föstudagur, október 29, 2004

Sviðasulta...hvað er það!

Þriðjudagurinn 26.október
Dagurinn gekk sinn vanagang, þar að segja fór í skólann, fór á nokkur kaffihús og svo heim að læra. Andri kærastinn hennar Lindu kom í heimsókn og hún var orðin svo spennt að það hefði verið hægt að lýsa upp heillt þorpt með orkunni í henni. Hann kom með fullt að flatkökum og hangikjöti. Einnig kom hann með sviðasultu! Sambýliskonunum fannst hún eitthvað skrýtin svo við reyndum að útskýra....við hefðum betur slepp því! Ekki nóg með að við lækkuðum í áliti þá misskildu þær okkur og héldu í fyrstu að þetta væri heilinn úr litlu lömbunum! Við erum það vondar....

Miðvikudagurinn 27.október
Læra, læra, læra, einmitt það sem ég átti að vera að gera var nefnilega á leið í próf. En eins og svo oft áður þá greinist ég með athyglisbrest þennan dag. Svo það var ekki mikið úr lærdómnum hjá mér þann daginn, en það er hreint í herberginu mínu! he he...

Fimmtudagurinn 28.október
Fór í kirkjunna til að minnst hennar mömmu. Það er komið ár síðan hún kvaddi okkur. Það var ótrúlega gott að fara í kirkjuna, biðja fyrir henni og að kveikja á kerti .

Megi algóður Guð ykkar sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár
þó komin séu yfir í aðra heima
mun minning ykkar lifa um ókomin ár.

Blessuð sé minning hennar.

Föstudagurinn 29.október
Í dag ætlaði ég aðeins að rölta um í gamlabænum. Bara til að skoða fólkið og upplifa menninguna. Áður en ég vissi af var ég búin að labba stanslaust í 4 tíma. Þannig að nú veit ég hvern krók og kima í gamlabænum. Nema hvað þetta er eins og völundarhús svo hver veit nema að ég hafi verið að labba í hringi...ég komst þó út!!! Svo í kvöld ákvað ég að vera bara heima og horfa á sex and the city því ég er að fara til Milan snemma í fyrra málið.

Meira er ekki að frétta af yfirbóbóbellunni! Hafið það gott og farið vel með ykkur!


þriðjudagur, október 26, 2004

Lífið í London...

Ohhh...það er ekkert smá gaman að vera til. Ég fór til Lundunaborgar á fimmtudaginn að hitta Dóru Birnu vinkonu. Nema hvað ég hitti fullt af íslendingum og ég verð að viðurkenna að það var rosalega gott að tala íslensku í smá tíma. En nú er maður bara komin aftur í ítölskuna.

Fimmtudagurinn 21.október
Fór á leiðinlegasta flugvöll í heiminum en hann er einmitt staddur hérna í Genova. Völlurinn í eyjum er hátíð miðað við þennan. Ekki nóg með að völlurinn væri leiðinlegur þá voru þeir með rosa eftirlit nema að þeim hafi leiðst í vinnunni. Ég var tekin og gegnumlýst. Það má þekka fyrir að það hafi ekki verið gúmmí og alles!!!

Þegar ég komst á leiðarenda þá fórum við út að borða í tilefni afmælisins. Eftir það hittum við vinkonur hennar Dóru og Villa hennar Ester og þau sýndu mér hvernig bæjarlíf Lundúnaborgar er á fimmtudegi!

Föstudagurinn 22.október
Vaknaði við að Dóra var að taka trillinginn yfir því að við yrðum nú að drífa okkur á Frídays. Já, já....ég skil alveg að það er hægt að finnst maturinn þarna góður en þetta var að verða einum of!!! Þegar við komum þá var Villi að bíða eftir okkur fyrir utan eins og sannur karlmaður. Þegar við komum inn var ekki bara hún Ester Sif falin á bakvið eina rifjasteikina á matseðlinum!!! Það var ekkert smá gaman að hitta þau öll! Það sem eftir var dags var ekki hægt að þagga niður í okkur skvísunum. Greyið Villi!!!

