fimmtudagur, september 23, 2004

Lesblindan að gera góða hluti!

Laugardagurinn 18.september
Fórum við með öllum Erasmus hópnum til Portofino sem er ,,mjög fínn” staður eins og nafnið getur til kynna. Þarna fer allt fína og ríka fólkið og svona kjánar eins og við til að sjá fína og ríkafólkið. Á ítalskan mælikvarða þá er allt mjög dýrt, en verðið var alls ekki meira en heima. Svo fína ríkafólkið ætti að leggja leið sýna heim á klakann til að eyða peningunum sínum.

Um kvöldið kíktum við svo á næturlífið hérna. Ég gerði mér lítið fyrir og fór í háum hælum. Það er eitthvað sem ég ætla að láta módelin sjá um hér eftir. Einhverstaðar heyrði ég að ,,beauty is pain” en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég gat ekki gengið í 2 daga á eftir. Ok, ég skal vera slöpp í einn dag frekar en að vera ógöngufær í 2 daga. Passið ykkur á háu hælunum!

Sunnudagurinn 19.september
Einmitt, eins og ég sagði ykkur þá vaknaði mín, frekar hölt og óstöðug vegna hælsæra og annarra áverka. Veit ekki alveg hvernig komst, en áður en ég vissi af var ég komin niður á strönd í sólbað. En ég meina ,,beauty is pain” og það er ekki á hverju ári sem maður kemst í sólbað í lok septemberJ

Mánudagurinn 20.september
Sat sveitt við lærdóminn, eða ekki... Nei, en ég tók samt upp bækurnar til að losna við samviskubitið sem var farið að naga mig eftir aðgerðaleysi helgarinnar.

Þriðjudagurinn 21.september
Enn einn dagurinn sem við vöknuðum snemma fórum á skrifstofu skólans og biðum í röð í nokkra tíma. Maður er farin að taka þessum óendanlega löngu röðum með stökustu róg. En það er mjög fyndið við skiljum ekki orð af því sem fólkið er að reyna að segja við okkur. Þeir halda samt að við skiljum þá betur ef þeir gretta sig og geipla og ég tala nú ekki um ef þeir bæta smá handapati og bendingum inn í setningarnar sínar. Enska tilhvers... ferð bara í bendinga og grettuskólann.

Miðvikudagurinn 22.september
Áfram Samptoria...40.000 þúsund manns á fótbolta leik, ég held að ég hafi aldrei upplifað aðra eins stemmingu. Áhorfendurnir voru alveg frábærir, ekki ætla ég að tjá mig mikið um boltann sjálfan til að upplýsa ekki fáfræði minni:) Hins vegar var þetta skemmtilegur leikur þó svo að liðinu okkar hafi ekki gengið nógu vel.

Fimmtudagur 23.september

Fórum að hitta einn kennara sem á að sjá um okkur á þessari önn. Biðum eftir henni í óra tíma, en það er bara venjulegt fyrir ítali að vera mjög seinir. En þessi kennir okkar sendi staðgengil vegna þess að hún skilur ekki ensku. ,, Það útskýrði hver vegna hún sendi okkur bara e-mail á ítölsku” En þessi kennari sem kom í staðinn er enskukennari en hún talaði mjög litla ensku. Gott að hafa ensku kennara sem á í erfitt með að tala ensku...

Já, já...lesblindan er að gera góða hluti!
Ég var að senda Sms um daginn. Þá fór á stað mikill misskilningur, því ég skrifaði ,, you gays can meet us there” . Þeir félagar voru nú ekki ánægðir með íslendinginn í það skiptið því þeir eru ekki mikið fyrir að hræra í rétti gærdagsins.

Hiafð það gtot þaganð til nsæt!