mánudagur, nóvember 29, 2004

Ævintýri en gerast...sjallla lallla la....

Fimmtudagurinn 25.nóvember
Sænska senjorinan hún Martina er ein af 4 sambýliskonum mínum, hún varð 23 ára. Haldið var ,,Surprise” party fyrir stelpuna. Henni grunaði ekki neitt og hún var bara á leiðinni út að borða með okkur þegar planið breyttist skyndilega og við fórum á hörku djamm!

Föstudagurinn 26.nóvember
Vaknaði fyrir allar aldir til að taka lestina til Milano og fara svo þaðan til Parisar. Við Svana frænka komum til Parisar um hádegi bilið. Þá var tekin nettur túristi á þessa fallegu borg.

Vinur hennar Svönu, Tom býr í Paris svo við kíktum til hans í heimsókn áður en við fórum út um kvöldið. Umræður kvöldsins voru strákar og önnur vandamál!!! Tom og samkynhneigðu vinir hans voru nú ekkert að skafa af hlutunum og þeir töluðu okkur píurnar í kaf...
Eftir sjokkerandi samræður fórum við á einhvern rosalega fínan stað. Ufff...ég hélt að ég hefði verið rænd þegar ég borgaði þarna inn... eins gott að maður fer ekki of til Parisar. Ekkert smá dýrt maður!!! En alla veganna þá var þetta æðislegur staður og við skemmtum okkur konunglega.

Laugardagurinn 27.nóvember
Dagurinn fór í að sofa út og svo aðeins í að skoða okkur um. En um kvöldið þá fórum við aftur í parti með Tom og félögum svo skelltum við okkur á skemmtistað sem var aðeins fyrir homma. Það var nú meiri snilldin eða ekki...fullt af sætum strákum...en maður varð bara að láta sér nægja að horfa í það skiptið!
Dansandi upp á borðum, hlaupandi á eftir hvor öðrum, slef á öðru hverju borði og berir að ofan....ufff....þetta var aðeins of mikið fyrir mig á einu kvöldi. Ég dýrka samt homma þeir koma út úr skápnum alveg eins og þeir eru klæddir..!!!

Eftir þetta menningar sjokk mitt þá fórum við á sama dýra stað og kvöldið áður. Nema hvað þetta kvöld þá höfðu örugglega öll módel Parisar ákveðið að fara á þennan stað. Þannig að Hrafnhildur nokkur Sigurðardóttir var bara eins og Barbapabbi þar við hliðina á þeim. Einmitt....ég var langfeitasta pían þarna inni!!! Svo það eru bara bakaðar baunir og vatn út alla vikuna...nei!

Sunnudagurinn 28.nóvember
Taxinn okkar var stoppaður af löggunni fyrir ofhraðann akstur og sökum þess misstum við af fluginu okkar heim. En við tókum lest kl 10 um kvöldið sem tók 11 tíma að koma sér til Milano. Starfsmenn lestarinnar voru aldeilis boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur. Færðu okkur kampavín, rúnstykki, kínamat og ég veit ekki hvað og hvað....

Ævintýrin héldu áfram að elta okkur. Paris þá virkaði hraðbankinn ekki og svo tóku þeir ekki kort í lestinni og þegar við komum til Milan þá voru allir hraðbankar tómir svo ég endi á því að hlaupa lengst í rass... til að fá peninga til að borga lestargaurnum. En á meðan þá var Svana frænka hjá honum sem einskonar gísl – eða svo ég myndi ekki stinga af með ógreiddan reikning.
Mánudagurinn 29.nóvember
Jæja, þá er maður komin heim eftir 13 tíma lestarferð og alls konar rugl og ævintýri. Þessi ferð var hreinasta snilld og ég er ekkert smá ánægð með hana. Svana er frábær ferðafélagi, hún hefur sama aula húmorinn ég svo við erum góðar saman.

Núna ligg ég upp í rúmi, með tærnar upp í loft að hlusta á jólalög og hugsa til ykkar! Farið varlega og passið ykkur á jólasveinunum! Kveðja frá yfirbellunni.....

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Algjörir snillingar hérna á Ítalíunni!

