Syndum, syndum í Casa de Mongo....
Mánudagurinn 27.september
Hittum stelpu sem var skiptinemi á Íslandi í fyrra. Hún sýni okkur fullt af nýjum stöðum, þar á meðal gamla bæinn sem ég er alveg heilluð af. Gamli bærinn er eins og völundarhús. Litlar mjóar götur með himinháum byggingum allt í kring. Á kvöldin er þetta þó frekar vafasamt svæði. Um daginn mætti ég stúlku sem var að viðra gæludýrið sitt, nei, nei ...var pían ekki bara með rottu á öxlinni. Ég myndi þá frekar fá mér kött! Maður kallar nú ekki allt vini sína er það nokkuð.....mann spyr sig!
Þriðjudagurinn 28.september
Tókum því rólega, eins og vanalega! Muuuahahhahahahh....!!!! Fórum þó á kaffihús og settumst yfir bækurnar. Kennarinn okkar er orðin frekar kræfur á ítölskuna og það er eins gott að vera með á nótunum í tíma þegar hann byrjar að spyrja okkur allskonar spurninga.
Miðvikudagurinn 29.september
Það er merkilegt þó svo við höfum lítið sem ekkert annað að gera en að hugsa um rassinn á sjálfum okkur þá tekst okkur alltaf að gera plan fyrir allt. Við erum ennþá fastar í brjálaða skipulagslífinu sem við erum í heima á klakanum. En Piccolinu finnst nú ekki leiðinlegt að skipuleggja, skrifa niður og gera plön. Það má þakka fyrir að hún sé ekki búin að kortleggja skrifborðið hjá okkur. Allt í röð og reglu. Ósk ef þú lest þetta þá get ég lofað því að það verður allt í röð og reglu þegar kem heim. Hahahah.....batnandi manni er best að lifa, er það ekki!!!
Á miðvikudagskvöldum er Erasmus kvöld á 2 stöðum hérna í bænum. Hérna er mjög skemmtilegur staður sem er opin fyrir alla þá sem eru í Erasmus skiptum. Þar er góð tónlist en inn á milli kemur einhver fyndin tónlist t.d söngvar úr söngleiknum koppafeiti, í ítalskri útgáfu. Mjög spes!!! Nú eru um 200 skiptinemar hérna svo það er að færast líf í mannskapinn. Bakkus heimsótti nokkra þetta kvöld svo það endaði mjög skrautlega. En hvað er það að hafa opið á miðvikudegi, ég hélt að við Íslendingar værum miklir djammarar en í miðri viku....Ufff!!!
Fimmtudagurinn 30.september
Mín vaknaði spræk að vanda og var ekki mjög vinsæl hjá sambýliskonunum, þar sem heilsa þeirra var misgóð. Í tímanum í dag lagði kennarinn mig í einelti, ég veit ekki hvort það var vegna slappleika bekkjarins eða hvort hann var að æfa sig að segja nafnið mitt!
En það er mjög fyndið þegar ég er að kynna mig þá langar fólki liggur við að spyrja mig hvort þetta sé virkilega nafn. Frá því ég kom þá hef ég kallað mig Hildur. Það er samt of flókið fyrir þessa einföldu þjóð. Um leið og ég segi ,,Hilda” no problemo....
Prófessorinn okkar bjó til nýja styttingu á nafninu mínu, svo nú heiti ég Hrafn hjá honum.
Ég orðin svo rugluð í öllum þessum nöfnum að ég svara bara þegar ég held að það sé verðið að kalla á mig!!!
Föstudagurinn 1.október
Já, já .....það var allt á floti. Vaknaði við það að sænsku sambýlingarnir voru að taka tryllingin inn í herberginu okkar. Maðurinn á neðri hæðinni hafði komið og látið okkur vita að það væri að leka vatn inn í íbúðina hans. Við vorum orðnar varar við vatnið í íbúðinni því við stigum 5cm af vatni þegar við komum fram. Þvottavélin hafði aðeins misstigið sig í þeytingunni og endaði svo snúninginn á hausnum....
Við hringdum beint, í Cutri elskulega leigusalan okkur. Svo fórum við að á fjórar, ekki aðeins til að þurrka upp þetta flóð, heldur einnig til að biðja fyrir því að hann myndi gleyma ,,haglaranum,, heima. En vitir menn maðurinn var ekkert nema elskulegur. Hjálpaði okkur að þurrka gólfið og laga vélina, hún hlaut nefnilega töluverða áverka af fallinu, greyið.... En þetta fór allt vel, erum þó en blautar í lappirnar og með sveitt enni eftir erfiði dagsins!!!
