föstudagur, október 15, 2004

Já, einmitt það er að ganga....

Þriðjudagurinn 12.október
Fór í skólann eftir smá veikindahlé. Dottoressa Ines Scneider lumaði á nokkrum gölum húsráðum fyrir mig svo ég ætti að fara að verða góð af þessari leiðinda flensu. En það eru ekki bara við Íslendingarnir sem eigum við vandamálið ,,þetta er að ganga” að stríða. Allir sem ég hitti í dag sem eru frá skandinavíu þeir sögðu mér einmitt að þetta væri ,,að ganga”. Merkilegt að það getur enginn fengið flensu eða kvef nema það sé ,,að ganga”. Skemmtilegt innskot....!!!

Miðvikudagurinn 13.október
Jæja, það er merkilegt hvað Ítalarnar mínir eru duglegir að vakna á mornanna. Ég var reyndar búin að taka eftir því að á morgnana er allt komið á fullt í götunni okkar um 8. En í morgun átti ég að vera mætt um 8. Það er ekki að ástæðulausu sem ég segi um 8, það er vegna þess að það mætir enginn á réttum tíma.... Meira segja ég mæti á réttum tíma í skólann og þá er nú mikið sagt! En alla veganna í morgun þá var ég farin út klukkan 7:20 og það voru öll kaffihús troðfull...hvað er það!!!

Fimmtudagurinn 14.október
Æ, ég er dálítið vitlaus...!!! Ég fór skólann til að fá útskýringu í tímunum mínum. Það var ekki eiginlega ekkert skrýtið að ég gat ekki fundið stofurnar mínar..... tímarnir mínir eru ekki kenndir í Genova!!! Vitlausi skiptinemi...hehehe

En í kvöld hittum við hana Ciara og vini hennar, hún var skiptinemi í kennó á síðustu önn. Hún fór með okkur á mjög góðan veitingarstað. Við prufuðum að þessu sinni eiturgrænt pasta og hrátt nautakjöt. Þetta var bæði mjög gott en ég verð að viðurkenna þetta leit ekkert sérlega vel út. Orðum það bara þannig að ég hefði ekki fengið mér bita ef einhver sem er í nöp við mig hefði boðið mér þetta! En dæmið ekki eftir útliti...!!!

Eftir matinn fórum við inn á stað í gamla bænum. Við innganginn var maður sem bauð okkur gott kvöld og allt var voðalega vinalegt. Þarna inni voru nokkur rúm og fáeinar kojur. Ég gæti alveg eins verið að lýsa einhverju hóteli eða bæli fyrir gleðikonur!!! En svo er nú ekki, þetta er vinsæll bar. Fólk getur valið á milli þess að sitja og spjalla eins og eðlilegt fólk, liggja í rúmi með félögunum eða farið á sannkallað kojufyllirí...!!! Fjölbreytileikinn í hámarki...ekki satt! Það er alltaf gaman að upplifa eitthvað nýtt, en það er held ég fátt sem nær að toppa þetta.
Verið dugleg að svara!!

Meira er ekki að frétta af bellunni í bili! Hafið það sem allra best.