Hávaðamengun í Nervi og nágrenni....
Fimmtudagurinn 18.nóvember
Þjóðverjinn hún Magga Marghuga kíkti til okkar í heimsókn! Uff...þrír kennaranemar á samastað! Það kallar nú bara á vesen eða verkfall... Við mættum þó í skólann en það er eitthvað annað en gengur og gerist heima á klakanum! En allaveganna þá fórum við með hana í smá túristaferð um Genova. Ég vona svo sannalega að henni hafi líkað við borgina okkar þar sem hún skartaði sínu fínasta, sól og 17 stiga hiti!!! Mjög ljúft...heheh
Föstudagurinn 19.nóvember
Skelltum okkur til Nervi eftir skemmtilegasta og lengsta skóladaginn okkar. Nervi er ekki langt hérna frá. Þar tókum við nokkur íslensk lög meðan við gengum strandlengjuna. Með söng okkar vöktum við hrifningu ellilífeyrisþegna Genovaborgar! Og þá fengum við góða/slæma hugmynd af því hvernig væri hægt að afla sér tekna hérna á ítalíunni!
Um kvöldið fórum við í Erasmus party á Jesmine! 200 skiptinemar mættu á svæðið ásamt outsidernum henni Möggu okkar. Þetta var þrusuparty og allir skemmtu sér vel og þá sérstaklega ein úr Casa de mongó! En hún var ekki að spara taktana þegar hún dansaði upp á öllum borðum staðarins... og þess má geta að hún gerði einnig heiðarlega tilraun til að snúa hommanum í hópnum en sú vinna fór fyrir lítið!!!
Laugardagurinn 20.nóvember
Sjopping, sjopping og meira sjopping!!! Alltaf gaman að versla... Við gerðum merka uppgötvun þennan dag. Sko, Bóbóarnir okkar versla í gulubúðunum eða þar sem grjón vinna. Og þeir selja allt á uppsprengdu verði! Þannig að ef við verslum á Bóbólagerunum þá erum við að gera góð kaup. Og þú getur verið vissum að þú ert að gera góðkaup ef það er stappað af bóbóum í búðinni!!! Smá kenning...
En um kvöldið fórum við út á lífið. Þræddum skemmtilegustu staðina og áður en við vissum af var klukkan orðin 7 og við gátum tekið bussinn heim...hihi
Margt skemmtilegt gerðist þetta kvöld t.d kóræfing í Casa de mongó, detta í gosbrunn eftir smá loftfimleika með einhverjum sjóara, sáum kalla gógó dansara í gulum buxum og villtumst í gamlabænum! Sannkallað ævintýri og frábært kvöld!
Sunnudagurinn 21.nóvember
Létum draum okkar verða að veruleika. Ef manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá á maður að láta það eftir sér. Við fengum þá skemmtilegu hugmynd að syngja fyrir gesti og gangandi vegfarendur í Nervi. Spellum okkur þangað, stilltum okkur upp á einhverju torgi og byrjuðum að syngja. Að sjálfsögðu settum við húfu fyrir framan okkur og það var tilraun dagsins að athuga hvort einhver myndi gefa okkur peninga! Vitir menn peningarnir hoppuðu hver á fætur öðrum í húfuna hjá okkur. Stundum urðum við þó að taka pásu á söngnum sökum forvitinna vegfarenda og hláturskasts! Merkilegt að fólk hafi virkilega gefið okkur peninga....!!! Þetta var algjör snilld en ég fékk þó smá bakþanka í byrjun vegna þess að á sunnudögum er troðfullt af fólki þarna og ég er ekki sú besta í söngnum!!! Hehehe....greyið fólkið!!!
Ein í ruglinu á ítalíunni! Bið að heilsa öllum, hafið það gott!!!
Þjóðverjinn hún Magga Marghuga kíkti til okkar í heimsókn! Uff...þrír kennaranemar á samastað! Það kallar nú bara á vesen eða verkfall... Við mættum þó í skólann en það er eitthvað annað en gengur og gerist heima á klakanum! En allaveganna þá fórum við með hana í smá túristaferð um Genova. Ég vona svo sannalega að henni hafi líkað við borgina okkar þar sem hún skartaði sínu fínasta, sól og 17 stiga hiti!!! Mjög ljúft...heheh
Föstudagurinn 19.nóvember
Skelltum okkur til Nervi eftir skemmtilegasta og lengsta skóladaginn okkar. Nervi er ekki langt hérna frá. Þar tókum við nokkur íslensk lög meðan við gengum strandlengjuna. Með söng okkar vöktum við hrifningu ellilífeyrisþegna Genovaborgar! Og þá fengum við góða/slæma hugmynd af því hvernig væri hægt að afla sér tekna hérna á ítalíunni!
Um kvöldið fórum við í Erasmus party á Jesmine! 200 skiptinemar mættu á svæðið ásamt outsidernum henni Möggu okkar. Þetta var þrusuparty og allir skemmtu sér vel og þá sérstaklega ein úr Casa de mongó! En hún var ekki að spara taktana þegar hún dansaði upp á öllum borðum staðarins... og þess má geta að hún gerði einnig heiðarlega tilraun til að snúa hommanum í hópnum en sú vinna fór fyrir lítið!!!
Laugardagurinn 20.nóvember
Sjopping, sjopping og meira sjopping!!! Alltaf gaman að versla... Við gerðum merka uppgötvun þennan dag. Sko, Bóbóarnir okkar versla í gulubúðunum eða þar sem grjón vinna. Og þeir selja allt á uppsprengdu verði! Þannig að ef við verslum á Bóbólagerunum þá erum við að gera góð kaup. Og þú getur verið vissum að þú ert að gera góðkaup ef það er stappað af bóbóum í búðinni!!! Smá kenning...
En um kvöldið fórum við út á lífið. Þræddum skemmtilegustu staðina og áður en við vissum af var klukkan orðin 7 og við gátum tekið bussinn heim...hihi
Margt skemmtilegt gerðist þetta kvöld t.d kóræfing í Casa de mongó, detta í gosbrunn eftir smá loftfimleika með einhverjum sjóara, sáum kalla gógó dansara í gulum buxum og villtumst í gamlabænum! Sannkallað ævintýri og frábært kvöld!
Sunnudagurinn 21.nóvember
Létum draum okkar verða að veruleika. Ef manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá á maður að láta það eftir sér. Við fengum þá skemmtilegu hugmynd að syngja fyrir gesti og gangandi vegfarendur í Nervi. Spellum okkur þangað, stilltum okkur upp á einhverju torgi og byrjuðum að syngja. Að sjálfsögðu settum við húfu fyrir framan okkur og það var tilraun dagsins að athuga hvort einhver myndi gefa okkur peninga! Vitir menn peningarnir hoppuðu hver á fætur öðrum í húfuna hjá okkur. Stundum urðum við þó að taka pásu á söngnum sökum forvitinna vegfarenda og hláturskasts! Merkilegt að fólk hafi virkilega gefið okkur peninga....!!! Þetta var algjör snilld en ég fékk þó smá bakþanka í byrjun vegna þess að á sunnudögum er troðfullt af fólki þarna og ég er ekki sú besta í söngnum!!! Hehehe....greyið fólkið!!!
Ein í ruglinu á ítalíunni! Bið að heilsa öllum, hafið það gott!!!
<< Home