miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Snjór....sól....humm!!!

Þriðjudagurinn 16.nóvember
Jæja, nú hef ég fengið mig full sadda af ítölskum plebbum! Ég var í gulu limmunni í dag á leiðinni heim úr skólanum og vitir menn þá varð ég fyrir kynferðislegri áreitni frá einmitt einhverjum súkkulaðibrúnumkrullupinnamömmustrák! En ég gerði mér lítið fyrir og á leiðinni út þá grýtti ég í hann nokkrum blótsyrðum og að sjálfsögðu voru þau á íslensku þar sem það er dagur íslenskrar tungu!!!

Við skvísurnar í casa de mongó (sem sagt sambýlingarnir) gerðum okkur lítið fyrir og fórum í leikhús. Þessi leikhúsferð var skipulögð var Erasmus! Uff...menn voru ekki að gera góða hluti þegar þeir sömdu við leikhúsið!!! Ég hefði frekar viljað borga uppsett verð fyrir gott leikrit. Guð, þetta var án efa lengsti klukkutími sem ég hef lifað. Gáfumst upp í hálfleik. Hrillingur! Þeim hlýtur að vera illa við okkur!!!

Miðvikudagurinn 17.nóvember
Í dag er furðu heitt miðað við undanfarna daga! Ég væri nú samt alveg til í að vera heima í smá snjó og brjáluðu verðri. Það er ekkert skemmtilegra en að fara út í snargeggjuð veðri... en ég hef víst næg tækifæri til þess! Hey - Ég panta snjó þegar ég kem heim! Veit einhver númerið hjá Sigga Storm?

Vá... tíminn líður! Það er hreint ótrúlegt að það er bara mánuður eftir. Og maður kann ekkert í ítölskunni. Nú verður maður að fara að spýta í lófana! Á morgun ætla ég að hafa dag ítalskra tungu og tala bara ítölsku í heilan dag – glætan ég yrði þá bara að þegja! Ekki að virka...finnum einhverja aðrar lausn!

Get ekki bullað meira í dag! Farið varlega í snjónum!