miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Algjörir snillingar hérna á Ítalíunni!

Mánudagurinn 22.nóvember
Hentumst með Möggu út á völl og skunduðum svo í skólann með bros á vör eftir snilldar helgi. Veit ekki hvort ég er búin að segja þetta áður.....hvað er eiginlega málið með að snýta sér og stinga svo bréfinu í vasann! Hvað á að nota pappírinn aftur eða...!!! Tala nú ekki um það þegar manneskjan við hliðina á þér í strætó (eða skólanum) blæs smá klessu úr heilbúinu í pappírinn, kíkir á útkomuna og setur svo í vasann sem snýr að þér! Þetta er að fara með mig......aaaahhh!

Þriðjudagurinn 23.nóvember
Vííí.....í dag þá voru bækurnar teknar fram. Ekki mikið að gerast í þeim málum en við gerðum þó eina ritgerð um Ísland og íslenska menningu. Auðvitað hrósuðum við okkur og sögðum að við værum best í öllu sem við tækjum okkur fyrir hendur. Ætli konu greyið vilji nokkuð tala við okkur eftir lesturinn!!! Nei, nei....hún elskar okkur! Ég fékk góða spurningu frá henni um daginn eða hvort við myndum klæða okkur í dýraskinn á veturna svo að við myndum nú ekki deyja út kulda . Vááá.....mig langaði svo að bulla í henni – en þar sem hún er kennarinn minn þá kunni ég ekki alveg við það!

Miðvikudagurinn 24.nóvember
Uppfull af orku... til að losa um hana fór í góða göngu frá Arenzano og til Genova! Að þessu sinni sá ég ekki einn helv...kött og villtist ekki! Í dag var alveg logn og 17 stiga hiti svo það var mikið af fólki á ströndinni. Fólk var nú ekki að liggja þar til að fá lit, meira bara til að vera úti. Á leið minni rak ég augun í einn mjög skrítinn karl! Hann var á spitoinum sínum að spranga um ströndina – ánægður með lífið og tilveruna – rosalega sexy – nema hvað að þessi maður var með silfur bakka fyrir framan andlitið á sér til að fá sem mesta lit! Er til meira krútt...?

Fólkið hérna er alltaf að koma manni meira og meira á óvart! Algjör snilld! Yfirbellan biður að heilsa í bili – farið vel með ykkur!