laugardagur, nóvember 06, 2004

Blondínan og bláu augun!

Miðvikudagurinn 4.nóvember
Dóra Birna kom í heimsókn til mín. Vanalega tekur það fólk 5 tíma í mestalegi að ferðast frá London til Genova. Nei, hún tók 15 tíma í þetta ferðalag. Gaman! Hehehe....

Seinni part kvöld þegar hún loksins kom þá kíktum við út. Við fórum á skemmtistað sem heitir ,,milk”. Dóra varð hálf skelkuð þar inni. Hún var eina ljóshærða stelpan þarna inni og með stór skærblá augu, svo ,,fabíoarnir og hulíoarnir” slóust um hana.

Fimmtudagurinn 5.nóvember
Fór og sýndi Dóru bæinn, þó aðalega búðirJ hehe... Um kvöldið fórum við svo í party hjá ,,Ines Sneider og félögum”. Það var mjög skemmtilegt, þetta var alþjóðlegt party og það mætti segja að það hafi verið allra þjóða kvikindi þarna.

Föstudagurinn 6.nóvember
Genova var tekin í naflaskoðun og ég fékk að prufa að vera guid i 1 dag. Þræddum hverja kirkjuna á fætur annarri og skoðuðum hvern krók og kima. Um kvöldið fórum við svo út að borða á grjónabullu. Mjög góður matur. Í dessert fengum við svo 4 stráka sem sátu á næsta borði. Í fyrstu voru þeir ekkert nema almennileg heitin svo við ákváðum að slá til og fara með þeim á einhvern bar. Barin var æðislegur, þetta minni mann á vínkjallara, fullt af allskonar herbergum, veggirnir voru hlaðnir og það var brjáluð fúkkalykt þarna inni vegna þess að veggirnir voru hálf rakir. Almennileg heit ítalanna var nú ekki lengi að snúast upp í andhverfu sýna svo við Dóra þurftum skyndilega að fara heim!!! Eða ekki....hehe!

Ég get ekki bullað meir í ykkur í bili, hafið það gott þangað til næst. Kveðja yfirbellan!