mánudagur, nóvember 08, 2004

Jólaskraut, skóli og kalt nef!

Laugardagurinn 6.nóvember
Dagurinn var bara hefðbundin, það er að segja gera sem minnst! Hehe... Við röltum þó um í gamlabænum. Núna er einhver menningarhátíð að byrja auk þess er jólaandinn að koma yfir bæinn. Menn eru sveittir við að setja upp jólaskrautið...sveittir á ítalskan máta- þeir eru einungis búnir að taka 3 vikur í þetta og ég hugsa að þeir séu svona hálfnaðir. Hehehe!!! Þá má þakka fyrir að þeir verði búnir áður en það þarf að taka þetta niður. Ekki nema von að þeir byrji svona snemma...

Kvöldið fór svo í algjöra leti. Pizza- Sex in the city- rauðvín! Gæti það verið betra!!!

Sunnudagurinn 7.nóvember
Ég vaknaði snemma og fór í smá göngutúr. Eftir 4 tíma var ég stödd í einu fallegasta þorpi sem ég hef komið í. Göngugatan var alveg við sjóinn, fullt af litlum kaffihúsum, lítil sæt kirkja og fjöldinn allur af fólki. Ég var komin upp á lestarstöð þegar að ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara heim strax svo ég snéri við, settist á kaffihús alveg við sjóinn og var það í 2 tíma. Ekkert smá yndislegt!

Mánudagurinn 8.nóvember
Eru þið ekki að grínast með það hvað er kalt hérna!!! Í gær var 23 stiga hiti og sól, en í dag er 11 gráður. Það vantar ekki breytinguna á einni nóttu. Ég er búin að vera eins og kjúklingur í allan dag að bíða eftir því að gera farið heim og klætt mig betur. Það er örugglega kaldara hérna í 11° heldur en þegar það eru 11° heima. Jæja, ég vona að þetta verði ekki svona áfram, maður á eftir að krókna! Ég hefði átt að gera meira grín af því að það var verið að selja flísbuxur í Söru...

Jæja, ég ætti ekki að vera að kvarta, það er örugglega snjór og skítakuldi hjá ykkur! Klæðið ykkur vel elskurnar mínar og hafið það gott þangað til næst!