Lífið í London...
Ohhh...það er ekkert smá gaman að vera til. Ég fór til Lundunaborgar á fimmtudaginn að hitta Dóru Birnu vinkonu. Nema hvað ég hitti fullt af íslendingum og ég verð að viðurkenna að það var rosalega gott að tala íslensku í smá tíma. En nú er maður bara komin aftur í ítölskuna.
Fimmtudagurinn 21.október
Fór á leiðinlegasta flugvöll í heiminum en hann er einmitt staddur hérna í Genova. Völlurinn í eyjum er hátíð miðað við þennan. Ekki nóg með að völlurinn væri leiðinlegur þá voru þeir með rosa eftirlit nema að þeim hafi leiðst í vinnunni. Ég var tekin og gegnumlýst. Það má þekka fyrir að það hafi ekki verið gúmmí og alles!!!
Þegar ég komst á leiðarenda þá fórum við út að borða í tilefni afmælisins. Eftir það hittum við vinkonur hennar Dóru og Villa hennar Ester og þau sýndu mér hvernig bæjarlíf Lundúnaborgar er á fimmtudegi!
Föstudagurinn 22.október
Vaknaði við að Dóra var að taka trillinginn yfir því að við yrðum nú að drífa okkur á Frídays. Já, já....ég skil alveg að það er hægt að finnst maturinn þarna góður en þetta var að verða einum of!!! Þegar við komum þá var Villi að bíða eftir okkur fyrir utan eins og sannur karlmaður. Þegar við komum inn var ekki bara hún Ester Sif falin á bakvið eina rifjasteikina á matseðlinum!!! Það var ekkert smá gaman að hitta þau öll! Það sem eftir var dags var ekki hægt að þagga niður í okkur skvísunum. Greyið Villi!!!
Laugardagurinn 23.október
Vá....við gerum ekkert annað en að éta, drekka, liggja í leti og tala hvort annað í kaf. Það var rosalega gaman. Fórum á grjónabúllu í hádeginu og svo indverskan um kvöldið. Indverski staðurinn var ekkert smá flottur. Held bara að ég hafi aldrei farið inn á svona fínan stað! Við ætluðum út um kvöldið en við töluðum svo mikið að allt í einu var klukkan orðin 5 svo við fórum bara sæl að sofa.
Sunnudagurinn 24.október
Vöknuðum eiturhress og drifum okkur út að versla. Hver búðin á eftir annarri, ég var nú orðin frekar þreytt á þessu í lok dagsins. Svo var svo mikið af fólki þarna....ufff...það er sko ekki fyrir mig! Mér var farið að líða eins og sardínu í dós...
Mánudagurinn 25.október
Jæja, ég farin að halda að ég líti eitthvað krimmalega út! Ég var stoppuð flugvellinum og tekin í gegn en í þetta sinn með gúm...nei, var að grínast.. hahah!!! Það var ekkert smá gott að komst í íbúðina okkar, en nú verður maður að vera duglegur að læra því það er ítölskupróf á fimmtudaginn. Það verður nú gaman að sjá hvernig það fer...hihi!!
En allaveganna elskurnar mínar þá er ég bara farin að sakna ykkar og það jókst um helming við að hitta þau öll. Nú langar mig líka til að hitta ykkur. En það er svo stutt þangað til að ég kem heim svo ég ætla bara að njóta þess að vera hérna. Hafið það gott þangað til næst!
Kveðja frá yfirbellunni
Fimmtudagurinn 21.október
Fór á leiðinlegasta flugvöll í heiminum en hann er einmitt staddur hérna í Genova. Völlurinn í eyjum er hátíð miðað við þennan. Ekki nóg með að völlurinn væri leiðinlegur þá voru þeir með rosa eftirlit nema að þeim hafi leiðst í vinnunni. Ég var tekin og gegnumlýst. Það má þekka fyrir að það hafi ekki verið gúmmí og alles!!!
Þegar ég komst á leiðarenda þá fórum við út að borða í tilefni afmælisins. Eftir það hittum við vinkonur hennar Dóru og Villa hennar Ester og þau sýndu mér hvernig bæjarlíf Lundúnaborgar er á fimmtudegi!
Föstudagurinn 22.október
Vaknaði við að Dóra var að taka trillinginn yfir því að við yrðum nú að drífa okkur á Frídays. Já, já....ég skil alveg að það er hægt að finnst maturinn þarna góður en þetta var að verða einum of!!! Þegar við komum þá var Villi að bíða eftir okkur fyrir utan eins og sannur karlmaður. Þegar við komum inn var ekki bara hún Ester Sif falin á bakvið eina rifjasteikina á matseðlinum!!! Það var ekkert smá gaman að hitta þau öll! Það sem eftir var dags var ekki hægt að þagga niður í okkur skvísunum. Greyið Villi!!!
Laugardagurinn 23.október
Vá....við gerum ekkert annað en að éta, drekka, liggja í leti og tala hvort annað í kaf. Það var rosalega gaman. Fórum á grjónabúllu í hádeginu og svo indverskan um kvöldið. Indverski staðurinn var ekkert smá flottur. Held bara að ég hafi aldrei farið inn á svona fínan stað! Við ætluðum út um kvöldið en við töluðum svo mikið að allt í einu var klukkan orðin 5 svo við fórum bara sæl að sofa.
Sunnudagurinn 24.október
Vöknuðum eiturhress og drifum okkur út að versla. Hver búðin á eftir annarri, ég var nú orðin frekar þreytt á þessu í lok dagsins. Svo var svo mikið af fólki þarna....ufff...það er sko ekki fyrir mig! Mér var farið að líða eins og sardínu í dós...
Mánudagurinn 25.október
Jæja, ég farin að halda að ég líti eitthvað krimmalega út! Ég var stoppuð flugvellinum og tekin í gegn en í þetta sinn með gúm...nei, var að grínast.. hahah!!! Það var ekkert smá gott að komst í íbúðina okkar, en nú verður maður að vera duglegur að læra því það er ítölskupróf á fimmtudaginn. Það verður nú gaman að sjá hvernig það fer...hihi!!
En allaveganna elskurnar mínar þá er ég bara farin að sakna ykkar og það jókst um helming við að hitta þau öll. Nú langar mig líka til að hitta ykkur. En það er svo stutt þangað til að ég kem heim svo ég ætla bara að njóta þess að vera hérna. Hafið það gott þangað til næst!
Kveðja frá yfirbellunni
<< Home