Laugardagurinn 23.október
Vá....við gerum ekkert annað en að éta, drekka, liggja í leti og tala hvort annað í kaf. Það var rosalega gaman. Fórum á grjónabúllu í hádeginu og svo indverskan um kvöldið. Indverski staðurinn var ekkert smá flottur. Held bara að ég hafi aldrei farið inn á svona fínan stað! Við ætluðum út um kvöldið en við töluðum svo mikið að allt í einu var klukkan orðin 5 svo við fórum bara sæl að sofa.

Sunnudagurinn 24.október
Vöknuðum eiturhress og drifum okkur út að versla. Hver búðin á eftir annarri, ég var nú orðin frekar þreytt á þessu í lok dagsins. Svo var svo mikið af fólki þarna....ufff...það er sko ekki fyrir mig! Mér var farið að líða eins og sardínu í dós...

Mánudagurinn 25.október
Jæja, ég farin að halda að ég líti eitthvað krimmalega út! Ég var stoppuð flugvellinum og tekin í gegn en í þetta sinn með gúm...nei, var að grínast.. hahah!!! Það var ekkert smá gott að komst í íbúðina okkar, en nú verður maður að vera duglegur að læra því það er ítölskupróf á fimmtudaginn. Það verður nú gaman að sjá hvernig það fer...hihi!!

En allaveganna elskurnar mínar þá er ég bara farin að sakna ykkar og það jókst um helming við að hitta þau öll. Nú langar mig líka til að hitta ykkur. En það er svo stutt þangað til að ég kem heim svo ég ætla bara að njóta þess að vera hérna. Hafið það gott þangað til næst!
Kveðja frá yfirbellunni

miðvikudagur, október 20, 2004

Á ferð og flugi...

Miðvikudagurinn 20.okt
Og afmælisbarn dagsins er hann Bjarni Þór, hann er væntanlega 22 ára gamall. Til hamingju með daginn Bjarni minn njóttu dagsins. Það er nóg af afmælisbörnum í októberl. Hvað er eiginleg að gerast þarna 9 mánuðum áður? Kannski var bara einhver hátíð þetta árið því þau eru öll 22 ára.....?

Hún Dóra Birna á afmæli á morgun 21.okt. Í tilefni dagsins hef ég ákveðið að bjóða mér í afmælið hennar og ég fer með flugi til London klukkan 11 í fyrramálið. Hef reyndar ekki fengið flugmiðan ennþá en það hlítur að reddast:)

Eldrauð í framan og með hnút í maganum. Í dag byrjaði ég í tíma sem heitir enskt tungumál og menning. Ég kom blásaklaus inn í þennan tíma ætlaði að sitja aftast og láta lítið fyrir mér fara. En, nei, nei....það var ekki í boði. Mín fékk bara afhentan migrafón og svo átti hún að byrja að tala. Þetta gekk bara furðu vel miðað við að fyrir 2 mánuðum hefði vildi ég helst ekki tala ensku, en þarna var ég fyrir framan troðin sal af fólki. Þegar ég hélt að þetta væri búið og settist ég niður. En nei...alls ekki... ég varð að setjast fremst, látin lesa og svo varð ég að standa upp í tíma og ótíma til að svara spurningaflóði ítalska kennarans....!!! Hressandi og skemmtilegur tími!

Ferðasagan kemur á þriðjudaginn! Hafið það gott þangað til!

þriðjudagur, október 19, 2004

Algjörar mjónur....

Föstudagurinn 15.Október
Í dag byrjaði ég í ræktinni með íþróttaálfinum sem ég bý með. En hún gengur jafnan undir nafninu Piccolina hérna á síðunni hjá mér. Allir í ræktinni eru svo mjóir að það er ekki fyndið. Hvernig getur þess þjóð verið svona mjó þrátt fyrir allar þessar pizzur og allt þetta pasta? Það eru allir rosalega mjóir og fíngerðir hérna. Ef maður fer að máta buxur hérna þá fær maður stæð sem er uberextraalltoflítiðmunekkipassasupersmall svo ég er ekkert að reyna það...

Hey, já! Við fórum aftur á staðin bara til að prófa að fara upp í þessi rúm. Svona getur maður verið geðveikur!!! Þetta var bara mjög notalegt og skemmtilegt.

