þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Laugardagurinn 30.október
Nú tók maður túristann í Mílanó. Ég og Svana frænka ákváðum að hittast á miðri leið og þar sem hún er í skóla Sviss þá var þetta stutt ferðalag fyrir okkur báðar. Fyrsta ævintýrið okkar var þegar við komum á hótelið þá áttu þau ekki laust herbergi... mjög skrýtið! En útúrreykti hassistinn sem tók á móti okkur reddaði okkur herbergi á öðru hóteli.

Við skoðuðum aðalega búðir, búðir, búðir... eitt safn og kirkju. En niðurstaðan var sú að þetta er fín borg. Um kvöldið fórum við svo út til að sjá hvað þessi borg bíður upp á í skjóli nætur!!! Jæja, við hittum fullt af skrýtnu fólki og þar má nefna fólk frá Bretlandi sem talaði ,,fluently Bullshit”, menn sem voru svo fullir að þeir gátu ekki fundið bílinn sinn- gott að vera að leita að bíl í svoleiðis ástandi, og super Max!!! Super Max er á efa einn vitlausasti og sjálfumglaðasti maður sem ég hef hitt. En það var rosalega gaman að bulla í honum. Hann var ekki að átta sig á því að við vorum ekki að hlægja með honum heldur að honum! Greyið! Hann stökk út úr bílnum sínum með bunka af myndum af sjálfum sér og bað okkur um að velja eina mynd. Jú, við gerðum það! Svo kom hann með kynninguna, hann var módel, frægur, ríkur og ég veit ekki hvað og hvað – ekki alveg að virka! Sumum fer það einfaldlega best að þegja, hann hefði betur verið bara sætur!

Sunnudagurinn 31.október
Fórum á kaffihús, röltum um bæinn og höfðum það bara notalegt. Kvaddi svo Mílan um 1900 og hélt heim á leið.

Mánudagurinn 1.nóvember
Í dag átti allt að vera lokað vegna þess að það var dagur ,,hinna dauðu og lifandi”. Ég var sprell a life og fékk mér langa göngu um Genova. Grjónin voru nú ekki að slá slöku við og stóðu sína vakt, einnig voru bóbóarnir að selja grimmt því allt annað var lokað. Á göngunni minni fann ég bóbólager og þar getur maður gert góð kaup! Hehehe... alltaf að græða!

Þriðjudagurinn 2.nóvember
Í dag erum við að fara að skipta um herbergi því annað herbergið er stærra og það var ákveðið í byrjun að skipta eftir 2 mánuði. Við fórum í IKEA og keyptum fullt af jólaskrauti og allskonar drasli til að gera kósí hjá okkur! Við erum með svo mikið dót, hvernig er þetta hægt!

Hey, mér finnst svo gaman að skoða fólk. Um daginn kom ég auga á blöðrusel sem var að betla! Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort feitir betlarar væru virkilega fátækir!

Það eru komnar myndir frá London og Milanó!

Meira er ekki að frétta af yfirbellunni! Hafið það sem allra best elskurnar mínar.