Mánudagurinn 22.nóvember
Hentumst með Möggu út á völl og skunduðum svo í skólann með bros á vör eftir snilldar helgi. Veit ekki hvort ég er búin að segja þetta áður.....hvað er eiginlega málið með að snýta sér og stinga svo bréfinu í vasann! Hvað á að nota pappírinn aftur eða...!!! Tala nú ekki um það þegar manneskjan við hliðina á þér í strætó (eða skólanum) blæs smá klessu úr heilbúinu í pappírinn, kíkir á útkomuna og setur svo í vasann sem snýr að þér! Þetta er að fara með mig......aaaahhh!

Þriðjudagurinn 23.nóvember
Vííí.....í dag þá voru bækurnar teknar fram. Ekki mikið að gerast í þeim málum en við gerðum þó eina ritgerð um Ísland og íslenska menningu. Auðvitað hrósuðum við okkur og sögðum að við værum best í öllu sem við tækjum okkur fyrir hendur. Ætli konu greyið vilji nokkuð tala við okkur eftir lesturinn!!! Nei, nei....hún elskar okkur! Ég fékk góða spurningu frá henni um daginn eða hvort við myndum klæða okkur í dýraskinn á veturna svo að við myndum nú ekki deyja út kulda . Vááá.....mig langaði svo að bulla í henni – en þar sem hún er kennarinn minn þá kunni ég ekki alveg við það!

Miðvikudagurinn 24.nóvember
Uppfull af orku... til að losa um hana fór í góða göngu frá Arenzano og til Genova! Að þessu sinni sá ég ekki einn helv...kött og villtist ekki! Í dag var alveg logn og 17 stiga hiti svo það var mikið af fólki á ströndinni. Fólk var nú ekki að liggja þar til að fá lit, meira bara til að vera úti. Á leið minni rak ég augun í einn mjög skrítinn karl! Hann var á spitoinum sínum að spranga um ströndina – ánægður með lífið og tilveruna – rosalega sexy – nema hvað að þessi maður var með silfur bakka fyrir framan andlitið á sér til að fá sem mesta lit! Er til meira krútt...?

Fólkið hérna er alltaf að koma manni meira og meira á óvart! Algjör snilld! Yfirbellan biður að heilsa í bili – farið vel með ykkur!


mánudagur, nóvember 22, 2004

Hávaðamengun í Nervi og nágrenni....

Fimmtudagurinn 18.nóvember
Þjóðverjinn hún Magga Marghuga kíkti til okkar í heimsókn! Uff...þrír kennaranemar á samastað! Það kallar nú bara á vesen eða verkfall... Við mættum þó í skólann en það er eitthvað annað en gengur og gerist heima á klakanum! En allaveganna þá fórum við með hana í smá túristaferð um Genova. Ég vona svo sannalega að henni hafi líkað við borgina okkar þar sem hún skartaði sínu fínasta, sól og 17 stiga hiti!!! Mjög ljúft...heheh

Föstudagurinn 19.nóvember
Skelltum okkur til Nervi eftir skemmtilegasta og lengsta skóladaginn okkar. Nervi er ekki langt hérna frá. Þar tókum við nokkur íslensk lög meðan við gengum strandlengjuna. Með söng okkar vöktum við hrifningu ellilífeyrisþegna Genovaborgar! Og þá fengum við góða/slæma hugmynd af því hvernig væri hægt að afla sér tekna hérna á ítalíunni!

Um kvöldið fórum við í Erasmus party á Jesmine! 200 skiptinemar mættu á svæðið ásamt outsidernum henni Möggu okkar. Þetta var þrusuparty og allir skemmtu sér vel og þá sérstaklega ein úr Casa de mongó! En hún var ekki að spara taktana þegar hún dansaði upp á öllum borðum staðarins... og þess má geta að hún gerði einnig heiðarlega tilraun til að snúa hommanum í hópnum en sú vinna fór fyrir lítið!!!

Laugardagurinn 20.nóvember
Sjopping, sjopping og meira sjopping!!! Alltaf gaman að versla... Við gerðum merka uppgötvun þennan dag. Sko, Bóbóarnir okkar versla í gulubúðunum eða þar sem grjón vinna. Og þeir selja allt á uppsprengdu verði! Þannig að ef við verslum á Bóbólagerunum þá erum við að gera góð kaup. Og þú getur verið vissum að þú ert að gera góðkaup ef það er stappað af bóbóum í búðinni!!! Smá kenning...