Laugardagurinn 16.Október
Jæja, ljóskurnar eru bara að taka yfir hérna á Ítalíunni. Fór út með Erasmus krökkunum og eftir stutta stund tók ég eftir því að ég var outsiderinn í hópnum. Ljóskurnar höfðu náð yfirhöndinni, hvað gerðu þær við alla hina... Ef ég skila mér ekki heim á tilsettum tíma þá vitið þið að ljóskurnar eru búnar að setja álög á mig líka!!!

Sunnudagurinn 17.Október
Ummm.....svaf út og hafi það notalegt. Maður var aðeins farin að sakna þess að sjá einhverja náttúru svo ég skelli mér upp í einhverja fornaldarlest og beint út í sveit. Ferðinni var heitið út í buskann og ekkert planað. Fundum líka þennan litla sæta bæ, sem var troðfullur af kaffihúsum og ísbúðum. Settumst á grasbala aðeins fyrir utan og fórum í picnik. Ohhh.....ekkert smá gaman að fara svona upp í fjöll og mjög gott að fara aðeins í burt frá bílum, bóbóum og blokkum.

Mánudagurinn 18.Október
Ég var mætt spræk í tónlistar tíma kl:9. Maðurinn sem er að kenna þetta er algjör snillingur. Það var ekkert ímyndun hjá mér í síðustu viku, þessir tímar eru frábærir. Þó svo að ég skilji ekkert....það er kannski bara það sem gerir þá skemmtilega!!!

Eins og þið vitið þegar maður er í landi þar sem maður skilur ekkert... þá er orðabókin besti vinur manns og maður fer ekkert á hennar. Nú er ég búin að fletta henni svona tíuþúsundmilljónogeinusinni og það eru nokkur merkileg orð í henni. Mér finnst alveg eðlilegt að ég skilji ekki ítölskuorðin en þegar maður skilur ekki íslenskuorðin þá er eitthvað að...!!!

Hérna koma nokkur orð:
Laklegur: einhver sem ber það með sér að vera ,,slysabarn”
Tilhlýðilegur: vel taminn eiginmaður
Kirkjulegur: einhver sem gengur um í hvítum kjól og sandölum
Mortélskólfur: ímyndunarafl mitt nær bara ekki svo langt!
Íbenholt: ég myndi halda að það væri bóndabær í danmörku, svo ég veit ekki...

Þriðjudagurinn 19.Október
Fór í fyrsta tölvutímann minn og komst að því að ítalir kunna ekkert á tölvur. Kennarinn var að útskýra fyrir þeim ruslpóst og virusa. En það verður gaman að sjá hvernig þessi áfangi verður.

Mig langar til að deila einni skemmtilegri sögu með ykkur! Við Piccolina erum núna báðar að skrifa mail og blogg. Maðurinn í næstu íbúð er að taka trillinginn. Hann er að spila allskonar tónlist, það er allt frá barnalögum og upp í þvílíkt rokk. Við vorum sem sagt að átta okkur á því núna í kvöld að það er frekar hljóðbært hérna á milli íbúða. Við ættum ekki að vera kvarta yfir hans tónlist við erum nokkrum sinnum búnar að taka lagið hérna í herberginu hjá okkur. Það vita það flestir sem mig þekkja hverskonar hávaðarmengun það er.....svo greyið maðurinn!!!

En það er ekki meira að frétta í bili. Hafið það gott. A presto! Arrivederci!

föstudagur, október 15, 2004

Já, einmitt það er að ganga....

Þriðjudagurinn 12.október
Fór í skólann eftir smá veikindahlé. Dottoressa Ines Scneider lumaði á nokkrum gölum húsráðum fyrir mig svo ég ætti að fara að verða góð af þessari leiðinda flensu. En það eru ekki bara við Íslendingarnir sem eigum við vandamálið ,,þetta er að ganga” að stríða. Allir sem ég hitti í dag sem eru frá skandinavíu þeir sögðu mér einmitt að þetta væri ,,að ganga”. Merkilegt að það getur enginn fengið flensu eða kvef nema það sé ,,að ganga”. Skemmtilegt innskot....!!!