Bestu kveðjur
Sullumbulla í pizzalandi:)
Hittum stelpu sem var skiptinemi á Íslandi í fyrra. Hún sýni okkur fullt af nýjum stöðum, þar á meðal gamla bæinn sem ég er alveg heilluð af. Gamli bærinn er eins og völundarhús. Litlar mjóar götur með himinháum byggingum allt í kring. Á kvöldin er þetta þó frekar vafasamt svæði. Um daginn mætti ég stúlku sem var að viðra gæludýrið sitt, nei, nei ...var pían ekki bara með rottu á öxlinni. Ég myndi þá frekar fá mér kött! Maður kallar nú ekki allt vini sína er það nokkuð.....mann spyr sig!
Þriðjudagurinn 28.september
Tókum því rólega, eins og vanalega! Muuuahahhahahahh....!!!! Fórum þó á kaffihús og settumst yfir bækurnar. Kennarinn okkar er orðin frekar kræfur á ítölskuna og það er eins gott að vera með á nótunum í tíma þegar hann byrjar að spyrja okkur allskonar spurninga.
Miðvikudagurinn 29.september
Það er merkilegt þó svo við höfum lítið sem ekkert annað að gera en að hugsa um rassinn á sjálfum okkur þá tekst okkur alltaf að gera plan fyrir allt. Við erum ennþá fastar í brjálaða skipulagslífinu sem við erum í heima á klakanum. En Piccolinu finnst nú ekki leiðinlegt að skipuleggja, skrifa niður og gera plön. Það má þakka fyrir að hún sé ekki búin að kortleggja skrifborðið hjá okkur. Allt í röð og reglu. Ósk ef þú lest þetta þá get ég lofað því að það verður allt í röð og reglu þegar kem heim. Hahahah.....batnandi manni er best að lifa, er það ekki!!!
Á miðvikudagskvöldum er Erasmus kvöld á 2 stöðum hérna í bænum. Hérna er mjög skemmtilegur staður sem er opin fyrir alla þá sem eru í Erasmus skiptum. Þar er góð tónlist en inn á milli kemur einhver fyndin tónlist t.d söngvar úr söngleiknum koppafeiti, í ítalskri útgáfu. Mjög spes!!! Nú eru um 200 skiptinemar hérna svo það er að færast líf í mannskapinn. Bakkus heimsótti nokkra þetta kvöld svo það endaði mjög skrautlega. En hvað er það að hafa opið á miðvikudegi, ég hélt að við Íslendingar værum miklir djammarar en í miðri viku....Ufff!!!
Fimmtudagurinn 30.september
Mín vaknaði spræk að vanda og var ekki mjög vinsæl hjá sambýliskonunum, þar sem heilsa þeirra var misgóð. Í tímanum í dag lagði kennarinn mig í einelti, ég veit ekki hvort það var vegna slappleika bekkjarins eða hvort hann var að æfa sig að segja nafnið mitt!
En það er mjög fyndið þegar ég er að kynna mig þá langar fólki liggur við að spyrja mig hvort þetta sé virkilega nafn. Frá því ég kom þá hef ég kallað mig Hildur. Það er samt of flókið fyrir þessa einföldu þjóð. Um leið og ég segi ,,Hilda” no problemo....
Prófessorinn okkar bjó til nýja styttingu á nafninu mínu, svo nú heiti ég Hrafn hjá honum.
Ég orðin svo rugluð í öllum þessum nöfnum að ég svara bara þegar ég held að það sé verðið að kalla á mig!!!
Föstudagurinn 1.október
Já, já .....það var allt á floti. Vaknaði við það að sænsku sambýlingarnir voru að taka tryllingin inn í herberginu okkar. Maðurinn á neðri hæðinni hafði komið og látið okkur vita að það væri að leka vatn inn í íbúðina hans. Við vorum orðnar varar við vatnið í íbúðinni því við stigum 5cm af vatni þegar við komum fram. Þvottavélin hafði aðeins misstigið sig í þeytingunni og endaði svo snúninginn á hausnum....
Við hringdum beint, í Cutri elskulega leigusalan okkur. Svo fórum við að á fjórar, ekki aðeins til að þurrka upp þetta flóð, heldur einnig til að biðja fyrir því að hann myndi gleyma ,,haglaranum,, heima. En vitir menn maðurinn var ekkert nema elskulegur. Hjálpaði okkur að þurrka gólfið og laga vélina, hún hlaut nefnilega töluverða áverka af fallinu, greyið.... En þetta fór allt vel, erum þó en blautar í lappirnar og með sveitt enni eftir erfiði dagsins!!!
Bestu kveðjur
Sullumbulla í pizzalandi:)
<< Home