En um kvöldið fórum við út á lífið. Þræddum skemmtilegustu staðina og áður en við vissum af var klukkan orðin 7 og við gátum tekið bussinn heim...hihi
Margt skemmtilegt gerðist þetta kvöld t.d kóræfing í Casa de mongó, detta í gosbrunn eftir smá loftfimleika með einhverjum sjóara, sáum kalla gógó dansara í gulum buxum og villtumst í gamlabænum! Sannkallað ævintýri og frábært kvöld!

Sunnudagurinn 21.nóvember
Létum draum okkar verða að veruleika. Ef manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug þá á maður að láta það eftir sér. Við fengum þá skemmtilegu hugmynd að syngja fyrir gesti og gangandi vegfarendur í Nervi. Spellum okkur þangað, stilltum okkur upp á einhverju torgi og byrjuðum að syngja. Að sjálfsögðu settum við húfu fyrir framan okkur og það var tilraun dagsins að athuga hvort einhver myndi gefa okkur peninga! Vitir menn peningarnir hoppuðu hver á fætur öðrum í húfuna hjá okkur. Stundum urðum við þó að taka pásu á söngnum sökum forvitinna vegfarenda og hláturskasts! Merkilegt að fólk hafi virkilega gefið okkur peninga....!!! Þetta var algjör snilld en ég fékk þó smá bakþanka í byrjun vegna þess að á sunnudögum er troðfullt af fólki þarna og ég er ekki sú besta í söngnum!!! Hehehe....greyið fólkið!!!

Ein í ruglinu á ítalíunni! Bið að heilsa öllum, hafið það gott!!!

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Snjór....sól....humm!!!

Þriðjudagurinn 16.nóvember
Jæja, nú hef ég fengið mig full sadda af ítölskum plebbum! Ég var í gulu limmunni í dag á leiðinni heim úr skólanum og vitir menn þá varð ég fyrir kynferðislegri áreitni frá einmitt einhverjum súkkulaðibrúnumkrullupinnamömmustrák! En ég gerði mér lítið fyrir og á leiðinni út þá grýtti ég í hann nokkrum blótsyrðum og að sjálfsögðu voru þau á íslensku þar sem það er dagur íslenskrar tungu!!!

Við skvísurnar í casa de mongó (sem sagt sambýlingarnir) gerðum okkur lítið fyrir og fórum í leikhús. Þessi leikhúsferð var skipulögð var Erasmus! Uff...menn voru ekki að gera góða hluti þegar þeir sömdu við leikhúsið!!! Ég hefði frekar viljað borga uppsett verð fyrir gott leikrit. Guð, þetta var án efa lengsti klukkutími sem ég hef lifað. Gáfumst upp í hálfleik. Hrillingur! Þeim hlýtur að vera illa við okkur!!!

Miðvikudagurinn 17.nóvember
Í dag er furðu heitt miðað við undanfarna daga! Ég væri nú samt alveg til í að vera heima í smá snjó og brjáluðu verðri. Það er ekkert skemmtilegra en að fara út í snargeggjuð veðri... en ég hef víst næg tækifæri til þess! Hey - Ég panta snjó þegar ég kem heim! Veit einhver númerið hjá Sigga Storm?

Vá... tíminn líður! Það er hreint ótrúlegt að það er bara mánuður eftir. Og maður kann ekkert í ítölskunni. Nú verður maður að fara að spýta í lófana! Á morgun ætla ég að hafa dag ítalskra tungu og tala bara ítölsku í heilan dag – glætan ég yrði þá bara að þegja! Ekki að virka...finnum einhverja aðrar lausn!

Get ekki bullað meira í dag! Farið varlega í snjónum!


mánudagur, nóvember 15, 2004

Gítar, gaul og glaðar gellur....

Laugardagurinn 13.nóvember
Jæja, elskurnar mínar þá er maður búin að þefa uppi íslendinga í Flórens! Svo það var ekkert annað að gera en að smella sér í heimsókn til þeirra. Dagurinn fór í skoðanaferð um svæðið og það voru ófáir túrista staðirnir skoðaðir.

Um kvöldið var sannkölluð verslunnarmannahelgarstemmari í fólki. Við erum að tala um gítarspil og alles! Ófáir slagarar voru teknir sem endaði svo í þjóðsöngnum...mjög stoltir íslendingar þar á ferð!!!

