mánudagur, nóvember 15, 2004

Gítar, gaul og glaðar gellur....

Laugardagurinn 13.nóvember
Jæja, elskurnar mínar þá er maður búin að þefa uppi íslendinga í Flórens! Svo það var ekkert annað að gera en að smella sér í heimsókn til þeirra. Dagurinn fór í skoðanaferð um svæðið og það voru ófáir túrista staðirnir skoðaðir.

Um kvöldið var sannkölluð verslunnarmannahelgarstemmari í fólki. Við erum að tala um gítarspil og alles! Ófáir slagarar voru teknir sem endaði svo í þjóðsöngnum...mjög stoltir íslendingar þar á ferð!!!

Sunnudagurinn 14.nóvember
Vöknuðum snemma með smá skruðninga í hálsinum eftir gaul gærdagsins! En við vorum fljót að losa okkur við það. Svo hélt túrista ferðin áfram. Fórum og skoðuðum risastóra kirkju í miðborginni. En þegar maður á síst á því von þá er maður rændur. Linda var rænd á meðan við vorum inn í kirkjunni. Vá...hvað er að ,við vorum inn í kirkju!!! Ef það er ekki staður sem maður á að vera ,,save,, á þá held ég að hann sé ekki til!

Þetta var snilldarferð og æðisleg borg! Hver veit nema að maður leggi leið sína aftur þangað!

Mánudagurinn 15.nóvember
Byrjaði daginn vel, ég var svo þreytt að ég sofnaði næstum því í tíma. Það er það fyndnasta sem ég sé þegar fólk ræður ekki við þreytuna og er að leka niður. Augnlokin lokast hægt og rólega og hausinn er detta annað slagið. Eg var ekki alveg svo slæm en ég átti virkilega erfitt með að halda mér vakandi. Þanni að ég datt bara í kaffið! Áður en ég vissi af var ég búin að stúta 3 bollum! Þið ættuð að vita hvað það er gott kaffi hérna og það svín virkar í þokkabót! Það sem eftir var dags var ég nötrandi og skjálfandi sökum of stórs skammts af koffini...nei, nei bara að grínast! Ég er komin í æfingu!

Farið vel með ykkur! Yfirbellan kastar kveðju úr kuldanum!