þriðjudagur, október 05, 2004

Í skólanum er gaman þar leika allir saman....

Laugardagurinn 2.október
Eftir þennan afdrifa ríka föstudag, þá reyndum við að gera okkur góðan dag. Gerðum ekkert sérstakt og launuðum okkur svo með því að fara út að borða...hehe!!! Það var rosalega fínt.

Hérna er mjög algengt að fólk fari út að borða, því það er svo ódýrt og getið hvað er vinsælast að panta!! Hummm....gæti það verið pasta og pizza. Það er staðreynd sem kemur skemmtilega á óvart...

Sunnudagurinn 3.október
Í dag rifum við okkur upp fyrir allar aldir. Planið var nefnilega að fara í göngu. Gengum milli 4 rosalega fallegra þorpa. Þessi þorp bera saman nafnið Cinque Terra. Svo heita þorpin hver sínu nafni. Í hverju þorpi búa um 300 manns og það var alveg einstakt að koma þarna við.
Eins og það er nú gott að vera hérna í borginni þá var alveg yndislegt að fara aðeins upp í fjöllin og sjá náttúruna.

Mig langar til að deila því með ykkur kæru lesendur að á Ítalíu er sumstaðar hægt að finna afar sérkennileg klósett, þar að segja ef klósett mætti kalla. Það er nefnilega ekkert klósett, heldur einhverskonar .....dót með holu. En þegar manni er mál, þá lætur maður ekkert stoppa sig, tekur bara skátann á þetta!

Mánudagurinn 4.október
Í dag byrjaði skólinn, ég fór þó ekki í tíma því ég veit ekki hvenær ég á að mæta! En ég finn vonandi út úr því sem fyrst. Það er skemmtilegt, að vera í landi þar sem maður skilur ekkert, veit ekkert hvað maður er að fara að læra, né hvenær maður á að mæta! Þetta skipulag er alveg að fara með mig. En vonandi finnum við lausn á þessu áður en mennirnir í hvítusloppunum ná mér...

Þriðjudagurinn 5. óktóber
Fór í skólann, en ekki í neinn tíma!!! Góður skóli!!! Þetta fer samt að skýrast hugsa ég nú. Hittum mann í dag sem var okkur afar hjálplegur. Og það hann talaði meira að segja ensku og þá er nú mikið sagt... En nú fer þetta vonandi að koma hjá okkur. Hef samt aldrei kynnst öðru eins rugli.

Meira er ekki að frétta í bili. Hafið það gott þangað til næst!

Ein í ruglinu...!!!