Sviðasulta...hvað er það!
Þriðjudagurinn 26.október
Dagurinn gekk sinn vanagang, þar að segja fór í skólann, fór á nokkur kaffihús og svo heim að læra. Andri kærastinn hennar Lindu kom í heimsókn og hún var orðin svo spennt að það hefði verið hægt að lýsa upp heillt þorpt með orkunni í henni. Hann kom með fullt að flatkökum og hangikjöti. Einnig kom hann með sviðasultu! Sambýliskonunum fannst hún eitthvað skrýtin svo við reyndum að útskýra....við hefðum betur slepp því! Ekki nóg með að við lækkuðum í áliti þá misskildu þær okkur og héldu í fyrstu að þetta væri heilinn úr litlu lömbunum! Við erum það vondar....
Miðvikudagurinn 27.október
Læra, læra, læra, einmitt það sem ég átti að vera að gera var nefnilega á leið í próf. En eins og svo oft áður þá greinist ég með athyglisbrest þennan dag. Svo það var ekki mikið úr lærdómnum hjá mér þann daginn, en það er hreint í herberginu mínu! he he...
Fimmtudagurinn 28.október
Fór í kirkjunna til að minnst hennar mömmu. Það er komið ár síðan hún kvaddi okkur. Það var ótrúlega gott að fara í kirkjuna, biðja fyrir henni og að kveikja á kerti .
Megi algóður Guð ykkar sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó komin séu yfir í aðra heima
mun minning ykkar lifa um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
Föstudagurinn 29.október
Í dag ætlaði ég aðeins að rölta um í gamlabænum. Bara til að skoða fólkið og upplifa menninguna. Áður en ég vissi af var ég búin að labba stanslaust í 4 tíma. Þannig að nú veit ég hvern krók og kima í gamlabænum. Nema hvað þetta er eins og völundarhús svo hver veit nema að ég hafi verið að labba í hringi...ég komst þó út!!! Svo í kvöld ákvað ég að vera bara heima og horfa á sex and the city því ég er að fara til Milan snemma í fyrra málið.
Meira er ekki að frétta af yfirbóbóbellunni! Hafið það gott og farið vel með ykkur!
Dagurinn gekk sinn vanagang, þar að segja fór í skólann, fór á nokkur kaffihús og svo heim að læra. Andri kærastinn hennar Lindu kom í heimsókn og hún var orðin svo spennt að það hefði verið hægt að lýsa upp heillt þorpt með orkunni í henni. Hann kom með fullt að flatkökum og hangikjöti. Einnig kom hann með sviðasultu! Sambýliskonunum fannst hún eitthvað skrýtin svo við reyndum að útskýra....við hefðum betur slepp því! Ekki nóg með að við lækkuðum í áliti þá misskildu þær okkur og héldu í fyrstu að þetta væri heilinn úr litlu lömbunum! Við erum það vondar....
Miðvikudagurinn 27.október
Læra, læra, læra, einmitt það sem ég átti að vera að gera var nefnilega á leið í próf. En eins og svo oft áður þá greinist ég með athyglisbrest þennan dag. Svo það var ekki mikið úr lærdómnum hjá mér þann daginn, en það er hreint í herberginu mínu! he he...
Fimmtudagurinn 28.október
Fór í kirkjunna til að minnst hennar mömmu. Það er komið ár síðan hún kvaddi okkur. Það var ótrúlega gott að fara í kirkjuna, biðja fyrir henni og að kveikja á kerti .
Megi algóður Guð ykkar sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó komin séu yfir í aðra heima
mun minning ykkar lifa um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
Föstudagurinn 29.október
Í dag ætlaði ég aðeins að rölta um í gamlabænum. Bara til að skoða fólkið og upplifa menninguna. Áður en ég vissi af var ég búin að labba stanslaust í 4 tíma. Þannig að nú veit ég hvern krók og kima í gamlabænum. Nema hvað þetta er eins og völundarhús svo hver veit nema að ég hafi verið að labba í hringi...ég komst þó út!!! Svo í kvöld ákvað ég að vera bara heima og horfa á sex and the city því ég er að fara til Milan snemma í fyrra málið.
Meira er ekki að frétta af yfirbóbóbellunni! Hafið það gott og farið vel með ykkur!