mánudagur, október 11, 2004

Beljan! Nei, meina bellan á Ítalíu!

Það er frekar langt síðan ég skrifaði síðast. En það er ekki mikið búið að gerast hjá mér þar sem ég náði mér í flensu og er búin að vera í stofu fangelsi í nokkra daga. Fangi í eigin íbúð....

Þriðjudagurinn 5.október
Fyrstu gestirnir komu til okkar. Það var amma og mamma hennar Lindu. Þær komu með fullt af nammi og mat frá Íslandi. Svo við erum núna sælar að narta í sælgæti í tíma og ótíma. Ekki það að maður hafi eitthvað mátt við því, ætli maður fái ekki bara hópafslátt af pizzum hjá Gumma í bónus þegar maður kemur heim!!!

Miðvikudagur 6.október
Piccolina átti afmæli, hún varð 22 ára gömul stelpan. Fóru i hádeginu á Benetton uppáhalds kaffihúsið okkar, það er einmitt mjög hentugt því það er inn í samnefndri búð! Svo gengum við verslananna á milli og komum dauðþreyttar heim um kvöldmatarleytið. Um kvöldið fórum við svo út að borða og á hið vikulega Erasmuskvöld. Þetta var hinn fínasti dagur og voru síðustu sambýlingarnir að skríða heim við sólarupprás.

Fimmtudagur 7.október
Jæja, þá vaknað i mín bara með flensu! Ekki sniðugt! Gerði lítið annað en að sofa og slefa i koddann minn! Ég á hann reyndar ekki, það er Cutri elskulegi leigusalinn okkar sem á hann svo það er í lagi að slefa í hann! Ohhhhhzzzzzzzz!!!

Föstudagur 8.október
Aðeins hressari, horfði á sex in the city!

Laugardagur 9.október
Nú var mér farið að leiðast þessi veikindi verulega. En ég átti enn nokkra þætti eftir af Sex in the city! Sem betur fer annars hefði ég andast úr leiðindum. Það er ekki hollt að vera svona mikið heima...

Sunnudagur 10.október
Aðeins að hressast, fór með mæðgunum öllum út að borða. Verð að deila því með ykkur að mamma hennar Lindu er 42 og amma hennar er bara 59. Amma hennar og pabbi eru á sama aldri. Maður ætti kannski að koma þeim saman!!!.... Æ, upps...mátti ég ekki segja hvað þú ert gamall pabbi. Sorry!!!

Mánudagurinn 11.október
Fór í 1 tímann minn í dag. Það er tónlistartími, byrja á því að segja ykkur það að kennarinn skilur ekki 1 orð í ensku. Hann skildi ekki einu sinni þegar ég spurði hvort það væri í lagi að ég myndi sitja þennan áfanga. Þannig ég fékk mér bara sæti, og vitir menn þetta er einn fyndnast tími sem ég hef farið í. Í fyrsta lagi þá skildi ég ekki orð og svo byrjaði kennarinn að koma með allskonar hljóð sem hefðu örugglega átt vel við ef maður hefði skilið eitthvað. Það fannst engum hann fyndin nema mér! Ég var í vandræðum með að fela hláturinn, annað hvort var hann ekkert fyndin eða Ítalir eru húmorssnauðir....ég felst á það síðastnefnda!!!

Hafið það gott elskurnar mínar, ég er ekki frá því að maður er farin að sakna ykkar aðeins! Hugsið vel um ykkur!