Sunnudagurinn 14.nóvember
Vöknuðum snemma með smá skruðninga í hálsinum eftir gaul gærdagsins! En við vorum fljót að losa okkur við það. Svo hélt túrista ferðin áfram. Fórum og skoðuðum risastóra kirkju í miðborginni. En þegar maður á síst á því von þá er maður rændur. Linda var rænd á meðan við vorum inn í kirkjunni. Vá...hvað er að ,við vorum inn í kirkju!!! Ef það er ekki staður sem maður á að vera ,,save,, á þá held ég að hann sé ekki til!

Þetta var snilldarferð og æðisleg borg! Hver veit nema að maður leggi leið sína aftur þangað!

Mánudagurinn 15.nóvember
Byrjaði daginn vel, ég var svo þreytt að ég sofnaði næstum því í tíma. Það er það fyndnasta sem ég sé þegar fólk ræður ekki við þreytuna og er að leka niður. Augnlokin lokast hægt og rólega og hausinn er detta annað slagið. Eg var ekki alveg svo slæm en ég átti virkilega erfitt með að halda mér vakandi. Þanni að ég datt bara í kaffið! Áður en ég vissi af var ég búin að stúta 3 bollum! Þið ættuð að vita hvað það er gott kaffi hérna og það svín virkar í þokkabót! Það sem eftir var dags var ég nötrandi og skjálfandi sökum of stórs skammts af koffini...nei, nei bara að grínast! Ég er komin í æfingu!

Farið vel með ykkur! Yfirbellan kastar kveðju úr kuldanum!

föstudagur, nóvember 12, 2004

Villt og vitlaus!!!

Þriðjudagurinn 9.nóvember
Vá...við erum að grínast með tölvukunnáttuna hérna. Ég er í einum svoleiðis áfanga og ég hann er að kenna þeim fáránlega hluti. En hann toppaði það þegar hann var að kenna hvernig maður skiptir um letur í word en ekki nóg með nýjasta uppfinningin er það að það er líka hægt að gefa þeim liti! Uff... þessir tímar reyna svo á þolinmæðina!

Ég er komin með stuðningsfulltrúa í skólanum þar að segja mjög næs stelpa sem þýðir fyrir mig lykilsetningarnar í tímanum. Þessi indæla stúlka er vöktuð af englum bæði dag og nótt þar sem hún er nunna.Ekki nema von að hún er næs...!

Miðvikudagurinn 10.nóvember
Fórum út að hitta krakkana á Grigua, það er staðurinn sem við hittumst yfirleitt á. Við Piccolina ætluðum bara að vera stutt en við skriðum upp stigann hérna um 3 leytið!!! Þá var tekið til hendinni í eldhúsinu, sambýlingarnir gerðu slíkt hið sama þegar þær komu heim svo þig getið ímyndað aðkomuna í morgun .,,Hírosíma” var það fyrsta sem mér datt í hug... Þetta var án efa eitt af skemmtilegustu kvöldunum okkar hérna!

Fimmtudagurinn 11.nóvember
Sprækar mættum við í skólann klukkan 11, en við vorum mjög sáttar þegar skólinn var búin. Drifum okkur heim því þar beið okkar pizza + sex in the city! Það gæti ekki verið betra! Ég er orðin háð þessum þáttum - þeir eru um algjöra vitleysu en þetta er samt hreinasta snilld!!!

Föstudagurinn 12.nóvember
Í dag eiga 2 prinsessur afmæli. Það eru þær Karen Ósk og Sigrúna Arna frænkur mínar. Til hamingu með daginn stelpur. Njótið dagsins maður á bara afmæli einu sinni á ári!

Eftir skóla fékk ég alveg nóg af leti og inniveru svo mín skellti sér í áframhald af sunnudagsgöngunni. Að þessu sinni var það í gengum skóg og upp fjall.

