föstudagur, nóvember 12, 2004

Villt og vitlaus!!!

Þriðjudagurinn 9.nóvember
Vá...við erum að grínast með tölvukunnáttuna hérna. Ég er í einum svoleiðis áfanga og ég hann er að kenna þeim fáránlega hluti. En hann toppaði það þegar hann var að kenna hvernig maður skiptir um letur í word en ekki nóg með nýjasta uppfinningin er það að það er líka hægt að gefa þeim liti! Uff... þessir tímar reyna svo á þolinmæðina!

Ég er komin með stuðningsfulltrúa í skólanum þar að segja mjög næs stelpa sem þýðir fyrir mig lykilsetningarnar í tímanum. Þessi indæla stúlka er vöktuð af englum bæði dag og nótt þar sem hún er nunna.Ekki nema von að hún er næs...!

Miðvikudagurinn 10.nóvember
Fórum út að hitta krakkana á Grigua, það er staðurinn sem við hittumst yfirleitt á. Við Piccolina ætluðum bara að vera stutt en við skriðum upp stigann hérna um 3 leytið!!! Þá var tekið til hendinni í eldhúsinu, sambýlingarnir gerðu slíkt hið sama þegar þær komu heim svo þig getið ímyndað aðkomuna í morgun .,,Hírosíma” var það fyrsta sem mér datt í hug... Þetta var án efa eitt af skemmtilegustu kvöldunum okkar hérna!

Fimmtudagurinn 11.nóvember
Sprækar mættum við í skólann klukkan 11, en við vorum mjög sáttar þegar skólinn var búin. Drifum okkur heim því þar beið okkar pizza + sex in the city! Það gæti ekki verið betra! Ég er orðin háð þessum þáttum - þeir eru um algjöra vitleysu en þetta er samt hreinasta snilld!!!

Föstudagurinn 12.nóvember
Í dag eiga 2 prinsessur afmæli. Það eru þær Karen Ósk og Sigrúna Arna frænkur mínar. Til hamingu með daginn stelpur. Njótið dagsins maður á bara afmæli einu sinni á ári!

Eftir skóla fékk ég alveg nóg af leti og inniveru svo mín skellti sér í áframhald af sunnudagsgöngunni. Að þessu sinni var það í gengum skóg og upp fjall.

En allt kom fyrir ekki! Það byrjaði að dimma þegar ég u.þ.b hálfnuð en þrjóskan í mér lét mig halda áfram. Ef hefði betur snúið við þegar mér datt það fyrst í hug. En var orðin villt í einhverjum skógi upp á einhverju fjalli í kolniða myrkri... En þá fór innbyggði áttavitinn minn í gang og kom mér til byggða!
En þetta er ekki eina ævintýrið ef ævintýri mætti kalla. Á heimleiðinni fann ég nýlendu kattanna. Og ég get sagt ykkur það að ég var ekki velkomin gestur á þeim bæ! Ég hljóp þarna í gegn með hjartað í buxunum. Eftir þessa skemmtilegu uppákomu hélt ég að það gæti ekki verið verra. En...jú, fyrir aftan mig heyrði ég eitthvað fótatak nálgast óðum og það var svo hratt Ben Johnson hefði ekki geta hlaupið hraðar. En þegar allt kom til alls þá var þetta saklaus svartur hundur sem stal úr mér hjartanu og hljóp með það út í skóg!!!
Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég loksins komst niður og inn í lest. Nú sit ég heima og er að reyna að jafna mig af Elvis sindrominu!
Reyndar náð ég að dreifa huganum aðeins þegar ég var dregin í dans á veitingarstaðnum hérna í götunni hjá okkur! Roðnaði niður í rassgat en náði þó að hugsa um eitthvað annað en kattaró...! Það má útrýma þeim öllum fyrir mér!!!
Hey, og ef einhver ykkar ætlar að reyna að gefa mér kisu, þá vil ég hafa hana medium rare, takk!

Ég get ekki bullað meira í ykkur í bili! Farið vel með ykkur, kveðja yfirbellan!!!