Miðvikudagurinn 13.október
Jæja, það er merkilegt hvað Ítalarnar mínir eru duglegir að vakna á mornanna. Ég var reyndar búin að taka eftir því að á morgnana er allt komið á fullt í götunni okkar um 8. En í morgun átti ég að vera mætt um 8. Það er ekki að ástæðulausu sem ég segi um 8, það er vegna þess að það mætir enginn á réttum tíma.... Meira segja ég mæti á réttum tíma í skólann og þá er nú mikið sagt! En alla veganna í morgun þá var ég farin út klukkan 7:20 og það voru öll kaffihús troðfull...hvað er það!!!

Fimmtudagurinn 14.október
Æ, ég er dálítið vitlaus...!!! Ég fór skólann til að fá útskýringu í tímunum mínum. Það var ekki eiginlega ekkert skrýtið að ég gat ekki fundið stofurnar mínar..... tímarnir mínir eru ekki kenndir í Genova!!! Vitlausi skiptinemi...hehehe

En í kvöld hittum við hana Ciara og vini hennar, hún var skiptinemi í kennó á síðustu önn. Hún fór með okkur á mjög góðan veitingarstað. Við prufuðum að þessu sinni eiturgrænt pasta og hrátt nautakjöt. Þetta var bæði mjög gott en ég verð að viðurkenna þetta leit ekkert sérlega vel út. Orðum það bara þannig að ég hefði ekki fengið mér bita ef einhver sem er í nöp við mig hefði boðið mér þetta! En dæmið ekki eftir útliti...!!!

Eftir matinn fórum við inn á stað í gamla bænum. Við innganginn var maður sem bauð okkur gott kvöld og allt var voðalega vinalegt. Þarna inni voru nokkur rúm og fáeinar kojur. Ég gæti alveg eins verið að lýsa einhverju hóteli eða bæli fyrir gleðikonur!!! En svo er nú ekki, þetta er vinsæll bar. Fólk getur valið á milli þess að sitja og spjalla eins og eðlilegt fólk, liggja í rúmi með félögunum eða farið á sannkallað kojufyllirí...!!! Fjölbreytileikinn í hámarki...ekki satt! Það er alltaf gaman að upplifa eitthvað nýtt, en það er held ég fátt sem nær að toppa þetta.
Verið dugleg að svara!!

Meira er ekki að frétta af bellunni í bili! Hafið það sem allra best.

mánudagur, október 11, 2004

Beljan! Nei, meina bellan á Ítalíu!

Það er frekar langt síðan ég skrifaði síðast. En það er ekki mikið búið að gerast hjá mér þar sem ég náði mér í flensu og er búin að vera í stofu fangelsi í nokkra daga. Fangi í eigin íbúð....

Þriðjudagurinn 5.október
Fyrstu gestirnir komu til okkar. Það var amma og mamma hennar Lindu. Þær komu með fullt af nammi og mat frá Íslandi. Svo við erum núna sælar að narta í sælgæti í tíma og ótíma. Ekki það að maður hafi eitthvað mátt við því, ætli maður fái ekki bara hópafslátt af pizzum hjá Gumma í bónus þegar maður kemur heim!!!

Miðvikudagur 6.október
Piccolina átti afmæli, hún varð 22 ára gömul stelpan. Fóru i hádeginu á Benetton uppáhalds kaffihúsið okkar, það er einmitt mjög hentugt því það er inn í samnefndri búð! Svo gengum við verslananna á milli og komum dauðþreyttar heim um kvöldmatarleytið. Um kvöldið fórum við svo út að borða og á hið vikulega Erasmuskvöld. Þetta var hinn fínasti dagur og voru síðustu sambýlingarnir að skríða heim við sólarupprás.

Fimmtudagur 7.október
Jæja, þá vaknað i mín bara með flensu! Ekki sniðugt! Gerði lítið annað en að sofa og slefa i koddann minn! Ég á hann reyndar ekki, það er Cutri elskulegi leigusalinn okkar sem á hann svo það er í lagi að slefa í hann! Ohhhhhzzzzzzzz!!!

Föstudagur 8.október
Aðeins hressari, horfði á sex in the city!

Laugardagur 9.október
Nú var mér farið að leiðast þessi veikindi verulega. En ég átti enn nokkra þætti eftir af Sex in the city! Sem betur fer annars hefði ég andast úr leiðindum. Það er ekki hollt að vera svona mikið heima...