En allt kom fyrir ekki! Það byrjaði að dimma þegar ég u.þ.b hálfnuð en þrjóskan í mér lét mig halda áfram. Ef hefði betur snúið við þegar mér datt það fyrst í hug. En var orðin villt í einhverjum skógi upp á einhverju fjalli í kolniða myrkri... En þá fór innbyggði áttavitinn minn í gang og kom mér til byggða!
En þetta er ekki eina ævintýrið ef ævintýri mætti kalla. Á heimleiðinni fann ég nýlendu kattanna. Og ég get sagt ykkur það að ég var ekki velkomin gestur á þeim bæ! Ég hljóp þarna í gegn með hjartað í buxunum. Eftir þessa skemmtilegu uppákomu hélt ég að það gæti ekki verið verra. En...jú, fyrir aftan mig heyrði ég eitthvað fótatak nálgast óðum og það var svo hratt Ben Johnson hefði ekki geta hlaupið hraðar. En þegar allt kom til alls þá var þetta saklaus svartur hundur sem stal úr mér hjartanu og hljóp með það út í skóg!!!
Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég loksins komst niður og inn í lest. Nú sit ég heima og er að reyna að jafna mig af Elvis sindrominu!
Reyndar náð ég að dreifa huganum aðeins þegar ég var dregin í dans á veitingarstaðnum hérna í götunni hjá okkur! Roðnaði niður í rassgat en náði þó að hugsa um eitthvað annað en kattaró...! Það má útrýma þeim öllum fyrir mér!!!
Hey, og ef einhver ykkar ætlar að reyna að gefa mér kisu, þá vil ég hafa hana medium rare, takk!

Ég get ekki bullað meira í ykkur í bili! Farið vel með ykkur, kveðja yfirbellan!!!
mánudagur, nóvember 08, 2004

Jólaskraut, skóli og kalt nef!

Laugardagurinn 6.nóvember
Dagurinn var bara hefðbundin, það er að segja gera sem minnst! Hehe... Við röltum þó um í gamlabænum. Núna er einhver menningarhátíð að byrja auk þess er jólaandinn að koma yfir bæinn. Menn eru sveittir við að setja upp jólaskrautið...sveittir á ítalskan máta- þeir eru einungis búnir að taka 3 vikur í þetta og ég hugsa að þeir séu svona hálfnaðir. Hehehe!!! Þá má þakka fyrir að þeir verði búnir áður en það þarf að taka þetta niður. Ekki nema von að þeir byrji svona snemma...

Kvöldið fór svo í algjöra leti. Pizza- Sex in the city- rauðvín! Gæti það verið betra!!!

Sunnudagurinn 7.nóvember
Ég vaknaði snemma og fór í smá göngutúr. Eftir 4 tíma var ég stödd í einu fallegasta þorpi sem ég hef komið í. Göngugatan var alveg við sjóinn, fullt af litlum kaffihúsum, lítil sæt kirkja og fjöldinn allur af fólki. Ég var komin upp á lestarstöð þegar að ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara heim strax svo ég snéri við, settist á kaffihús alveg við sjóinn og var það í 2 tíma. Ekkert smá yndislegt!

Mánudagurinn 8.nóvember
Eru þið ekki að grínast með það hvað er kalt hérna!!! Í gær var 23 stiga hiti og sól, en í dag er 11 gráður. Það vantar ekki breytinguna á einni nóttu. Ég er búin að vera eins og kjúklingur í allan dag að bíða eftir því að gera farið heim og klætt mig betur. Það er örugglega kaldara hérna í 11° heldur en þegar það eru 11° heima. Jæja, ég vona að þetta verði ekki svona áfram, maður á eftir að krókna! Ég hefði átt að gera meira grín af því að það var verið að selja flísbuxur í Söru...

Jæja, ég ætti ekki að vera að kvarta, það er örugglega snjór og skítakuldi hjá ykkur! Klæðið ykkur vel elskurnar mínar og hafið það gott þangað til næst!

laugardagur, nóvember 06, 2004

Blondínan og bláu augun!

Miðvikudagurinn 4.nóvember
Dóra Birna kom í heimsókn til mín. Vanalega tekur það fólk 5 tíma í mestalegi að ferðast frá London til Genova. Nei, hún tók 15 tíma í þetta ferðalag. Gaman! Hehehe....

Seinni part kvöld þegar hún loksins kom þá kíktum við út. Við fórum á skemmtistað sem heitir ,,milk”. Dóra varð hálf skelkuð þar inni. Hún var eina ljóshærða stelpan þarna inni og með stór skærblá augu, svo ,,fabíoarnir og hulíoarnir” slóust um hana.

