þriðjudagur, september 14, 2004

Laugardagurinn 11.september
Trylltar í verslunum! Byrjuðum á því að fara í IKEA og þar keyptum við fullt af óþarfa dóti í íbúðina okkar. Ég keypti mér t.d dúnsæng!!! Í 30 stiga hita er ekki mikil not fyrir hana en það er bara ekki hægt að sofa með þetta lak drasl. En svo skelltum við okkur í ,,mollið”mikla. Ég hugsa að ,,debbinn” verði skilin eftir heima næstu dagana svo við þurfum ekki að lifa á pasta og bökuðum baunum síðustu vikurnar okkar!

Sunnudagurinn 12.september
Ítalir nenna ekkert að vinna. Fyrst er það þessi mjög pirrandi ,,síesta” sem er hérna á hverjum einasta degi, nema á sunnudögum því þá alveg lokað. Þú getur ekki einu sinni keypt þér að drekka nema að hafa verulega mikið fyrir því! Svo á mánudögum er opið eftir hentuleika, það er mjög hentugt ekki satt!! Sunnudagur er greinilega haldin mjög heilagur hérna svo við ákváðum að gera það bara líka!

Mánudagurinn 13.september
Krúttlegi professorinn okkar hann Sergio Morra bauð okkur Piccolinu í mat í kvöld. Málið er nefnilega þannig að hann er með íslenska professora í heimsókn hjá sér sem eru í rannsóknar leyfi og honum fannst alveg tilvalið að bjóða okkur í mat með þeim. Fyrst fórum við á ströndina að synda með honum og það var brjálæðislega fyndið og hálf vandræðalegt að fara að synda með professorinum sínum. Sjórinn var ekki að skarta sínu fínasta og mér stóð ekki á sama á tímabili en við erum þó komnar í land. Mararboðið var alveg frábært og það var mjög skemmtilegt að hitta íslendinga.

Hafið það gott þangað til næst!