miðvikudagur, október 20, 2004

Á ferð og flugi...

Miðvikudagurinn 20.okt
Og afmælisbarn dagsins er hann Bjarni Þór, hann er væntanlega 22 ára gamall. Til hamingju með daginn Bjarni minn njóttu dagsins. Það er nóg af afmælisbörnum í októberl. Hvað er eiginleg að gerast þarna 9 mánuðum áður? Kannski var bara einhver hátíð þetta árið því þau eru öll 22 ára.....?

Hún Dóra Birna á afmæli á morgun 21.okt. Í tilefni dagsins hef ég ákveðið að bjóða mér í afmælið hennar og ég fer með flugi til London klukkan 11 í fyrramálið. Hef reyndar ekki fengið flugmiðan ennþá en það hlítur að reddast:)

Eldrauð í framan og með hnút í maganum. Í dag byrjaði ég í tíma sem heitir enskt tungumál og menning. Ég kom blásaklaus inn í þennan tíma ætlaði að sitja aftast og láta lítið fyrir mér fara. En, nei, nei....það var ekki í boði. Mín fékk bara afhentan migrafón og svo átti hún að byrja að tala. Þetta gekk bara furðu vel miðað við að fyrir 2 mánuðum hefði vildi ég helst ekki tala ensku, en þarna var ég fyrir framan troðin sal af fólki. Þegar ég hélt að þetta væri búið og settist ég niður. En nei...alls ekki... ég varð að setjast fremst, látin lesa og svo varð ég að standa upp í tíma og ótíma til að svara spurningaflóði ítalska kennarans....!!! Hressandi og skemmtilegur tími!

Ferðasagan kemur á þriðjudaginn! Hafið það gott þangað til!