Fimmtudagurinn 5.nóvember
Fór og sýndi Dóru bæinn, þó aðalega búðirJ hehe... Um kvöldið fórum við svo í party hjá ,,Ines Sneider og félögum”. Það var mjög skemmtilegt, þetta var alþjóðlegt party og það mætti segja að það hafi verið allra þjóða kvikindi þarna.

Föstudagurinn 6.nóvember
Genova var tekin í naflaskoðun og ég fékk að prufa að vera guid i 1 dag. Þræddum hverja kirkjuna á fætur annarri og skoðuðum hvern krók og kima. Um kvöldið fórum við svo út að borða á grjónabullu. Mjög góður matur. Í dessert fengum við svo 4 stráka sem sátu á næsta borði. Í fyrstu voru þeir ekkert nema almennileg heitin svo við ákváðum að slá til og fara með þeim á einhvern bar. Barin var æðislegur, þetta minni mann á vínkjallara, fullt af allskonar herbergum, veggirnir voru hlaðnir og það var brjáluð fúkkalykt þarna inni vegna þess að veggirnir voru hálf rakir. Almennileg heit ítalanna var nú ekki lengi að snúast upp í andhverfu sýna svo við Dóra þurftum skyndilega að fara heim!!! Eða ekki....hehe!

Ég get ekki bullað meir í ykkur í bili, hafið það gott þangað til næst. Kveðja yfirbellan!


þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Laugardagurinn 30.október
Nú tók maður túristann í Mílanó. Ég og Svana frænka ákváðum að hittast á miðri leið og þar sem hún er í skóla Sviss þá var þetta stutt ferðalag fyrir okkur báðar. Fyrsta ævintýrið okkar var þegar við komum á hótelið þá áttu þau ekki laust herbergi... mjög skrýtið! En útúrreykti hassistinn sem tók á móti okkur reddaði okkur herbergi á öðru hóteli.

Við skoðuðum aðalega búðir, búðir, búðir... eitt safn og kirkju. En niðurstaðan var sú að þetta er fín borg. Um kvöldið fórum við svo út til að sjá hvað þessi borg bíður upp á í skjóli nætur!!! Jæja, við hittum fullt af skrýtnu fólki og þar má nefna fólk frá Bretlandi sem talaði ,,fluently Bullshit”, menn sem voru svo fullir að þeir gátu ekki fundið bílinn sinn- gott að vera að leita að bíl í svoleiðis ástandi, og super Max!!! Super Max er á efa einn vitlausasti og sjálfumglaðasti maður sem ég hef hitt. En það var rosalega gaman að bulla í honum. Hann var ekki að átta sig á því að við vorum ekki að hlægja með honum heldur að honum! Greyið! Hann stökk út úr bílnum sínum með bunka af myndum af sjálfum sér og bað okkur um að velja eina mynd. Jú, við gerðum það! Svo kom hann með kynninguna, hann var módel, frægur, ríkur og ég veit ekki hvað og hvað – ekki alveg að virka! Sumum fer það einfaldlega best að þegja, hann hefði betur verið bara sætur!

Sunnudagurinn 31.október
Fórum á kaffihús, röltum um bæinn og höfðum það bara notalegt. Kvaddi svo Mílan um 1900 og hélt heim á leið.

Mánudagurinn 1.nóvember
Í dag átti allt að vera lokað vegna þess að það var dagur ,,hinna dauðu og lifandi”. Ég var sprell a life og fékk mér langa göngu um Genova. Grjónin voru nú ekki að slá slöku við og stóðu sína vakt, einnig voru bóbóarnir að selja grimmt því allt annað var lokað. Á göngunni minni fann ég bóbólager og þar getur maður gert góð kaup! Hehehe... alltaf að græða!

Þriðjudagurinn 2.nóvember
Í dag erum við að fara að skipta um herbergi því annað herbergið er stærra og það var ákveðið í byrjun að skipta eftir 2 mánuði. Við fórum í IKEA og keyptum fullt af jólaskrauti og allskonar drasli til að gera kósí hjá okkur! Við erum með svo mikið dót, hvernig er þetta hægt!

Hey, mér finnst svo gaman að skoða fólk. Um daginn kom ég auga á blöðrusel sem var að betla! Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort feitir betlarar væru virkilega fátækir!

Það eru komnar myndir frá London og Milanó!

Meira er ekki að frétta af yfirbellunni! Hafið það sem allra best elskurnar mínar.