Sunnudagur 10.október
Aðeins að hressast, fór með mæðgunum öllum út að borða. Verð að deila því með ykkur að mamma hennar Lindu er 42 og amma hennar er bara 59. Amma hennar og pabbi eru á sama aldri. Maður ætti kannski að koma þeim saman!!!.... Æ, upps...mátti ég ekki segja hvað þú ert gamall pabbi. Sorry!!!

Mánudagurinn 11.október
Fór í 1 tímann minn í dag. Það er tónlistartími, byrja á því að segja ykkur það að kennarinn skilur ekki 1 orð í ensku. Hann skildi ekki einu sinni þegar ég spurði hvort það væri í lagi að ég myndi sitja þennan áfanga. Þannig ég fékk mér bara sæti, og vitir menn þetta er einn fyndnast tími sem ég hef farið í. Í fyrsta lagi þá skildi ég ekki orð og svo byrjaði kennarinn að koma með allskonar hljóð sem hefðu örugglega átt vel við ef maður hefði skilið eitthvað. Það fannst engum hann fyndin nema mér! Ég var í vandræðum með að fela hláturinn, annað hvort var hann ekkert fyndin eða Ítalir eru húmorssnauðir....ég felst á það síðastnefnda!!!

Hafið það gott elskurnar mínar, ég er ekki frá því að maður er farin að sakna ykkar aðeins! Hugsið vel um ykkur!




þriðjudagur, október 05, 2004

Í skólanum er gaman þar leika allir saman....

Laugardagurinn 2.október
Eftir þennan afdrifa ríka föstudag, þá reyndum við að gera okkur góðan dag. Gerðum ekkert sérstakt og launuðum okkur svo með því að fara út að borða...hehe!!! Það var rosalega fínt.

Hérna er mjög algengt að fólk fari út að borða, því það er svo ódýrt og getið hvað er vinsælast að panta!! Hummm....gæti það verið pasta og pizza. Það er staðreynd sem kemur skemmtilega á óvart...

Sunnudagurinn 3.október
Í dag rifum við okkur upp fyrir allar aldir. Planið var nefnilega að fara í göngu. Gengum milli 4 rosalega fallegra þorpa. Þessi þorp bera saman nafnið Cinque Terra. Svo heita þorpin hver sínu nafni. Í hverju þorpi búa um 300 manns og það var alveg einstakt að koma þarna við.
Eins og það er nú gott að vera hérna í borginni þá var alveg yndislegt að fara aðeins upp í fjöllin og sjá náttúruna.

Mig langar til að deila því með ykkur kæru lesendur að á Ítalíu er sumstaðar hægt að finna afar sérkennileg klósett, þar að segja ef klósett mætti kalla. Það er nefnilega ekkert klósett, heldur einhverskonar .....dót með holu. En þegar manni er mál, þá lætur maður ekkert stoppa sig, tekur bara skátann á þetta!

Mánudagurinn 4.október
Í dag byrjaði skólinn, ég fór þó ekki í tíma því ég veit ekki hvenær ég á að mæta! En ég finn vonandi út úr því sem fyrst. Það er skemmtilegt, að vera í landi þar sem maður skilur ekkert, veit ekkert hvað maður er að fara að læra, né hvenær maður á að mæta! Þetta skipulag er alveg að fara með mig. En vonandi finnum við lausn á þessu áður en mennirnir í hvítusloppunum ná mér...

Þriðjudagurinn 5. óktóber
Fór í skólann, en ekki í neinn tíma!!! Góður skóli!!! Þetta fer samt að skýrast hugsa ég nú. Hittum mann í dag sem var okkur afar hjálplegur. Og það hann talaði meira að segja ensku og þá er nú mikið sagt... En nú fer þetta vonandi að koma hjá okkur. Hef samt aldrei kynnst öðru eins rugli.

Meira er ekki að frétta í bili. Hafið það gott þangað til næst!

Ein í ruglinu...!!!

laugardagur, október 02, 2004

Syndum, syndum í Casa de Mongo....

Mánudagurinn 27.september
Hittum stelpu sem var skiptinemi á Íslandi í fyrra. Hún sýni okkur fullt af nýjum stöðum, þar á meðal gamla bæinn sem ég er alveg heilluð af. Gamli bærinn er eins og völundarhús. Litlar mjóar götur með himinháum byggingum allt í kring. Á kvöldin er þetta þó frekar vafasamt svæði. Um daginn mætti ég stúlku sem var að viðra gæludýrið sitt, nei, nei ...var pían ekki bara með rottu á öxlinni. Ég myndi þá frekar fá mér kött! Maður kallar nú ekki allt vini sína er það nokkuð.....mann spyr sig!

