þriðjudagur, október 19, 2004

Algjörar mjónur....

Föstudagurinn 15.Október
Í dag byrjaði ég í ræktinni með íþróttaálfinum sem ég bý með. En hún gengur jafnan undir nafninu Piccolina hérna á síðunni hjá mér. Allir í ræktinni eru svo mjóir að það er ekki fyndið. Hvernig getur þess þjóð verið svona mjó þrátt fyrir allar þessar pizzur og allt þetta pasta? Það eru allir rosalega mjóir og fíngerðir hérna. Ef maður fer að máta buxur hérna þá fær maður stæð sem er uberextraalltoflítiðmunekkipassasupersmall svo ég er ekkert að reyna það...

Hey, já! Við fórum aftur á staðin bara til að prófa að fara upp í þessi rúm. Svona getur maður verið geðveikur!!! Þetta var bara mjög notalegt og skemmtilegt.

Laugardagurinn 16.Október
Jæja, ljóskurnar eru bara að taka yfir hérna á Ítalíunni. Fór út með Erasmus krökkunum og eftir stutta stund tók ég eftir því að ég var outsiderinn í hópnum. Ljóskurnar höfðu náð yfirhöndinni, hvað gerðu þær við alla hina... Ef ég skila mér ekki heim á tilsettum tíma þá vitið þið að ljóskurnar eru búnar að setja álög á mig líka!!!

Sunnudagurinn 17.Október
Ummm.....svaf út og hafi það notalegt. Maður var aðeins farin að sakna þess að sjá einhverja náttúru svo ég skelli mér upp í einhverja fornaldarlest og beint út í sveit. Ferðinni var heitið út í buskann og ekkert planað. Fundum líka þennan litla sæta bæ, sem var troðfullur af kaffihúsum og ísbúðum. Settumst á grasbala aðeins fyrir utan og fórum í picnik. Ohhh.....ekkert smá gaman að fara svona upp í fjöll og mjög gott að fara aðeins í burt frá bílum, bóbóum og blokkum.

Mánudagurinn 18.Október
Ég var mætt spræk í tónlistar tíma kl:9. Maðurinn sem er að kenna þetta er algjör snillingur. Það var ekkert ímyndun hjá mér í síðustu viku, þessir tímar eru frábærir. Þó svo að ég skilji ekkert....það er kannski bara það sem gerir þá skemmtilega!!!

Eins og þið vitið þegar maður er í landi þar sem maður skilur ekkert... þá er orðabókin besti vinur manns og maður fer ekkert á hennar. Nú er ég búin að fletta henni svona tíuþúsundmilljónogeinusinni og það eru nokkur merkileg orð í henni. Mér finnst alveg eðlilegt að ég skilji ekki ítölskuorðin en þegar maður skilur ekki íslenskuorðin þá er eitthvað að...!!!

Hérna koma nokkur orð:
Laklegur: einhver sem ber það með sér að vera ,,slysabarn”
Tilhlýðilegur: vel taminn eiginmaður
Kirkjulegur: einhver sem gengur um í hvítum kjól og sandölum
Mortélskólfur: ímyndunarafl mitt nær bara ekki svo langt!
Íbenholt: ég myndi halda að það væri bóndabær í danmörku, svo ég veit ekki...

Þriðjudagurinn 19.Október
Fór í fyrsta tölvutímann minn og komst að því að ítalir kunna ekkert á tölvur. Kennarinn var að útskýra fyrir þeim ruslpóst og virusa. En það verður gaman að sjá hvernig þessi áfangi verður.

Mig langar til að deila einni skemmtilegri sögu með ykkur! Við Piccolina erum núna báðar að skrifa mail og blogg. Maðurinn í næstu íbúð er að taka trillinginn. Hann er að spila allskonar tónlist, það er allt frá barnalögum og upp í þvílíkt rokk. Við vorum sem sagt að átta okkur á því núna í kvöld að það er frekar hljóðbært hérna á milli íbúða. Við ættum ekki að vera kvarta yfir hans tónlist við erum nokkrum sinnum búnar að taka lagið hérna í herberginu hjá okkur. Það vita það flestir sem mig þekkja hverskonar hávaðarmengun það er.....svo greyið maðurinn!!!

En það er ekki meira að frétta í bili. Hafið það gott. A presto! Arrivederci!