mánudagur, september 27, 2004

Íslendingurinn að brillera!

Sunnudagurinn 26.september
Mafíurnar standa þétt saman. Þar að segja finnska, sænska og íslenska mafían auk tveggja annarra einstaklinga sem vita ekki hvaða hópi þær eiga að tilheyra. En íslendingar eru svo fáir að við teljum þær með okkar hópi. Svo nú getum við sagt að við séum 289.002 einstaklingar sem tilheyra íslandi.
En alla veganna þá fóru mafíurnar á ströndina í dag. Tilgangur ferðarinnar var eins og vanalega að liggja í leti, læra og sleikja síðustu sólargeislanna.

Mig langar til að deila því með ykkur að boltaleikur og bikini fer ekki vel saman! Mín flassaði óvart alla ströndina í miðjum boltaleik, en ef það er einhver plús....þá náði ég boltanum. Hihi!!!

Mánudagurinn 27.september
Byrjaði daginn á því að hitta yndislega manninn sem við leigjum hjá. Hann hélt að ég væri gestur í íbúðinni og varð alveg snar vegna þess að það hefði enginn látið hann vita. Svo kom systir hans og hjálpaði mér út úr þessu öllu saman, það slær ekki alveg eins mikið saman hjá henni...þessir gömlu Ítalir!

Svo gerði ég heiðalega tilraun til að fara í Ikea, nema hvað að ég tók vitlausan strætó og endaði lengst í rassgati. Á enda stöðinni fór ég út, því strætó stoppaði það í 15 mín. Þá sá ég að ég var komin á stað þar sem fólk ræktaði allskonar dót, eins og tómata, grænmeti, fl. Fólkið sem fór kom inn og út úr vagninum mynnti mig helst á bændur. Alltaf gaman að villast!!!

Ekki meira að frétta frá pizzalandinu í bili.
Hafið það gott þangað til næst!