Þriðjudagurinn 28.september
Tókum því rólega, eins og vanalega! Muuuahahhahahahh....!!!! Fórum þó á kaffihús og settumst yfir bækurnar. Kennarinn okkar er orðin frekar kræfur á ítölskuna og það er eins gott að vera með á nótunum í tíma þegar hann byrjar að spyrja okkur allskonar spurninga.

Miðvikudagurinn 29.september
Það er merkilegt þó svo við höfum lítið sem ekkert annað að gera en að hugsa um rassinn á sjálfum okkur þá tekst okkur alltaf að gera plan fyrir allt. Við erum ennþá fastar í brjálaða skipulagslífinu sem við erum í heima á klakanum. En Piccolinu finnst nú ekki leiðinlegt að skipuleggja, skrifa niður og gera plön. Það má þakka fyrir að hún sé ekki búin að kortleggja skrifborðið hjá okkur. Allt í röð og reglu. Ósk ef þú lest þetta þá get ég lofað því að það verður allt í röð og reglu þegar kem heim. Hahahah.....batnandi manni er best að lifa, er það ekki!!!

Á miðvikudagskvöldum er Erasmus kvöld á 2 stöðum hérna í bænum. Hérna er mjög skemmtilegur staður sem er opin fyrir alla þá sem eru í Erasmus skiptum. Þar er góð tónlist en inn á milli kemur einhver fyndin tónlist t.d söngvar úr söngleiknum koppafeiti, í ítalskri útgáfu. Mjög spes!!! Nú eru um 200 skiptinemar hérna svo það er að færast líf í mannskapinn. Bakkus heimsótti nokkra þetta kvöld svo það endaði mjög skrautlega. En hvað er það að hafa opið á miðvikudegi, ég hélt að við Íslendingar værum miklir djammarar en í miðri viku....Ufff!!!

Fimmtudagurinn 30.september
Mín vaknaði spræk að vanda og var ekki mjög vinsæl hjá sambýliskonunum, þar sem heilsa þeirra var misgóð. Í tímanum í dag lagði kennarinn mig í einelti, ég veit ekki hvort það var vegna slappleika bekkjarins eða hvort hann var að æfa sig að segja nafnið mitt!

En það er mjög fyndið þegar ég er að kynna mig þá langar fólki liggur við að spyrja mig hvort þetta sé virkilega nafn. Frá því ég kom þá hef ég kallað mig Hildur. Það er samt of flókið fyrir þessa einföldu þjóð. Um leið og ég segi ,,Hilda” no problemo....
Prófessorinn okkar bjó til nýja styttingu á nafninu mínu, svo nú heiti ég Hrafn hjá honum.
Ég orðin svo rugluð í öllum þessum nöfnum að ég svara bara þegar ég held að það sé verðið að kalla á mig!!!

Föstudagurinn 1.október
Já, já .....það var allt á floti. Vaknaði við það að sænsku sambýlingarnir voru að taka tryllingin inn í herberginu okkar. Maðurinn á neðri hæðinni hafði komið og látið okkur vita að það væri að leka vatn inn í íbúðina hans. Við vorum orðnar varar við vatnið í íbúðinni því við stigum 5cm af vatni þegar við komum fram. Þvottavélin hafði aðeins misstigið sig í þeytingunni og endaði svo snúninginn á hausnum....

Við hringdum beint, í Cutri elskulega leigusalan okkur. Svo fórum við að á fjórar, ekki aðeins til að þurrka upp þetta flóð, heldur einnig til að biðja fyrir því að hann myndi gleyma ,,haglaranum,, heima. En vitir menn maðurinn var ekkert nema elskulegur. Hjálpaði okkur að þurrka gólfið og laga vélina, hún hlaut nefnilega töluverða áverka af fallinu, greyið.... En þetta fór allt vel, erum þó en blautar í lappirnar og með sveitt enni eftir erfiði dagsins!!!

Bestu kveðjur
Sullumbulla í pizzalandi:)