mánudagurinn 29.nóvember
Jæja, þá er maður komin heim eftir 13 tíma lestarferð og alls konar rugl og ævintýri. Þessi ferð var hreinasta snilld og ég er ekkert smá ánægð með hana. Svana er frábær ferðafélagi, hún hefur sama aula húmorinn ég svo við erum góðar saman.

Núna ligg ég upp í rúmi, með tærnar upp í loft að hlusta á jólalög og hugsa til ykkar! Farið varlega og passið ykkur á jólasveinunum! Kveðja frá yfirbellunni.....